Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.06.2019, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 28.06.2019, Qupperneq 6
Fyrsti stóri slípirokkurinn knúinn af einni rafhlöðu sem skilar ai til þess að slípa, er léttari en snúrurokkur í sinni stærð. Sveigjanlegt rafhlöðuker sem virkar með öllum Milwaukee ® M18™ rafhlöðum. Verð 136.900 kr. (með rafhlöðu) M18 FLAG Alvöru slípirokkur frá Milwaukee vfs.is ANNAÐ 25,3 12,1 9,2 16,9 6,7 10,7 10,9 6,9 1,5 24,2 17,4 13 10,2 9,2 6,6 5,3 9,7 4,4 22,6 14,1 15,2 13,1 9,9 7,1 9,8 4,3 3,8 ✿ Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga nú? n kosningar 2017 n 1. mars n 27. júní STJÓRNMÁL Endaskipti hafa orðið á fylgi Framsóknarflokksins og Mið- flokksins samkvæmt nýrri könnun sem Zenter rannsóknir unnu fyrir Fréttablaðið nú í vikunni. Mið- flokkurinn bætir rúmum þremur prósentum við sig milli kannana og er nú með 9,8 prósenta fylgi. Fram- sóknarflokkurinn tapar hins vegar rúmum tveimur prósentum og er dottinn niður í 7,1 prósent. Vinstri græn eru eini stjórnar- flokkurinn sem bætir við sig fylgi milli kannana. Flokkurinn mælist nú með 13,1 prósent en var með 10,2 prósent í síðustu könnun. Sjálfstæð- isflokkurinn tapar hins vegar fylgi og fer úr 24,2 prósentum niður í 22,6. Fylgi við ríkisstjórnina hreyfist hins vegar lítið milli kannana en þó segjast nú mun fleiri ekki vita hvort þeir styðja stjórnina. Fylgið er líka á hreyfingu meðal f lokka í stjórnarandstöðu. Auk breytinga á fylgi Miðflokksins er mest hreyfing á fylgi Pírata og Sam- fylkingarinnar. Píratar bæta við sig rúmum tveimur prósentum frá síðustu könnun og fara úr 13 pró- sentum upp í 15,2 prósent og er stærsti f lokkurinn í stjórnarand- stöðu og með næstmest fylgi flokka á eftir Sjálfstæðisflokknum. Sam- fylkingin, sem var með 17,4 prósent í síðustu könnun, tapar hins vegar þremur prósentum og fer niður í 14,1 prósent. Fylgi Viðreisnar er hins vegar stöðugt milli kannana, Var 9,9 pró- sent í síðustu könnun og er nú 9,7 prósent. Flokkur fólksins tapar einu prósenti milli kannana og fer úr 5,3 prósentum í 4,3 prósent. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist ekki eltast við skoðanakannanir, þegar blaðið leitaði viðbragða hans við könnuninni. Kannanir geti ruglað menn og segi ekki mikið um niður- stöður kosninga. „Það sem skiptir máli eru kosn- ingar. Ég hef trú á því að ef f lokkar sýna staðfestu og að þeim sé alvara með að standa við stefnumálin verði það metið í kosningum,“ segir Sigmundur en bætir við: „Samt verð ég að viðurkenna að mér þykir skemmtilegra að fara upp en niður í könnunum þann- ig að svo ég sé alveg hreinskilinn finnst mér mjög gaman að heyra þessi tíðindi.“ Könnunin var gerð dagana 25.- 27. júní 2019. Hún var send á 2.000 manna könnunarhóp Zenter rann- sókna, 18 ára og eldri. Svarhlut- fallið var 51 prósent og voru svörin vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu. adalheidur@frettabladid.is Miðflokkurinn kominn á mikið flug Miðflokkurinn nálgast kjörfylgi sitt samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins. Fylgi Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins dalar hins vegar. Vinstri græn bæta við sig fylgi ein stjórnarflokka. Píratar eru stærstir í stjórnarandstöðu samkvæmt könnuninni.   