Bæjarblaðið - 23.01.1981, Blaðsíða 11
Ráðinn bjálfari
Nú mun nær fullfrágengið að
Knattspyrnuráð Akraness, ráði
til sín enskan knattspyrnuþjálf-
ara. Samkvæmt upplýsingum
sem Bæjarblaðið aflaði sér hjá
Jóni Runólfssyni formanni Knatt-
spyrnuráðs, mun endanlega
verða gengið frá þessum málum
nú næstu daga. Rjálfarinn sem
um ræðir, Ken Oliver að nafni,
er til kominn vegna milligöngu
George Kirby, sem þefur leitað
að þjálfurum í Englandi fyrir
lið ÍA. Ken Oliver hefur verið
þjálfari hjá enska 3. deildar lið-
inu Walsall s.l. tvö ár. En 24.
desember s.l. fékk Oliver heldur
óskemmtilega jólagjöf frá félagi
sínu, því þá var hann látinn fara
frá Walsall sökum þess að ár-
angur félagsins var ekki nægi-
lega góður síðustu tvo mánuði.
Einhverjum var um að kenna og
var skuldinni skelt á Ken Oliver.
í Englandi þótti mönnum þetta
afar einkennileg ráðstöfun hjá
félaginu því Ken Oliver þykir
mjög hæfur þjálfari. Áður hafði
hann starfað sem aðalþjálfari hjá
Newcastle United og Birming-
ham City. Hann yfirgaf síðan
Birmingham aðeins vegna þess
að Alan Ashman var ráðinn
framkvæmdastjóri Walsall en
hann bað Oliver um að ganga til
liðs við sig, því þeir voru hér
Akranes - Nœrsveitir!
Get tekið að mér trésmíðavinnu nú þegar
Þröstur Kristjánsson
Vesturgötu 143 — Sími 1389
AKRANESKAUPSTAÐUR
SORPKASSAR
Sorpkassar úr blikki eru til sölu. Verð hvers
kassa kr. 600,00.
Tekið er á móti greiðslu fyrir þá á bæjarskrif-
stofunni, en afhending þeirra fer fram í
áhaldahúsi bæjarins við Ægisbraut, gegn
framvísun greiðslukvittunar.
Bæjartæknifræðingur.
Akurnesingar!
,1
Spónaplötur, allar þykktir
Filmuplötur
Handverkfæri
Málningarvörur frá Hörpu
Trésmi&ja
Sigurjóns & Þorbergs hf.
Byggingavörudeild sími 2722
Þjóðbraut 13 Akranesi.
á árum áður samherjar með
Sunderland, en þaðan er Ken
Oliver ættaður.
Rað er óskandi að Knatt-
spyrnuráð nái samkomulagi við
Ken Oliver um þjálfun 1. deildar
liðs ÍA í sumar. Hér virðist vera
um mjög hæfan mann að ræða
sem hefur mikla reynslu að
baki.
Bæjarblaðið spurði Jón Run-
ólfsson að því hvort breyt-
ingar yrðu á Akranesliðinu
næsta sumar. Hann sagði að
allir leikmennirnir sem hefðu
verið með í fyrra yrðu í barátt-
unni næsta sumar að Jóni Gunn-
laugssyni undanskyldum en hann
mun gerast þjálfari Völsungs á
Húsavík. Þá hefur Gunnar Jóns-
sem lék með Skallagrími úr
Borgarnesi í fyrra, ákveðið að
ganga til liðs við ÍA, en hann
er sterkur miðvallarleikmaður.
Tveir handboltastórleikir
Föstudaginn 30. janúar nk. eru
tveir stórieikir í handknattleik
hér á Akranesi, allavega á mæli-
kvarða okkar Skagamanna.
Fyrri leikurinn er kl. 20 en þá
eigast við í 1. deild kvenna lið
ÍA og Hauka og er sá leikur afar
þýðingarmikill fyrir ÍA stelpurn-
ar, því með sigri í þeim leik geta
þær svo gott sem tryggt sér
áframhaldandi veru í 1. deild
kvenna, sem er í sjálfu sér frá-
bær árangur hjá svo ungu og
óreyndu liði. Strax að kvenna-
leiknum loknum munu eigast
við í 3. deild karla lið ÍA og
Rórs frá Vestmannaeyjum og er
sigur í þeim leik ekki síður mik-
ilvægur fyrir lið okkar Skaga-
manna. Takist liðinu að sigra í
leiknum aukast líkurnar all veru-
lega á að komast í 2. deild að
ári. Um efstu sætin í 3. deild
berjast, Stjarnan, Grótta, Þór
Vm. og ÍA og munu tvö af þess-
um liðum flytjast upp í 2. deild
og er ekki um aukaleiki að
ræða eins og í fyrra.
Skagamenn eru nú hvattir til að
mæta í íþróttahúsið kl. 20, föstu-
daginn 30. janúar og hvetja liðin
okkar til sigurs. Oft er þörf en
nú er nauðsyn.
Nýtt Nýtt
Málningarvinna
Tökum að okkur alhliða málningarvinnu úti
sem inni.
Leiðbeinum með litaval
Gerum verðtilboð ef óskað er.
Greiðsluskilmálar eftir samkomulagi.
Upplýsingar hjá Gler og málning, sími 1354 og
hjá Aðalsteini Aðalsteinssyni, sími 1397.
Málningarverk sf., Akranesi.
AKRANESKAUPSTAÐUR
Dagvistun fyrir aldraSa
Þeir eldri bæjarbúar, sem vilja sækja um dag-
vistun á dvalarheimilinu Höfða, vinsamlegast
hafið samband við undirritaðan milli kl. 11 og
12 fyrir hádegi virka daga í síma 1211. Undir-
ritaður veitir nánari upplýsingar, sjá einnig
fréttatilkyningu.
Félagsmálastjóri.
11