Bæjarblaðið - 23.01.1981, Blaðsíða 9

Bæjarblaðið - 23.01.1981, Blaðsíða 9
Stefán Lárus Pálsson: Ef að er gáð Sá siður að þegar jólin nálgast á hverju ári reyna þeir sem gefa út flokks- og héraðsblöð að gefa út blöð sín, féll ekki úr gildi nú frekar en endranær. Hvert af öðru komu þau fljúg- andi gegn um bréfalúguna sam- kvæmt venju snyrtileg og stút- full af auglýsingum og jólaboð- skap auk frétta úr bæ og byggð á Vesturlandi. Þó tekst misjafn- lega til með jólaboðskapinn hverju sinni og veldur þar mestu hver á heldur, eða hver stýrir penna ti að koma hugsunum sín- um í letur. Dögun heitir blað Alþýðubandalagsins á Akranesi, eins og stendur á haus blaðsins, þar er Gunnlaugur Haraldsson, en aðrir í ritnefnd Engilbert Guðmundsson og Guðlaugur Ket- ilsson. Þetta blað hefur oft haft að geyma furðulegt innihald í og með öðru betra, og eru skrif Hannesar Hjartarsonar það betra. Þau eru með því besta sem sést hér í bæjarblöðunum yfirleitt. Þegar jóla-Dögunin barst mér (tvö blöð að venju, annað á íbúðarhæðina og hitt í þvottahúsið þar sem hamstr- arnir mínir búa) greip ég ritið og fletti því yfir í snatri og leit á fyrirsagnir og nöfn höfunda. „Nú, það er bara svona" hugs- aði ég. „Blessunin hún Bía skrif- ar þá jólapistilinn". Og ég hóf lesturinn af áhuga. Þegar honum lauk var ég furðu lostinn, og þó maður þekki nú sitt heimafólk, en lengi skal manninn reyna, og konuna líka að sjálfsögðu. Þarna var jólaguðspjallið fært í nútíma- búning og alveg í nýrri útgáfu. Frúnni tókst sem sagt að setja lausnara harðlínukomma og ,,Úr Nato-herinn burt“ fólksins, sjálf- an Gervasoni í hlutverk frelsar- ans kristinna manna. Virðist svo sem jólahátíðin skyldi snúast um dvöl þessa „mannssonar" meðal vor, en ekki lengur vera fæðingarhátíð þess „er var í jötu lagður lágt“ í Betlehem forðum. Hver hefur sinn smekk, en ekki fellur mér að skipta á heilögum Patrik frá Frans, mann- inum með klaufhamarinn og Jesúbarninu manninum á kross- inum sem tákni jólanna og frels- ara kristins fólks. Ég fletti síð- an Dögun og las meira. „Er hann Gunnlaugur Haraldsson nú kominn með andskotans tann- verkinn einu sinni enn“, tautaði ég þegar ég sá grein hans um húsbyggingu Ingjaldar tannlækn- is. Öll skrif þessa unga manns um þetta mál eru svo furðuleg að flest fólk hér á Akranesi rekur í rogastans. Okkur finnst sem hér þekkjum til ekki um- talsvert þótt tannlæknirinn okk- ar, sem alþekktur er fyrir dugn- að og vinnusemi geti á miðjum aldri byggt yfir sig. Hvað veld- ur þá þessum áhuga G.H. fyrir þessu? Því er vandsvarað, en fljótt á litið virðast þau bera sterkan keim af öfund í garð Akurnesingar! Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar sendir nú út reikninga vegna stofngjalda. Samkvæmt 7. gr. gjaldskrár gjaldfellur 50% stofngjalds þegar lagning götuæða hefst. Reikningar verða sendir í öll hús sem inntak er komið í. Ákveðið hefur verið að gefa þeim húseigend- um, sem lagt verður til síðar á árinu, kost á að greiða stofngjald á sömu gjaldskrá og nú eru sendir reikningar út eftir, greiði þeir gjaldið fyrir 10. febrúar nk. Skrifstofa hitaveitunnar að Heiðarbraut 40 (Bókasafninu) verður opin mánudaga og mið- vikudaga frá kl. 13-18, föstudaga og laugar- daga frá kl. 10-12 til 10. febrúar. H.A.B. þeirra sem hafa þrek og dugn- að til þess að halda þannig á málum, þeir hafa skapað sér möguleika með þrotlausri elju- semi til þess að koma sér og atvinnurekstri sínum vel áfram. Það samræmist víst ekki boð- skap G.H. sem telur sig sér- legan fulltrúa þess hóps sem