Fréttablaðið - 02.08.2019, Page 2
Veður
Hæg austlæg eða breytileg átt
og bjart með köflum, en þoku-
bakkar eða súld við sjávarsíðuna
N- og A-til. Líkur á síðdegisskúrum
NA-lands. Hiti víða 15 til 22 stig að
deginum, hlýjast SV-til. SJÁ SÍÐU 18
Ný brú yfir Eldvatn
Sparaðu allt að 50-70%!
info@fedaszdental.huHafðu samband:
+ 36 70 942 9573 www.tannlaeknathjonusta.is
Fyrir
Eftir
Tannlækningar í Ungverjalandi
SAMFÉLAGSMÁL Aðgengi fatlaðra að
húsnæði sýslumannsembættisins í
Vík í Mýrdal hefur enn ekki verið
bætt þrátt fyrir að fjögur ár séu frá
því að embættið og eigandi hússins,
Arion banki, ætluðu að gera bragar-
bót á. Arion banki hækkaði leiguna
til að geta staðið straum af bættu
aðgengi fatlaðra en gerði hins vegar
ekkert í málinu.
Fréttablaðið sagði frá því í júlí
árið 2015 að fólk í hjólastólum kæm-
ist ekki til sýslumanns í Vík vegna
skorts á aðgengi fyrir fatlaða. Á þeim
tíma sagði sýslumaðurinn á Suður-
landi að ekki væri til fjármagn til að
bæta úr aðgengi. Sýslumannsemb-
ættið á staðnum sinnir málefnum
hreyfihamlaðra en þar sem skrif-
stofan er á annarri hæð í lyftulausu
húsi eru aðgengismál í ólestri.
Húsnæði embættisins í Vík er
leiguhúsnæði en leigusalinn er
Arion banki. Fram kemur í svari
sýslumannsembættisins til Sjálfs-
bjargar að viðauki hafi verið gerður
við leigusamning árið 2015 til að
gera bragarbót á aðgengismálum.
Við það hækkaði leigan. „Efndir
urðu engar og varð úr að samningn-
um var sagt upp í lok árs 2016, enda
dugðu fjárheimildir embættisins á
þeim tímapunkti ekki fyrir rekstri
þess,“ segir í svari embættisins.
„Ég harma það sleifarlag sem bank-
inn hefur sýnt í þessu máli. Bankinn
er búinn að hafa fjögur ár og ekkert
gert. Það sýnir forgangsröðunina í
hnotskurn. Hreyfihamlaðir mega
láta sér það nægja að bíða fyrir
utan. Svona framkoma er algjörlega
óþolandi,“ segir Bergur Þorri Benja-
mínsson, formaður Sjálfsbjargar.
Arion banki hefur nú ákveðið
að taka málið upp aftur og þakkar
Sjálfsbjörg fyrir ábendinguna.
„Til að bæta aðgengi fatlaðra var
ákveðið að setja upp lyftu í húsinu
og voru teikningar unnar og lyfta
pöntuð. Við hörmum það hins vegar
að brestur hefur orðið á eftirfylgni
málsins og enn hefur ekki orðið af
uppsetningu lyftunnar,“ segir Har-
aldur Guðni Eiðsson, upplýsinga-
fulltrúi Arion banka. „Á þessum
tímapunkti eru ástæður þess mér
ekki að fullu kunnar, meðal ann-
ars vegna mannabreytinga innan
rekstrarsviðs bankans og sumar-
fría. Vegna ábendingar frá formanni
Sjálfsbjargar hefur þetta mál hins
vegar nú verið endurvakið og von-
andi verður hægt að bæta úr þessu
sem fyrst.“ sveinn@frettabladid.is
Hækkuðu leiguna en
aðgengi enn ekki bætt
Embætti sýslumannsins í Vík getur ekki með góðu móti tekið við fötluðu
fólki. Arion banki, sem á húsið, hækkaði leiguverðið svo fara mætti í fram-
kvæmdir. Nú að fjórum árum liðnum hefur hins vegar enn ekkert gerst.
