Fréttablaðið - 28.06.2019, Side 3

Fréttablaðið - 28.06.2019, Side 3
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —1 4 8 . T Ö L U B L A Ð 1 9 . Á R G A N G U R F Ö S T U D A G U R 2 8 . J Ú N Í 2 0 1 9 Rooosalega langar pylsur Krónan mælir m eð! STJÓRNSÝSLA Umsækjendur um stöðu seðlabankastjóra telja veru- lega vankanta á málsmeðferð nefndarinnar sem hafði umsjón með hæfnismati á umsækjendum. Frétta- blaðið hefur staðfestar heimildir fyrir því að minnst sjö af þeim átta umsækjendum sem ekki voru metn- ir mjög vel hæfir hafi andmælt mat- inu. Á meðal rökstuðningsins sem þeir leggja fram er að nefndin hafi ekki gætt jafnræðis umsækjenda og ekki framkvæmt heildstæðan samanburð. Umsækjendur sem Fréttablaðið ræddi við furða sig á því að nefndin hafi ekki tekið til greina þær veiga- miklu breytingar sem fyrirhugaðar eru með sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins. Það sé veru- legur ágalli á hæfnismatinu enda ljóst að starfið muni krefjast meiri stjórnunarhæfileika en áður. Nefndin ákvað að bjóða umsækj- endunum tólf að mæta í viðtal. Eftir viðtölin var niðurstaða nefndar- innar sú að ræða aftur við fimm umsækjendur. Í seinni umferð voru umsækjendur spurðir nánar út í stjórnunarhæfileika en sá hæfnis- þáttur var lítið sem ekkert ræddur í fyrstu umferðinni. Í drögum að hæfnismatinu eru fjórir taldir mjög vel hæfir. Þeir sem ekki voru boðaðir í annað viðtal telja að nefndin hafi brotið jafnræðisregluna. Þeir hafi ekki fengið tækifæri til að varpa ljósi á stjórnunarhæfileika sína sem verða veigamikill þáttur í starfi seðla- bankastjóra þegar sameiningin við Fjármálaeftirlitið gengur í gegn. Nefndin hafi því ekki gert heild- stæðan samanburð á umsækjendum. Fréttablaðið sendi forsætisráðu- neytinu fyrirspurn um hvort ráðu- neytið teldi mat nefndarinnar full- nægjandi og hvort ráðherra hefði til skoðunar að ráðast í sjálfstæða rann- sókn á hæfni umsækjenda sem tæki tillit til fyrirhugaðrar sameiningar Seðlabankans og FME. Engin svör bárust frá ráðuneytinu. – hae, tfh / sjá síðu 8 Hæfisnefndin sætir harðri gagnrýni Minnst sjö umsækjendur andmæltu mati hæfis- nefndar um skipun seðlabankastjóra. Furða sig á að matið taki ekki til greina sameiningu Seðla- bankans og FME. Telja jafnræðisregluna brotna. Sirkus Íslands æfði sig af kappi í gærkvöldi fyrir sýningu sína sem hefst í dag. Í sirkus­ tjaldinu í Vatnsmýrinni er lofað litríkri fjölskyldusýningu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLIKjörfylgi 2017 5. desember ’18 1. mars 27. júní Fleiri sirkusmyndir er að finna á +Plússíðu Frétta- blaðsins. Fréttablaðið +Plús er í Fréttablaðs-app- inu og PDF-útgáfu á Fréttablaðið.is.+PLÚS STJÓRNMÁL Endaskipti hafa orðið á fylgi Framsóknarflokksins og Mið- flokksins samkvæmt nýrri könnun sem Zenter rannsóknir unnu fyrir Fréttablaðið nú í vikunni. Mið- f lokkurinn bætir rúmum þremur prósentum við sig milli kannana og er kominn í 9,8 prósent. Fram- sóknarf lokkurinn er hins vegar dottinn niður í 7,1 prósent. „Mér þykir skemmtilegra að fara upp en niður í könnunum þannig að svo ég sé alveg hreinskilinn finnst mér mjög gaman að heyra þessi tíð- indi,“ segir Sigmundur Davíð Gunn- laugsson, formaður Miðflokksins. Vinstri græn bæta einnig við sig fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn dalar. Píratar fá mest fylgi stjórnarand- stöðuflokka. – aá / sjá síðu 4 Miðflokkurinn skákar Framsókn ✿ Þróun fylgis Miðflokksins og Framsóknarflokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Mið- flokksins. 2 8 -0 6 -2 0 1 9 0 5 :0 1 F B 0 5 6 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 5 2 -9 5 3 4 2 3 5 2 -9 3 F 8 2 3 5 2 -9 2 B C 2 3 5 2 -9 1 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 5 6 s _ 2 7 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.