Fréttablaðið - 02.08.2019, Síða 8

Fréttablaðið - 02.08.2019, Síða 8
KLAUSTURSMÁLIÐ „Þær skammir sem ég tek mest mark á í málinu öllu eru þær sem ég fékk frá móður minni fyrir átta mánuðum síðan,“ segir Bergþór Ólason, þingmaður Miðf lokksins, nú þegar álit siða- nefndar Alþingis liggur fyrir. En þar voru nokkur ummæli hans og Gunnars Braga Sveinssonar álitin brotleg við siðareglur. „Siðanefnd- arferlið hefur allt verið mjög klúð- urslegt og þá er ég ekki að draga úr þeim ummælum mínum sem voru of glannaleg. En verklag bæði for- sætisnefndar og siðanefndar hefur verið þannig að það hefur ekki aukið virðingu þingsins.“ Bergþór segir að hann hafi haft það á tilf inningunni að mála- reksturinn hafi verið settur af stað til þess að ná fram hefndum gagn- vart formanninum, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, fyrir gamlar og óuppgerðar skuldir. Engin ummæli hans hafi hins vegar þótt brjóta siðareglur. „Álitið eins og það er orðað kom mér mjög á óvart,“ segir Bergþór. „Þarna eru bæði rangfærslur og rangar niðurstöður dregnar af ummælum. Sérstaklega þegar kemur að ummælum mínum um Albertínu Elíasdóttur og Írisi Róbertsdóttur. Þetta mál er svo fjölþætt. Maður verður að geta brugðist við ákveðnum þáttum þess á sama tíma og maður er miður sín yfir öðrum. Hvað varðar gildissvið reglnanna þá virðist sem staðan sé sú að þingmenn geti hvergi talað í einrúmi nema innandyra heima hjá sér.“ Hvað varðar framtíðina þá telur Bergþór að málinu sé nú lokið. Reiknar hann ekki með því að and- stæðingar í pólitík muni nota álitið gegn þeim Gunnari. „Ég reikna með því að Klaustursmálið sé nú leitt í jörð eftir að bæði persónuverndar- þættinum og þinglegri meðferð er lokið. Við sáum hversu lítið Þórhild- ur Sunna Ævarsdóttir gerði með álit forsætisnefndar í sínu máli og ég tek undir margt í þeirri gagnrýni sem hún setti fram,“ segir Bergþór. Karlmenn setja hausinn undir sig Bergþór skilaði athugasemdum til nefndarinnar og er þar meðal ann- ars vikið að ummælum um Albert- ínu. Hefur Bergþór ekki dregið orð sín til baka né beðist afsökunar á þeim. Í athugasemdum segir hann: „Ég er að lýsa því þegar núverandi þingkona gekk svo nærri mér kyn- ferðislega að ég var lengi að átta mig á því hvað hafði gerst.“ Aðspu rðu r seg ist B er gþór ekki vilja ræða það í þaula hvað nákvæmlega fór fram á milli hans og Albertínu. „Ég gerði ekkert meira með þetta á sínum tíma, heldur fyr- irgaf og hélt áfram.“ Bergþór ræddi ekki við Albertínu eftir atvikið en eftir að Klaustursupptökurnar voru birtar ræddi hann stuttlega við hana. Samtalið berst nú að því hvort hann upplifi að hann sé ekki tekinn trúverðugur sem þolandi í ljósi þess að hann er karlmaður í valdastöðu. „Ég held að það sé ekki farið að reyna á það,“ segir hann. „Alveg fram á síðustu stundu var ég að vonast til þess að siðanefnd kippti þessum anga málsins út. Í öðrum viðtölum hef ég beðist undan því að þetta yrði rætt. Ég held að karl- menn almennt séu ekki áhugasamir um að ræða uppákomur sem þessar. Menn setja hausinn undir sig og halda áfram.“ Bergþór segir það ekki rétt að þeir sem sátu á Klaustri hafi verið að henda grín að MeToo-umræð- unni. „Það verður forvitnilegt að sjá hvernig þeir sem mestar hafa haft skoðanir á þessum málum takast á við það þegar karlmaður kemur fram með sögu sem þessa.“ Hélt sig utan kastljóss fjölmiðla Þegar Klaustursmálið kom upp í byrjun desember í fyrra komu flestir hlutaðeigandi strax fram og gáfu viðtöl. Bergþór hélt sig hins vegar alveg frá kastljósi fjölmiðla í tvo mánuði. „Það lá fyrir að ég þyrfti að taka mig í sjálfsskoðun, ef þetta væri sá innri maður sem ég hefði að geyma. Ég dvaldi bæði hér heima og í Þýska- landi þar sem dóttir mín býr. Það liggur fyrir að ég olli sjálfum mér og mínum nánustu vonbrigðum,“ segir Bergþór. Hann segir að afstaða sín til málsins hafi breyst nokkuð eftir að hafa lesið handritið af samtal- inu og séð myndbandsupptökur. Að þessum hlutum skoðuðum hafi það blasað við að ekki var kerfisbundið verið að rakka niður konur og minnihlutahópa heldur var verið að ræða pólitíska and- stæðinga. „Það verður að skoða þetta mál í samhengi eins og til dæmis ummælin um Írisi Róbertsdóttur. Við sátum þarna lengi og ræddum stjórnmál og ræddum meðal annars hver myndi leiða lista Sjálfstæðis- manna í Suðurkjördæmi í næstu alþingiskosningum.