31. júlí 2015 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 2
VEÐUR
SJÁ SÍÐU 18
Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 Lokað 1. 2. og 3. ágúst
11
KWÖflugur
gashitari
Eldstæði
Norðanátt, allt að 10 metrar á sekúndu.
Á sunnanverðu landinu verður sólríkt
og hitinn gæti farið upp í 16 stig þegar
best lætur. Norðan til nær hitinn varla 10
stigum, það verður skýjað og fer að rigna
um kvöldið.
LÖGREGLUMÁL Öll lögregluum-
dæmi, þar sem hátíðarhöld fara
fram um verslunarmannahelgina,
hyggjast svara fyrirspurnum fjöl-
miðla um fjölda kynferðisbrota,
að lögreglunni á höfuðborgar-
svæðinu og í Vestmannaeyjum
undanskildum.
Eins og fram hefur komið eru
það nýmæli hjá lögreglunni í Vest-
man aeyjum að greina ekki frá
þeim fjölda kynferðisbrota sem
kemur upp á Þjóðhátíð í Eyjum,
stærstu útihátíð verslunarmanna-
helgarinnar. Samantekt frétta-
vefsins Bleikt segir að sextán
nauðganir hafi verið tilkynntar
til lögreglu á þjóðhátíð frá árinu
2004.
Upplýsingagjöf til fjölmiðla
verður með óbreyttum hætti
hjá lögreglunni á höfuðborgar-
svæðinu. Fjölmiðlar munu ekki
geta hringt með fyrirspurnir
um helgina en þess í stað sendir
lögreglan frá sér varðstjórapóst
þrisvar á sólarhring.
„Við upplýsum um þau mál sem
koma upp en oftar en ekki þá eru
ákveðin mál ekki látin fylgja með
sökum eðlis þeirra. Kynferðisbrot
eru ein þeirra,“ segir Þórir Ingv-
arsson, varðstjóri hjá lögreglunni
á höfuðborgarsvæðinu.
„Oftar en ekki, þegar þau [kyn-
ferðisbrot] koma upp, þá eru þau
viðkvæm og það hefur ekki verið
talið efni til að setja þau í þess-
ar færslur frekar en önnur við-
kvæm mál sem lögreglan er að
sinna, svo sem mannslát,“ bætir
Þórir við.
Fréttablaðið hafði samband við
lögregluna á Akureyri, þar sem
Ein með öllu og Unglingalandsmót
UMFÍ fara fram
um helgina. Þar
feng ust þau
svör að lögregl-
an svari oft-
ast fyrirspurn-
um til lögreglu.
Það gildi í raun
engar reglur um
það.
Það sama var
uppi á teningnum hjá lögreglunni
á Vestfjörðum þar sem Mýrarbolt-
inn fer fram. Enn verður hægt að
fá upplýsingar um fjölda uppkom-
inna mála fyrir vestan, af hvaða
tagi sem þau eru.
Jón Vilhelmsson, yfirlögreglu-
þjónn á Austurlandi, segir að
engar breytingar verði gerðar á
upplýsingagjöf til fjölmiðla. „Ég
svara fyrirspurnum fjölmiðla. Við
höfum ekki átt í neinum vandræð-
um með þetta.“
Guðrún Jónsdóttir, talskona
Stígamóta, segir það óeðlilegt ef
upplýsingar um fjölda kynferðis-
brota mega ekki koma fram. „Mér
finnst óheppilegt að slíkar aðgerð-
ir gagnast þeim sem síst skyldi.
Þeim sem fremja þessi brot og
eins þeim sem vilja halda flekk-
lausri ásýnd þessara samkoma.“
snaeros@frettabladid.is
Tvö umdæmi segja
ekki frá na ðgunum
Almennt mun upplýsingagjöf lögreglu til fjölmiðla um skemmtanahald verða með
liðlegasta móti um verslunarmannahelgina. Talskona Stígamóta segir það alvar-
legt ef ekki má ræða kynferðisbrot. Í Reykjavík mun enginn svara fyrirspurnum.