hann og honum líkir kalla öreiga þessa lands, að fólk skuli hafa getu til að afla sér fjár umfram brýnustu nauðþurftir. Samkvæmt þeirri kenningu á sllkt ekki að vera hægt á íslandi í dag, nema á óheiðarlegan hátt. Það vekur oft furðu að sjá yfirfull bíla- stæðin við frystihúsin, því þetta fólk á varla að hafa málungi matar fyrir starf sitt.. Því sam- kvæmt öreigakenningunni stela hinir alvondu og illa innrættu atvinnurekendur öllum afrakstr- inum af vinnu þess og vel það, þó er þarna unnið eftir samn- ingum stéttarfélaga. Það er líka kúnstugt að sjá fólk sem heldur þessum boðskap á lofti ganga út af vinnustað í matarhléi, hoppa inn í bifreið sem kostar ca. 80-110 þúsund nýkr. og aka síðan á undan frystihússrútunni heim í nýja einbýlishúsið sitt til að snæða. Þessi öreigahræsni er tíma- skekkja sem betur fer, hún virk- ar álíka sannfærandi og her- námsandstæðingar sem druslast um í aflögðum ígangsklæðum amerískra varnarliðsmanna mál- stað sínum til framdráttar. Nei, Gunnlaugur Haraldsson, þér þarf ekki að vaxa í augum þótt fólk hér í bæ geti byggt yfir sig og sín umsvif. Hér bygg- ir fólk úr öllum stéttum sér þak yfir höfuðið og byggir myndar- lega, jafnvel verkafólk hér bygg- ir eins og aðrir, þótt samkvæmt öreigakenningunni eigi það enn að ganga með hné og olnboga bera út úr tötrunum, berfætt með blóðuga hnúa eftir slags- mál við fjandsamlega forráða- menn atvinnufyrirtækja sem all- ir hafa víst klifrað eftir blóðug- um og bognum bökum starfs- fólks síns til að byggja upp fyrir- tæki sín og vinnustaði fólksins. Styðja meðsetar þínir í ritnefnd að allir atvinnurekendur séu óheiðarlegir og hvinnskir? Ég held varla, þeir hljóta að þekkja betur til þessara hluta af raun. Hvernig fer annars ungur maður nýkominn frá námi að því að eignast góða bifreið og þak yfir sig á stuttum tíma við þau sult- arkjör sem sagt er að þetta fólk búi við eftir þess eigin heimildum? Það vekur því furðu að sjá slíka öreiga láta iðnaðarmenn mála nýkeypt myndarlegt ein- býlishús að utan í sumarblíðu liðins árs, meðan eigandinn sleikir sólina í sumarfríi. Lítið ykkur nær og reynið að átta ykkur á raunveruleika líðandi stundar, en starblínið ekki alltaf á nágrannana. Öreigar eru varla til á fslandi í dag, sem betur . fer. Stefán Lárus Pálsson. Bensíniö afgreitt á öílinn Sjálfsafgreiðsla á bensíni og olíu á bíla hefur verið algild hjá bensínstöðvum hér á Akranesi í gegnum árin. Þó hefur á síðari árum verið tekin upp afgreiðsla að einhverju marki á nokkrum bensínstöðvum. En þjónustan hefur þó ekki verið sambærileg miðað við það sem gengur og gerist í Reykjavík, til dæmis. Nú hefur hins vegar orðið mikil breyting á bensínsölu hjá Skaganesti, en nýlega yfirtók Skeljungur hf. bensínsöluna þar. Sama fyrirkomulag er nú á bens- ínsölu þar og gerist í Reykjavík. Ráðnir hafa verið til starfa 5 bensínafgreiðslumenn og eru alltaf tveir þeirra á vakt frá kl. 7,30 á morgnana til kl. 21,15 síð- degis alla daga vikunnar. Frá kl. 21,15 og til 23,30 er hins vegar um sjálfsafgreiðslu að ræða. Benedikt Jónmundsson fram- kvæmdastjóri Skeljungs hf. á Akranesi sagði að þetta fyrir- komulag yrði haft á til að byrja með en reynslan yrði síðan að skera úr um hver endanlegur af- greiðslutími yrði. Stöðvarstjóri bensínstöðvarinnar við Skaga- nesti er Kristinn Karlsson. Ástæða er til að fagna þess- ari nýbreytni Skeljungs hf. til aukinnar þjónustu við Akurnes- inga. 9

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1353

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.