Fréttablaðið - 28.06.2019, Síða 13

Fréttablaðið - 28.06.2019, Síða 13
MJÓLKURBIKAR KVENNA 8 LIÐA ÚRSLIT LAUGARDAG 13:55 Tryggðu þér áskrift FÖSTUDAG 18:00 MEISTARAVELLIR FÖSTUDAG 19:15 NORÐURÁLSVÖLLURINN LAUGARDAG 14:00 JÁVERK-VÖLLURINNÁ stjórnarfundi í Lífeyrissjóði verzlunarmanna (LV) 24. maí var ákveðið að lækka fasta vexti á verðtryggðum sjóðfélagalán- um um 0,2% og hækka breytilega verðtryggða vexti um 0,2%. Vaxta- lækkunin fékk enga athygli en öðru máli gegndi um vaxtahækkunina. Formaður VR hefur í framhaldi farið mikinn í f jölmiðlum, lýst ákvörðuninni sem rakalausri geð- þóttaákvörðun, gagnrýnt væntan- lega hækkun breytilegra vaxta og ásakað fulltrúa VR í stjórninni um trúnaðarbrest. Í framhaldi sam- þykktu stjórn og fulltrúaráð VR til- lögu hans um að setja fulltrúa VR í stjórn LV af. Ástæða þess að brey tileg u vextirnir hækka lítillega í ágúst er að breytt var um vaxtaviðmið. Sú ákvörðun átti sér fagleg rök og langan aðdraganda sem formaður VR horfir þó framhjá. Þrátt fyrir komandi hækkun verða vextir sjóðsins áfram meðal allra lægstu vaxta sem bjóðast á sambærilegum lánum. Vandséð er hvaða hagsmunum það þjónar að ráðast gegn full- trúum félagsins í stjórn LV, öðrum stjórnarmönnum og starfsmönnum sjóðsins. Þetta fólk hefur lagt sig fram um að vinna faglega og ef la hag sjóðfélaga. Umboðsskylda stjórnarmanna LV er við sjóðfélaga lífeyrissjóðsins. Svo virðist sem for- manni VR mislíki að þeir fulltrúar sem VR skipaði í stjórnina hafi ekki borið einstakar ákvarðanir á sviði stjórnar LV sérstaklega undir hann. Slíkt væri þó ekki í takt við góða stjórnarhætti, lög um lífeyrissjóði eða starfsreglur sjóðsins. Í viðtali í Bítinu á Bylgjunni 21.  júní jánkaði Ragnar Þór því að ástæðan fyrir að setja inn nýja stjórnarmenn væri „að sjálfsögðu“ til að draga til baka vaxtaákvörðun- ina. Gera má ráð fyrir að Fjármála- eftirlitið taki þær yfirlýsingar til skoðunar enda gefa þær tilefni til að áhyggjur þurfi að hafa af sjálfstæði stjórnarmanna skipaðra af VR eigi þeir sífellt á hættu að vera skipt út taki þeir einhverja ákvörðun sem ekki hugnast formanni VR. Hlutverk lífeyrissjóða er að ávaxta þá fjármuni sjóðfélaga sem lífeyrissjóðir taka við til að standa undir lífeyrisgreiðslum til framtíð- ar. Gangi vel njóta sjóðfélagar þess í auknum lífeyrisréttindum, gangi hins vegar illa að ávaxta fjármunina til lengri tíma kæmi óhjákvæmi- lega til réttindaskerðinga. Komið hefur fram að um 3.700 sjóðfélagar hafa verðtryggð lán á breytilegum vöxtum hjá LV en við sjóðfélagar erum í heildina um 170.000. Eigi að breyta hlutverki lífeyris- sjóða s.s. til að lána til einstakra sjóðfélaga eða til byggingafélaga á kjörum undir almennum markaðs- kjörum, eins og formaður VR hefur talað fyrir, þyrfti áður að breyta lögum um lífeyrissjóði og jafnframt fara fram umfangsmikil umræða um hvort sjóðfélagar styðji slíkar stefnubreytingar. Slíkt kynni að að færa sjóðfélögum ákveðin gæði framan af ævi sem og þeim sem væru að koma sér þaki yfir höfuðið en myndi síðan birtast í lakari líf- eyrisrétti í framtíðinni. Þessu til rökstuðnings má vísa til útreikninga sem Bjarni Þórðar- son tryggingastærðfræðingur tók saman veturinn 2011-2012, að beiðni fjármálaráðuneytisins, sem sýna hvaða réttindaskerðingu sjóð- félagar í