STUÐ Búist er við miklum fjölda á Akureyri þar sem bæði Unglingalandsmót UMFÍ
og Ein með öllu fara fram um helgina. Þar mun lögreglan svara fyrirspurnum fjöl-
miðla ef kynferðisbrot koma upp. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ
GUÐRÚN
JÓNSDÓTTIR
NÁTTÚRUVERND „Viðbrögð Ólafs
vekja mikil vonbrigði en til þessa
hef ég átt gott samstarf við hann
og ráðlagt honum og Þingvalla-
nefnd heilt um málefni þjóð-
garðsins. Þar byggi ég m.a. á
áratugareynslu af rannsóknum í
Þingvallavatni, sem enn standa
yfir,“ segir Hilmar J. Malmquist,
forstöðumaður Náttúruminja-
safns Íslands, en Ólafur Örn Har-
aldsson þjóðgarðsvörður sagði í
Fréttablaðinu í gær að Hilmar
færi með rangt mál þegar hann
staðhæfði að skólpvatn sytri út
í umhverfið úr þróm í þjóðgarð-
inum og á vatnasviði Þingvalla-
vatns.
„Fyrir aðeins rúmri viku fór
ég á Þingvöll ásamt fræðimönn-
um sem þekkja vel til náttúru
svæðisins gagngert til að spá í
fráveitu mál. Þar var rætt við
tvo starfsmenn Ólafs Arnar um
fráveitumál á Hakinu, við þjón-
ustumiðstöðina á Leirum og fleiri
stöðum. Þær upplýsingar sem
starfsmennirnir veittu um ástand
mála staðfesta mitt mál og stang-
ast á við orð Ólafs Arnar,“ segir
Hilmar.
Hilmar segir enn fremur að
viðbúið sé að á álagstímum, þegar
mikill fjöldi heimsækir þjóðgarð-
inn, sytri skólpvatn út í umhverf-
ið, enda séu langflest kerfin á
staðnum sett upp með það í huga,
samkvæmt þeim gögnum sem
hann hefur undir höndum um
fyrir komulag við rotþrær, sytur-
lagnir og tæmingu þróa.
Hilmar ítrekar þá skoðun sína,
sem Ólafur segir vera aulabrand-
ara, að á meðan fráveitukerfi í
þjóðgarðinum séu ekki afkasta-
meiri en gögn bendi til sé eðlilegt
að gestir hlífi þjóðgarðinum eftir
bestu getu.
Nánar má lesa um afstöðu
Hilmars í aðsendri grein hans á
visir.is. - fbj
Segir viðbrögð þjóðgarðsvarðar valda vonbrigðum og skólp berist víst í vatnið:
Frásögn starfsmanna ólík Ólafs
DEILT UM SKÓLP Upplýsingar starfs-
manna Þingvallaþjóðgarðs stangast á
við orð yfirmanns þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
SAMFÉLAG „Þetta er opinber stofnun
sem sinnir málefnum hreyfihaml-
aðra en hún getur ekki tekið á móti
þeim,“ segir Bergur Þorri Benja-
mínsson, varaformaður Sjálfsbjarg-
ar, Landssambands fatlaðra, um það
að útibú Sýslumannsins á Suður-
landi í Vík í Mýrdal sé ekki aðgengi-
legt hreyfihömluðum. Útibúið er á
annarri hæð í lyftulausu húsi.
Bergur hefur sett sig í samband
við sýslumanninn og Arion banka
hf. sem er eigandi hússins, og kraf-
ist þess að farið verði í framkvæmd-
ir til þess að
tryggja aðgengi
fyrir hreyfihaml-
aða.