“ Segir hann að ummælin „minna hot í ár“ hafi átt við í þeim skilningi að hún hefði leitt klofningsframboð og sé komin í meirihlutasamstarf í Vestmannaeyjum með vinstri- mönnum. Það blasi því við að hún sem stjórnmálamaður sé ekki eins spennandi sem mögulegur oddviti Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi fyrir næstu alþingiskosningar og hún var áður. „Menn tala með ákveðnum hætti í pólitík. Til dæmis sagði Hanna Katrín Friðriksson í útvarpsvið- tali fyrir skemmstu að eitt megin- markmið Viðreisnar sé að einangra Miðf lokkinn. Slík athugasemd fellur ekki af himnum ofan og innan þeirra raða hefur væntanlega verið talað mjög harkalega um okkur.“ Bergþór segist sjá hvað mest eftir að hafa talað harðneskjulega um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. „Ég ræddi við hana strax í byrjun og hún var svo höfðingleg að fyrirgefa mér þá. Ég ræddi við alla nema Írisi, sem ég náði ekki í. Viðbrögðin voru upp og ofan, enda gekk mikið á.“ Orkupakkinn ekki smjörklípa Þegar málið kom upp hrundi Mið- flokkurinn í könnunum og fréttir voru f luttar af úrsögnum. Enginn þungavigtarmaður sagði þó skilið við flokkinn. Bergþór segir að málið hafi reynst f lokknum erfitt á fyrstu vikunum og mánuðunum. Síðan hafi raðirnar þést og hann fundið fyrir stuðningi úr baklandinu. „Menn takast á eins og gengur,“ segir Bergþór þegar talið berst að núningi innan f lokks, þá sérstak- lega við Birgi Þórarinsson. „Birgir talaði með mjög ákveðnum hætti þarna fyrst á eftir. Hann setti fram skoðanir sem ég var ekki mjög ánægður með að sumu leyti. En við Birgir höfum unnið mjög vel saman undanfarið.“ Þegar leið á vorið fór að fenna yfir Klaustursmálið og við tók umræð- an um þriðja orkupakkann þar sem Miðflokkurinn var í háværri and- stöðu. Bergþór hafnar því alfarið að Flokkurinn hafi notað málið til þess að eyða umræðunni um Klaustur eins og sumir hafa haldið fram. „Það er fráleitt,“ segir Bergþór. „Það voru tvö sérstaklega stór mál á síðasta þingi, þriðji orkupakkinn og afnám frystiskyldu af innfluttu kjöti, þar sem lá allan tímann fyrir að Miðf lokkurinn myndi taka slaginn. Þegar ég kom aftur inn á þing í lok janúar sagði ég strax að ég myndi ekki fara í neinn feluleik heldur sinna þeim málum sem ég var kosinn fyrir. Klaustursmálið yrði að fá að hafa sinn gang og var enginn hvati í öðrum málum.“ Tvískinnungur Samfylkingar Miðf lokkurinn hefur mælst vel í könnunum upp á síðkastið og er nánast á sama stað og hann var áður en málið kom upp. Hefur fólk því velt fyrir sér hvaða pólitíska merkingu málið hafði. „Ég held að það hafi haft þau áhrif að fólk hagi orðum sínum skynsam- legar, að minnsta kosti geri ég það. Ég held að Klaustursmálið hafi haft meiri áhrif á okkur sem persónur heldur en eiginleg pólitísk áhrif.“ Bergþór segist ekki upplifa Mið- flokkinn sem einangraðan á þingi og er fullviss um að flokkurinn gæti unnið með öðrum flokkum í ríkis- stjórn ef svo bæri undir. „Eftir að ég kom aftur inn á Alþingi tók ég eftir að sumir vildu sýna hvað þeim þætti lítið til mín koma. En þegar leið á veturinn varð ég ekki var við ónot að neinu marki,“ segir hann og er bjartsýnn á að samstarf verði gott á komandi þingvetri. Þá telur hann Samfylkingarfólk hafa sýnt mikinn tvískinnung. „Við sjáum nú að það eru fjögur ókláruð mál inni í siðanefnd Samfylkingarinnar og svo nýlegt mál Ágústs Ólafs. Þetta er sama fólk og hefur haft hæst í tengslum við Klaustursmálið.“ Skammir móðurinnar vógu þyngra Ólíkt öðrum á Klaustri hélt Bergþór Ólason sig alveg til hlés lengi eftir að málið kom upp. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Álit siðanefndar Alþing- is kom Bergþóri Ólasyni á óvart en hann telur að Klaustursmálinu sé nú lokið. Bergþór ræðir meðal annars núning innanflokks, tvískinn- ung andstæðinga og hafnar því að orku- pakkamálið hafi verið smjörklípa. Ég held að Klaust- ursmálið hafi haft meiri áhrif á okkur sem persónur heldur en eiginleg pólitísk áhrif. Kristinn Haukur Guðnason kristinnhaukur@frettabladid.is Birgir talaði með mjög ákveðnum hætti þarna fyrst á eftir. Hann setti fram skoðanir sem ég var ekki mjög ánægð- ur með að sumu leyti. En við Birgir höfum unnið mjög vel saman undanfarið. 2 . Á G Ú S T 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 2 -0 8 -2 0 1 9 0 5 :3 5 F B 0 3 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 8 7 -5 8 F 8 2 3 8 7 -5 7 B C 2 3 8 7 -5 6 8 0 2 3 8 7 -5 5 4 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 3 2 s _ 1 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.