almennum lífeyrissjóðum mættu búast við ef vaxtaviðmið lífeyrissjóða væri lækkað. Þar kom fram að að ef vaxtaviðmið lækkar úr 3,5% í 2,5% myndi nauðsynleg skerðing áunninna lífeyrisréttinda þrítugs sjóðfélaga verða 36%, fer- tugs 29,5%, fimmtugs 22,5% og sex- tugs 14,5%. Það er ljóst að margir sjóðfélagar myndu ekki fella sig við slíkar stefnubreytingar. Það er margsannað að ekki er hægt að borða kökuna og geyma hana á sama tíma. Mikilvægt er að umræða sé á mál- efnalegum grundvelli og popúlismi eða gífuryrði nái ekki yfirhöndinni. Lífeyrissjóðakerfið er ein megin- stoða þjóðfélagsins og hagur okkar allra að um það ríki sátt. Við sem veljumst þar til trúnaðarstarfa þurf- um að vanda til verka og tryggja að ákvarðanir séu teknar í takt við lög og góða stjórnarhætti, með hags- muni sjóðfélaga og heildarinnar að leiðarljósi. Ítarleg útgáfa af greininni er á vef LV, www.live.is Er hægt að borða kökuna og geyma hana líka? Árni Stefánsson sjóðfélagi og stjórnarmaður í Lífeyrissjóði verslunar- manna Þegar keyptar voru rúllugard-ínur inn á heimili nokkurt fyrir nokkrum árum lagði sölu- fólkið mikla áherslu á að bandið sem dregur þær upp og niður væri gjarnt á að slitna. Þess vegna þyrfti alltaf að taka rétt í bandið þegar dregið væri til eða frá, grípa í það fyrir ofan sam- skeyti og toga varlega. Vitaskuld var algjörlega bannað að kippa í bandið, hanga í því eða þjösnast á því. Þetta var tekið mjög alvarlega enda hætt við að það yrði freistandi að hamast á spottanum á heimili þar sem var að finna tvö ung börn. Boðskapurinn um böndin var því prédikaður yfir öllu heimilisfólkinu og auðvitað sér- staklega yngra barninu. Freistandi bönd Börnin virtust bæði meðtaka þenn- an boðskap og kinkuðu ákaft kolli. Sú yngri endurómaði lærdóminn, benti á böndin og lýsti yfir að það væri sko alveg stranglega bannað að fikta í þeim og þau væru alls ekki til þess að leika sér með. Þegar önnur börn komu í heimsókn tók yngsta barnið óumbeðið upp þann sið að teyma þau að gluggunum og lesa yfir þeim pistilinn um að það mætti alls ekki leika sér í böndunum og bara fullorðnir mættu nota þau. Það var samt einhver undarleg þrá og tómleiki í augum barnsins þegar hún horfði á þennan spotta sem var svo forboðinn og freistandi. Stundum gerði hún tilraun til þess að strjúka bandinu varlega og klípa kannski ofurlaust í það til þess að sjá hvað gerðist og í ófá skipti þurfti að ræða þessi bönd við foreldrana; fara yfir mikilvægi þeirra og nauð- syn þess að tryggja að engir utan- aðkomandi óvitar tækju upp á því að hanga í böndunum ef þeir kæmu í heimsókn. Og þau fengu að vera í friði í allmarga daga. Einhver annar Svo vildi þannig til einn morgun að þessi ábyrga stúlka var óvenjulega fáskiptin, jafnvel skömmustuleg. Hún var djúpt sokkin í eigin hugs- anir en tók skyndilega gleði sína á ný. Yfir andlitið færðist gleðisvipur, eins og hjá manneskju sem skyndi- lega kemur til hugar lausn á flóknu viðfangsefni. Hún vindur sér til foreldra sinna, dregur þau að glugganum, bendir á sundurslitið bandið í gardínunum og lýsir því yfir með mikilli hneyksl- an að það sé búið að skemma það. Hún lætur eins og þessi skyndilega uppgötvun hafi komið henni í opna skjöldu, fussar og sveiar og tekur þátt í að handfjatla og skoða verksum- merkin. