Bæjarblaðið - 23.01.1981, Blaðsíða 3
Um útivistartíma barna
og unglinga á Akranesi
Pað þarf ekki að minna for-
eldra barna á, að líf í borgum
og bæjum býður mörgum hætt-
um heim. Öllum foreldrum hlýt-
ur að vera kappsmál, að börn
þeirra hljóti reglusamt uppeldi
og verði hamingjusamir borgar-
ar. Vitað er að hér er þeim lagð-
ur mikill vandi á herðar. Flestir
þættir uppeldisins vérða aðeins
leystir af þeim einum, þó er góð
samvinna við aðra foreldra
stundum nauðsynleg. Á sumum
sviðum er til þess ætlast að
bæjarfélagið komi foreldrum til
aðstoðar.
Félagsmálaráð Akraness skal
nú meðal annars annast vernd
barna og unglinga á Akranesi,
en það hlutverk hafði barna-
verndarnefnd áður.
í samræmi við það, á það að
koma foreldrum til aðstoðar þeg-
ar þess þarf með. Eitt af þeim
sviðum þar sem aðstoðar er
þörf, er útivist barna og ung-
linga á kvöldin. Útivist barna
og unglinga á síðkvöldum hefur
lengi verið foreldrum, sem og
öðrum, mikið áhyggjuefni. Það
er ekki aðeins ósiður, heldur
getur það einnig haft í för með
sér verulegar hættur, jafnvel af-
brot barna og unglinga, eins og
dæmi eru til um. Reglur um úti-
vistartíma barna og unglinga
hafa verið samræmdar um land
allt. í þessum reglum segir svo:
„í kaupstöðum, kauptúnum og
öðru slíku þéttbýli með 400 íbúa
og fleiri, mega börn yngri en 12
ára ekki vera á almannafæri eft-
ir kl. 20 og eftir kl. 22 tímabilið
1. maí til 1. sept., nema í fylgd
með fullorðnum aðstandendum
sínum eða umsjónarmönnum.
Unglingar yngri en 15 ára
mega á slíkum stöðum ekki vera
á almannafæri eftir kl. 22 tíma-
bilið 1. september til 1. maí og
eftir kl. 23 1. maí til 1. septem-
ber, nema í fylgd með fullorðn-
um, eða um sé að ræða beina
heimferð frá skólaskemmtunum,
íþróttasamkomum eða frá ann-
arri viðurkenndri æskulýðsstarf-
semi.
Hverskonar þjónusta við börn
og ungmenni eftir löglegan úti-
vistartíma, önnur en heimflutn-
ingur, er bönnuð að viðlagðri
ábyrgð þess, er þjónustuna veit-
ir.
Handhöfum þjónustuleyfa er
skylt að fylgjast með því, að
ákvæði þessi séu haldin.
Ungmennum yngri en 16 ára
er óheimill aðgangur eða dvöl á
almennum dansleikjum eftir kl.
20, öðrum en sérstökum ung-
lingaskemmtunum, sem haldnar
eru af skólum, æskulýðsfélögum
eða öðrum aðilum, sem til þess
hafa leyfi og háðar eru sérstöku
eftirliti.
Forstöðumönnum dansleikja er
skylt að fylgjast með því að
ákvæði þessi séu haldin, að við-
lögðum sektum og/eða missi
leyfis til veitingahalds eða
skemmtanahalds um lengri eða
skemmri tíma.“
Nauðsynlegt er, að öll börn á
Akranesi, forráðamenn þeirra
og foreldrar þekki þessar regl-
ur.
Brot á útivistarreglum varða
sektum.
Skorað er á foreldra og aðra
forráðamenn barna á Akranesi
að taka höndum saman í þessu
máli og afnema með samstilltu
átaki óþarfa útivist barna að
kvöldlagi og vernda þau fyrir
skaðlegum áhrifum og hættum,
sem af þeim geta leitt. Kennið
börnunum að virða útivistarregl-
urnar og stuðlið þannig að lög-
hlýðni hinnar uppvaxandi kyn-
slóðar.
Foreldrar munið, að öll sala á
tóbaksvörum til barna og ung-
linga innan 16 ára aldurs er
óheimil. Sendið því ekki börn
ykkar í verslanir til kaupa á
slíkum varningi.
Látið börn ykkar ekki hjóla
á Ijóslausum reiðhjólum í
skammdeginu, það setur þau í
mikla hættu í umferðinni.
Sleða- og skautaferðir barna
og unglinga á götum bæjarins er
hættulegur leikur, sem auk
þess er bannaður skv. lögreglu-
samþykkt. Við treystum því for-
eldrum til að sjá um að börn
þeirra stundi ekki slíka leiki.
Timbur einingahús
frá Trésmiðjunni flknr hl.
SUÐ-VESTUR'
Trésmiðjan Akur hf. hefur nú um skeið framleitt timbureiningahús
eftir teikningu frá Verkfræði- og teiknistofunni hf.
Húsið án bifreiðageymslu er ca. 140 ferm. og afhendist frágengið
að utan með útihurðum og gleri en óklætt að innan og án einangr-
unar.
Bifreiðageymsla er ca. 33 ferm. og er einnig frágengin að utan og
gleri og hurðum. Aðalbílskúrshurð er á lyftijárnum, en bifreiða-
geymslan er óklædd og óeinangruð.
Húsin afhendast annað hvort af verkstæði eða reist á byggingar-
stað.
Verð hússins án bifreiðageymslu við verkstæðisdyr, miðað við verð
1. janúar 1981, er kr. 155.300,00
Verð bifreiðageymslu, miðað við sama tíma er kr. 49.025,00.
Allar frekari upplýsingar og teikningar fást á skrifstofu okkar.
Trésmiðjan Akur hf.
Símar 2006 og 2066
3