Miðflokkurinn að ná sér eftir fylgishrun í kjölfar Klausturshneykslisins Frá því síðasta könnun Zenter var gerð um mánaða- mótin febrúar/mars hafa hugðarefni Miðflokksins verið mjög í brennidepli. Þar í fararbroddi er þriðji orkupakkinn en fyrri umræða um málið fór fram í þinginu snemma í apríl og var það svo í meðförum utanríkismálanefndar fram í maí þegar síðari umræða hófst í þingsal með málþófi Miðflokksins. Frumvarpi sem heimila á innflutning á ófrosnu kjöti hefur einnig verið mjög mótmælt af Miðflokknum á þeim tíma sem leið milli kannana. Bæði þessi mál eru umdeild innan grasrótar Framsóknarflokksins og verður að ætla að drjúgur hluti grasrótarflokksins sé að refsa forystunni nú og færa sig yfir til Miðflokksins. Miðflokkurinn var stofnaður 15. október 2017 og sópaði til sín miklu fylgi strax í fyrstu kosningum sem fóru fram tveimur vikum síðar og fékk tæp 11 prósent. Fylgi flokksins hrundi í kjölfar Klausturs- hneykslisins síðastliðið haust og fór niður í rúm fjögur prósent. Á vormánuðum var flokkurinn byrjaður að ná vopnum sínum og mældist með 6,6 prósenta fylgi í mars og er nú aðeins einu prósenti frá því að ná kjörfylgi sínu. Fylgi við stjórnina Fylgi við ríkisstjórnina hreyfist lítið milli kannana en þó segjast nú mun fleiri ekki vita hvort þeir styðji stjórnina. Vinstri græn bæta ein stjórnarflokka við sig fylgi, um tæp 3 prósent. Sjálfstæðisflokkur- inn og Framsóknarflokkurinn tapa hins vegar fylgi; samtals 4,5 prósentum. „Mér finnst mikilvæg vísbend- ing fyrir ríkisstjórnina að fylgi hennar sé að haldast tiltölulega stöðugt. Það er jákvæð breyting frá því sem verið hefur um fylgi ríkisstjórna á síðasta áratug,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráð- herra og formaður Vinstri grænna. ✿ Þróun fylgis Miðflokks og Framsóknarflokks n Framsóknarflokkurinn n Miðflokkurinn 12 10 8 6 4 Kjörfylgi 2017 5. desember ´18 1. mars 27. júní 10,9 10,7 4,3 8,5 6,6 9,2 9,8 7,1 LÝÐHEILSA Félag atvinnurekenda (FA) hefur farið fram á það á grund- velli upplýsingalaga að heilbrigðis- ráðuneytið afhendi félaginu öll þau gögn og útreikninga sem liggja að baki ítrekuðum fullyrðingum Svan- dísar Svavarsdóttur heilbrigðisráð- herra um gosdrykkjaneyslu Íslend- inga. Þetta kemur fram í bréfi sem sent var ráðuneytinu í gær og Frétta- blaðið hefur undir höndum. Tilefnið eru áform um álgagningu sykurskatts vegna aðgerðaáætl- unar Landlæknisembættisins í því skyni að draga úr neyslu sykurs. Ólafur Stephensen, framkvæmda- stjóri FA, segir í bréfinu að megin- tillagan gangi út á að leggja skatt á gosdrykki, jafnt sykraða sem ósykraða, og sælgæti. Félagið hefur lagst hart gegn þessum áformum en í umræddu bréfi eru það skrif ráðherra í Morgunblaðinu þar sem hún fullyrðir að 34 prósent af við- bættum sykri í fæði landsmanna komi úr sykruðum gos- og svala- drykkjum. Ólafur vísar í fyrri erindi félags- ins vegna hugmynda um gosskatt þar sem hæpnar fullyrðingar um meiri neyslu Íslendinga á sykruðum gosdrykkjum en nágrannaþjóða eru dregnar í efa. Embættið virðist byggja á gögnum Hagstofunnar um gosdrykkjaneyslu sem ekki sé sund- urliðuð í sykraða og ósæta drykki og álykta út frá þeim um neyslu á sykruðu gosi. Gögnin séu þar að auki allavega átta ára gömul í dag. „Félag atvinnurekenda ítrekar mikilvægi þess að afdrifaríkar ákvarðanir um íþyngjandi skatt- lagningu séu ekki teknar nema á grundvelli haldbærra, nýlegra gagna,“ segir Ólafur í bréfinu. – smj Krefja ráðuneytið um gögn og útreikninga að baki „hæpnum fullyrðingum“ heilbrigðisráðherra Félag atvinnurek- enda ítrekar mikil- vægi þess að afdrifaríkar ákvarðanir um íþyngjandi skattlagning séu ekki teknar nema á grundvelli hald- bærra, nýlegra gagna Ólafur Stephensen framkvæmda- stjóri FA. Mikilvæg vísbend- ing fyrir ríkisstjórn- ina að fylgi hennar haldist tiltölulega stöðugt. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Já Nei Veit ekki Vil ekki svara 36,3 43,2 16,3 4,2 ✿ Styður þú ríkisstjórnina? 34,6 39,7 23,1 2,6 n 1. mars n 27. júní 2 8 . J Ú N Í 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 8 -0 6 -2 0 1 9 0 5 :0 1 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 5 2 -A D E 4 2 3 5 2 -A C A 8 2 3 5 2 -A B 6 C 2 3 5 2 -A A 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 5 6 s _ 2 7 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.