„Þetta geng-
ur ekki svona og
ég bíð bara eftir
að þingið komi
saman í haust og
hefst þá handa
við að gera eitthvað í málinu,“ segir
Bergur. Hann segir einn einstakling
í hjólastól búa í Vík í Mýrdal og það
séu fleiri sem eigi erfitt með gang.
„Það er bara ekki til fjármagn til
að bæta úr því,“ segir Anna Birna
Þráinsdóttir, sýslumaðurinn á Suð-
urlandi, og bætir við að embættið
hafi ekki fjármagn til framkvæmda,
hvorki í formi hækkaðrar húsaleigu
eða beinnar greiðsluþátttöku í fram-
kvæmdunum.
„Okkur þykir þetta afskaplega
leitt. Við þjónustum þó einstaklinga
sem ekki komast til okkar á annan
hátt, til dæmis fara starfsmenn á
heimili viðkomandi,“ segir Anna.
- ngy
Ekki er aðgengi fyrir hreyfihamlaða í útibúi sýslumannsins í Vík í Mýrdal og ekki er til fjármagn til framkvæmda:
Fólk í hjólastól kemst ekki til sýslumannsins
BERGUR ÞORRI
BENJAMÍNSSON
SÝSLUMAÐUR Þess er krafist að farið
verði í framkvæmdir við húsnæði útibús
sýslumannsins í Vík í Mýrdal. MYND/SIGURÐUR
ÍSRAEL Öfgamaður stakk að minnsta kosti sex manns í gleðigöngu
hins egin fólks í Jerúsalem í gær. Árásarmaðurinn, Yishai Schlissel, er
nýlega sloppinn úr fangelsi en hann réðst með sama hætti á göngufólk
árið 2005.
Ein kona er lífshættulega slösuð og tveir karlar alvarlega slasaðir
eftir árásina. Þúsundir tóku þátt í göngunni í ár en mikil öryggisgæsla
var á staðnum. Þrátt fyrir árásina var ákveðið að gangan skyldi halda
áfram að upphaflegum áfangastað sínum. - snæ
Öfgamaður gekk berserksgang og beitti göngufólk ofbeldi:
Gleðiganga í Ísrael fór úrskeiðis
ÖNGÞVEITI Lífshættulega slösuð var konan flutt burt á sjúkrabörum. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
ÍSRAEL Ísraelsþing samþykkti í gær
lög sem heimila læknum að neyða
mat ofan í fanga í hungur verkfalli.
Samkvæmt lögunum mun þó þurfa
leyfi dómara í hverju tilfelli.
Lögin eru sett vegna fjölda pal-
estínskra fanga sem fara í hungur-
verkfall til að mótmæla fangelsun
sinni án dóms og laga.
Læknasamband Ísraels for-
dæmdi löggjöfina í gær og sagði
það að neyða mat ofan í einhvern
jafngilda pyntingum. Þá hvatti
læknasambandið lækna til að taka
ekki þátt í athæfinu.
Fjörutíu kusu á móti frumvarp-
inu en 46 með því. - þea
Samþykkja nýja löggjöf:
Ísraelar neyða
mat í fanga
NEYTENDUR Engin salmonella
greindist í erlendum alifugla-
afurðum í eftirliti Matvæla-
stofnunar og Heilbrigðiseftirlits
sveitar félaga.
Tíðni kampýlóbakter var þá
minni en almennt gerist í ali-
fuglakjöti erlendis enda afurð-
irnar sem hingað koma til lands
frosnar.
Tekin voru 115 sýni af hráu,
frosnu erlendu kjöti. Stærsti
hluti erlends alifuglakjöts sem
flutt er inn hingað til lands
kemur frá Þýskalandi og Dan-
mörku.
- srs
Könnuðu innflutt kjöt:
Alifuglakjötið
bakteríulaust
Úrklippa úr frétt Fréttablaðsins frá 31. júlí 2015.
Bergur Þorri
Benjamínsson.
