Fréttablaðið - 02.08.2019, Síða 4
Hversu sammála eða
ósammála ertu því
að loftslagsbreyting-
ar af mannavöldum
séu staðreynd?
Sjálfstæðisflokkurinn | D Píratar | P
n 44,6% n 34,6% n 16,3% n 3,8% n 0,6%
n 62,2% n 24,8% n 8,1% n 3,0% n 1,9%
n 88,7% n 10% n 0% n 1,3% n 0%
n 78,4% n 18,5% n 2,2% n 0,9% n 0%
n 84,7% n 13,5% n 1,8% n 0% n 0%
n 79,1% n 17,7% n 0,9% n 1,4% n 0,8%
n 53,8% n 35% n 9,8% n 0,7% n 0,7%
n 27,4% n 29,2% n 18,2% n 10,6% n 14,6% n 23,8% n 41,8% n 6,2% n 25,4% n 2,9%
Samfylkingin | S Viðreisn | C
Vinstri græn | V Framsóknarflokkurinn | B
Miðflokkurinn | M Flokkur fólksins | F
Allir
n Mjög sammála
n Frekar sammála
n Hvorki né
n Frekar ósammála
n Mjög ósammála
✿ Könnun Fréttablaðsins
fólks á aldr-
inum 18-24
eru mjög sammála.
83%
SUMARLEIKUR
FRÉTTABLAÐSINS
Taktu skemmtilega sumarmynd
af þér eða þínum að lesa Fréttablaðið
í appinu, á vefnum eða á prenti. Sendu
okkur á Facebook eða á
sumarleikur@frettabladid.is.
100.000 kr.
gjafabréf frá Úrval Útsýn
fyrir tvær bestu myndirnar!
Leiknum lýkur 12. ágúst
Allar nýjustu fréttir og blað
dagsins eru fáanleg á
www.frettabladid.is
1 „Fyrst þegar ég sá þetta hrökk ég í kút“ Hjólreiðamað-
ur hjólaði í veg fyrir bíl í Kópavogi
fyrir rúmri viku. Myndband náðist
af atvikinu og hefur það vakið
mikla athygli á samfélagsmiðlum.
2 Seg ir Lilj u hafa mis not að orð ið of b eld i í pól it ísk um
til gang i Gunnar Bragi segir Lilju
Alfreðsdóttur misnota hugtakið
ofbeldi um háttsemi þingmanna
Klausturmálsins í pólitískum til-
gangi.
3 Broadway-goðsögn lést í Reykjavík Broadway-leikstjór-
inn og framleiðandinn Hal Prince
er látinn. Hann lést í Reykjavík.
4 Ekið á heimilis lausan mann: „Ég lifi af í dag“ Ekið var á Geir
Júlíus Harrysson, heimilislausan
öryrkja, þegar hann var á leiðinni í
Sorpu með kerru fulla af flöskum.
5 Félag Bjarna hagnaðist um 1,8 milljarða Sjávarsýn, fjár-
festingarfélag Bjarna Ármanns-
sonar, hagnaðist um 1,8 milljarða
króna í fyrra samkvæmt nýbirtum
ársreikningi félagsins.
UMHVERFISMÁL Rúmlega 62 prósent
eru mjög sammála því að loftslags-
breytingar af mannavöldum séu
staðreynd samkvæmt nýrri könnun
sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir
Fréttablaðið og fréttablaðið.is.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra bendir á að þegar almenn-
ingur hafi nýlega verið spurður um
stærstu samfélagslegu áskoranirnar
hafi loftslagsmálin verið langefst á
blaði.
„Þannig að við skynjum alls
staðar hvatningu til að grípa til
aðgerða. Mér finnst það því í sjálfu
sér mjög jákvætt hvað meðvitund
fólks er mikil og hvað fólk er upp-
lýst um þetta. Um leið held ég að
þetta sé mikilvæg áminning fyrir
stjórnmálin að standa í stykk-
inu hvað þessi mál varðar,“ segir
Katrín.
Nú sé líka verið að setja aukinn
þunga í rannsóknir sem tengjast
loftslagsmálum. „Það er lykilatriði
að það sem við erum að gera sé að
skila raunverulegum árangri,“ segir
Katrín.
Nánast allir stuðningsmenn
Pírata, Vinstri grænna, Samfylk-
ingarinnar og Viðreisnar, eða á
bilinu 97 til 99 prósent, eru mjög
eða frekar sammála því að lofts-
lagsbreytingar af mannavöldum
séu staðreynd. Tæplega 84 prósent
stuðningsmanna Framsóknar-
f lokksins og tæp 80 prósent Sjálf-
stæðismanna eru því sammála.
Efasemdir um loftslagsbreytingar
af mannavöldum er nánast ein-
Jákvætt hvað fólk er meðvitað
og upplýst um loftslagsmálin
Mikill meirihluti landsmanna er sammála því að loftslagsbreytingar af mannavöldum séu staðreynd.
Forsætisráðherra segir þetta áminningu til stjórnmálamanna um að standa í stykkinu. Jákvætt sé hve
meðvitað og upplýst fólk er. Það komi heldur ekki á óvart hversu afdráttarlaust unga fólkið sé í málinu.
N O R Ð U R L A N D For s va r smen n
hvalaskoðunarfélaga í norðan-
verðum Eyjafirði hafa ekki lent í
teljanlegum vandræðum með að
hafa uppi á hval. Freyr Antons-
son, hjá Arctic Adventures á Dal-
vík, segir að farnar hafi verið 180
ferðir í júlí og hvalur sést í öllum
nema fjórum.
„Við höfum þurft að sigla aðeins
utar þar sem ætið er, það er ekkert
óeðlilegt,“ segir Freyr. „Í fyrradag
fór ég þrjár ferðir. Um morguninn
sá ég einn hnúfubak, um miðjan
daginn sá ég fimm og seinnipart-
inn einn. Allt á sama blettinum.“
Í gær fjallaði Fréttablaðið um
að lítið væri um hval í Eyjafirði en
samkvæmt Frey og f leirum virðist
vandamálið aðallega bundið við
fjörðinn innanverðan. – khg
Hvalir í Eyjafirði
norðanverðum
göngu að finna meðal stuðnings-
manna Miðf lokksins og Flokks
fólksins. Þannig er rúmur fimmt-
ungur Miðf lokksfólks frekar eða
mjög ósammála og rúm 28 prósent
kjósenda Flokks fólksins. Tæp 57
prósent stuðningsmanna Mið-
flokksins eru frekar eða mjög sam-
mála og um tveir af hverjum þremur
stuðningsmönnum Flokks fólksins.
Konur eru heldur sannfærðari
um loftslagsbreytingar af manna-
völdum en karlar. Þannig eru tvær
af hverjum þremur konum mjög
sammála því en tæp 58 prósent
karla. Rúm sjö prósent karla eru
hins vegar ósammála því að lofts-
lagsbreytingar af mannavöldum
séu staðreynd en einungis tæp þrjú
prósent kvenna.
Þegar horft er á afstöðu mismun-
andi aldurshópa til málsins kemur
í ljós að því yngra sem fólk er, því
líklegra er það til að vera sam-
mála því að loftslagsbreytingar af
mannavöldum séu staðreynd.
Í aldurshópnum 18-24 ára eru
83 prósent mjög sammála fullyrð-
ingunni og rúm tólf prósent frekar
sammála. Enginn sem svaraði í
þessum aldurshópi sagðist ósam-
mála.
Katrín segir þetta ekki koma á
óvart og bendir á mikla þátttöku í
loftslagsverkföllum. „Maður skynj-
ar líka mikinn áhuga þegar maður
ræðir við ungt fólk. Við erum að
sjá hérna kynslóð koma fram sem
er miklu meðvitaðri og hefur miklu
sterkari skoðanir á þessu en fyrri
kynslóðir.“
Í elsta aldurshópnum sem er fólk
65 ára eða eldra er rúmt 41 prósent
mjög sammála fullyrðingunni og
tæp 30 prósent frekar sammála. Þá
reynast tæp 13 prósent ósammála
fullyrðingunni.
Könnu nin var f ramk væmd
24.- 29. júlí síðastliðinn og var send
á tvö þúsund einstaklinga í könn-
unarhópi Zenter rannsókna. Svar-
hlutfallið var 51 prósent en gögnin
voru vigtuð eftir kyni, aldri og
búsetu. sighvatur@frettabladid.is
DÓMSMÁL Blaðamannafélag Íslands
fordæmir fráleita tilraun Seðla-
banka Íslands til að þagga niður
mál sem tengist launakjörum og
hlunnindum sem bankinn veitti
þáverandi f ramk væmdastjóra
gjaldeyriseftirlits bankans.
Seðlabank inn hef u r stef nt
Ara Brynjólfssyni, blaðamanni
Fréttablaðsins, fyrir dóm vegna
fyrirspurnar hans til bankans
um umrædd launakjör og hlunn-
indi framkvæmdastjórans. Blaða-
mannafélag ið k refst þess að
Seðlabankinn láti af þessum fyrir-
ætlunum og afhendi gögnin strax.
Blaðamannafélagið segir vinnu-
brögð bankans bera keim af leynd-
arhyggju og kúgunartilburðum sem
eigi ekki að viðgangast hjá opin-
berum stofnunum.
Um sé að ræða mál sem varðar
almenning og er það ólíðandi að
blaðamenn þurfi að standa í lang-
vinnum, dýrum og tímafrekum
málarekstri til að fá upplýsingar frá
opinberum aðilum.
Mál bankans gegn Ara verður
þingfest klukkan eitt í dag í Héraðs-
dómi Reykjaness. Lögmanni Ara
var birt réttarstefna í gær en málið
höfðar Seðlabankinn til ógildingar
á úrskurði úrskurðarnefndar um
upplýsingamál sem kveðinn var
upp 3. júlí síðastliðinn.
Í úrskurðinum er kveðið á um
skyldu Seðlabankans til að afhenda
Ara umbeðin gögn um námssamn-
ing bankans við fyrrverandi fram-
kvæmdastjóra gjaldeyriseftirlitsins.
Með úrskurði fyrr í vikunni féllst
héraðsdómur hins vegar á beiðni
Seðlabankans um f lýtimeðferð
málsins.
Búist er við að í þinghaldi í dag
verði lögmönnum veittur tveggja
vikna frestur til að skila greinar-
gerðum. – ilk, aá
Vinn u brögð SÍ beri keim af kúg un ar til burð um
Blaðamannafélagið fordæmir
vinnubrögð Seðlabankans í málinu.
FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI.
2 . Á G Ú S T 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
2
-0
8
-2
0
1
9
0
5
:3
5
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
8
7
-7
1
A
8
2
3
8
7
-7
0
6
C
2
3
8
7
-6
F
3
0
2
3
8
7
-6
D
F
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
3
2
s
_
1
_
8
_
2
0
1
9
C
M
Y
K