Bæjarblaðið - 23.01.1981, Blaðsíða 12
Bœjarblodid
23. janúar 1981. Verð kr. 5,00.
Af sjúkrabílnum umtalaða:
Enn er allt í
Fyrir skömmu barst Bæjar-
blaðinu eftirfarandi bréf, og er
það hjartasjúklingur hér í bæ
sem skrifar það:
Þar sem ég sá að í byrjun des-
ember kom hér í bæinn ný og
fullokmin sjúkrabifreið með
skrásetningarnúmerinu E-1211,
taldi ég lífslíkur okkar hjarta-
sjúklinga aukast til muna, þar
sem þessi bifreið var búin öllum
helstu tækjum til bráðahjálpar.
Þar sem við höfum nú búið við
það í 8 ár að hafa ekki aðgang
að sjúkrabifreið, (heldur hefur
lögreglan af miskun sinni flutt
okkur í „maríu" sinni) er höf-
um verið svo ólánssöm að þurfa
að flytjast á sjúkrahús í sjúkra-
bifreið. Þá gladdist ég mjög er
ég sá að búið var að staðsetja
hina nýju sjúkrabifreið við
sjúkrahúsið.
Núna eftir áramótin fór ég og
ætlaði að skoða þessa nýju bif-
reið er ég taldi að búið væri að
taka í notkun, en viti menn, ég
fann hana ekki, hún hafði ekki
sést í nokkra daga fyrir utan
sjúkrahúsið og enginn þar vissi
um hana. Ég fór því til lögregl-
unnar og fékk þær upplýsingar
þar, að þangað hafi ekki verið
tilkynnt hvarf hennar.
Þar sem ég get átt von á því
að fá hjartakast hvenær sem er
bið ég Bæjarblaðið að gangast
í því fyrir mig að kanna hvar
þessi nýja sjúkrabifreið getur
verið niðurkomin og hvert fólk
á að snúa sér ef það þarf á
henni að halda.
Svar Bbl.: Eins og fram kom
í síðasta tölublaði Bæjarblaðsins
er nú komið stórt vandamál, að
því er virðist, með hinn nýja
sjúkrabíl. Hann hefur nú staðið
óhreifður í rúman mánuð vegna
þess að ekki fæst úr því skorið
hvort ríki eða bær á að sjá um
rekstur hans. Bæjarblaðið kann-
aði fyrir skömmu hvar bíllinn er
geymdur núna og komst að því,
að hann er vandlega lokaður inni
á slökkvistöðinni. Þar virðist
sem sagt vera búið að leggja
honum í Iangvarandi hvíld.
Eftir því sem Bæjarblaðið
kemst næst hefur enn ekkert
gerst sem greitt getur úr flækj-
unni. Á meðan og líklega í
næstu framtíð megum við Akur-
nesingar láta okkur nægja til
sjúkraflutninga gamlan og út-
jaskaðan lögreglubíl, sem jafn-
vel er verr útbúinn til sjúkra-
flutninga en venjulegur sendi-
bíll.
Firmakeppni
U.K.R.A. vill vekja athygli á
firmakeppni í 6. fl. í knattspyrnu
25 jan. nk. og hefst hún kl. 10,30.
Þar munu þeir yngstu keppa und-
ir merkjum ýmissa heimsfrægra
félagsliða. Fólk er hvatt til að
mæta í íþróttahúsið, því þarna
er leikgleðin og baráttan í fyrir-
rúmi. Einnig er vakin athygli á
fyrirtækjakeppni sem fram fer
7. feb. nk. í íþróttahúsinu.
Laugardagskvöldið
24. janúar
hlaðborð af þorramat
snaHaTt 2 • akranesí - sm 193)2773
Sjúkrabílli á meðan hann var staðsettur við Sjúkrahúsið.
Skagaleikflokkurinn af stað
Bæjarblaðið hafði samband
við Ólínu Jónsdóttur formann
Skagaleikflokksins, til að for-
vitnast um fyrirhugaða starfsemi
á nýju ári. Ólína varð fúslega
við þeirri beiðni. Hún sagði m.a.
að eftir þær viðtökur sem síð-
asta verk Skagaleikflokksins,
Stormurinn eftir Sigurð Róberts-
son, fékk hefði útlitið með
áframhaldandi starfsemi ekki
verið gott. Áformað hefði verið
að taka Túskildingsóperuna eftir
Bertolt Brecht til sýninga en
þeim áformum hefði verið snar-
lega slaufað eftir útkomuna á
Storminum. Það má eiginlega
segja að útkoman á Storminum
hafi komið eins og þruma úr
heiðskíru lofti og menn hafi
þurft að setjast niður og hugsa
sinn gang. En með hækkandi sól
hressast menn og leikáhugafólk
með „bakteríuna“ lætur ekki
bugast þó aðeins blási á móti.
Nú hefur verið ákveðið að
næsta verkefni verði Atómstöð-
in eftir Nóbelsskáldið okkar
Halldór Laxnes. Leikstjóri hefur
verið ráðinn Gunnar Gunnarsson
leiklistarfræðingur. Undirbúning-
ur mun hefjast um eða eftir
næstu mánaðarmót. Félagar
Skagaleikflokksins verða boðaðir
á fund þar sem málin verða
rædd. Reikna má með að sex
vikur fari í æfingar þannig að
frumsýning gæti hugsanlega orð-
ið í lok marsmánaðar.
Bæjarblaðið þakkar Ólínu fyr-
ir spjalið og óskar Skagaleik-
flokknum góðs gengis á nýju
ári.
Þorrafundur
Slysavarnakonur á Akranesi,
munið þorrafundinn þann 27. jan-
úar kl. 20,00 í húsi félagsins
Nefndin.
Athugið
Minningarkort Hjartaverndar fást
hjá Sveini Kr. Guðmundssyni,
Espigrund 7, Akranesi, sími
2220.
Furðuleg afstaða sóknarprestsins:
Ombrot á einkaréttinn
Eins og bæjarbúum er kunn-
ugt hætti blaðið Umbrot að
koma út um áramótin, allavega
um sinn.
Margir lesendur höfðu þá sam-
band við Bæjarblaðið og óskuðu
eftir að þáttur um giftingar og
skírnir, sem verið hafði í Um-
broti, birtist í Bæjarblaðinu.
Vegna þessara óska hafði
undirritaður samband við sr.
Björn Jónsson og óskaði eftir
umræddum upplýsingum. Séra
Björn vildi hins vegar ekki láta
Bæjarblaðinu í té þessar upplýs-
ingar, þar sem ritstjóri Umbrots
hefði „átt hugmyndina að þess-
um þætti, og hefði hann jafn-
framt verið mótfallinn því að
Bæjarblaðið fengi þetta efni.“
Því miður lesendur. Að fram-
angreindum ástæðum getur Bæj-
arblaðið ekki orðið við óskum
ykkar. Ég vona hins vegar að
þarna verði breyting á, þar sem
þetta eru furðuleg viðbrögð op-
inbers aðila, að láta eitt blað
(sem jafnframt er hætt útkomu)
hafa upplýsingar en annað ekki.
Auk þess sem slíkar fréttir
hafa birst í öðrum blöðum en
Umbroti og það löngu áður en
Umbrot hóf göngu sína.
— H.B.
i