Brúin yfir Eldvatn hjá Ásum í Skaftártungu skemmdist verulega í Skaftárhlaupi árið 2015. Nú stendur yfir vinna við uppbyggingu nýrrar brúar
yfir vatnið. Til stendur að vígja brúna í lok sumars. Brúin er með frístandandi stálbogum og tekur sig vel út í landslaginu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
LANDBÚNAÐUR Samkeppniseftir-
litið (SKE) hefur ekki tekið afstöðu
til þess hvort hafin verður formleg
athugun á meintu samráði afurða-
stöðva í kindakjötsframleiðslu.
Í svari við fyrirspurn Frétta-
blaðsins segir að eftirlitið hafi
móttekið erindi vegna málsins
frá Félagi atvinnurekenda (FA), en
erindi frá Samtökum verslunar og
þjónustu sem boðað hafi verið í
fjölmiðlum hafi ekki borist stofn-
uninni.
„Eftirlitið mun á næstunni taka
afstöðu til hvort og þá með hvaða
hætti þessi mál verða tekin til
formlegrar athugunar,“ segir í svari
Samkeppniseftirlitsins.
Í erindi sem FA sendi til SKE í
síðustu viku er þess farið á leit að
eftirlitið hefji rannsókn á hátt-
semi afurðastöðva í tengslum við
útf lutning á lambakjöti, sem að
mati félagsins þjóni þeim tilgangi
að stuðla að skorti og verðhækk-
unum á vörum.
Í gær var tilkynnt um breytta
skoðun ráðgjafarnefndar um inn-
og útf lutning landbúnaðarvara
sem leggst nú gegn því að tollkvótar
verði opnaðir fyrir lambahryggi, en
hún komst að annarri niðurstöðu
í síðustu viku þegar rannsókn
hennar leiddi í ljós að það væri ekki
nægilegt framboð til staðar.
Eftir fyrri niðurstöðu nefndar-
innar gerðu afurðastöðvar ráðstaf-
anir sín á milli til að laga birgða-
stöðuna og ráðherra fól nefndinni
í kjölfarið að rannsaka málið að
nýju. – aá
Athugun vegna
kjöts ekki hafin
Deilt hefur verið um lambakjöts-
skort. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Frá Vík í Mýrdal. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
VIÐSKIPTI Icelandair Group tapaði
rúmlega 40,8 milljónum Bandaríkja-
dala, jafnvirði rúmlega 5 milljarða
króna, á öðrum fjórðungi ársins.
Tapið eykst á milli ára en á sama
tímabili í fyrra nam það 25 milljón-
um dala, eða rúmlega 3 milljörðum
króna á gengi dagsins í dag.
Heildartekjur námu 402,8 millj-
ónum dala, jafnvirði 49,8 milljarða
króna, og hækkuðu um 1 prósent á
milli ára.
EBIT var neikvætt um 24,1 milljón
dala, lækkar um 4,3 milljónir dala á
milli ára. EBIT var jákvætt um 25,9
milljónir dala án þegar áætlaðra
áhrifa kyrrsetningar MAX-véla og
eykst á milli ára um 45,7 milljónir
dala. EBIT spá ársins 2019 án áhrifa
MAX-kyrrsetningarinnar er jákvæð
um 50-70 milljónir dala. Að teknu til-
liti til þegar áætlaðra MAX-áhrifa er
EBIT spá ársins neikvæð um 70-90
milljónir dala.
Félagið flutti 39 prósent fleiri far-
þega til Íslands á öðrum ársfjórðungi
en á sama tíma 2018. – þfh
Fimm milljarða
tap Icelandair
2 . Á G Ú S T 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
2
-0
8
-2
0
1
9
0
5
:3
5
F
B
0
3
2
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
8
7
-5
D
E
8
2
3
8
7
-5
C
A
C
2
3
8
7
-5
B
7
0
2
3
8
7
-5
A
3
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
3
2
s
_
1
_
8
_
2
0
1
9
C
M
Y
K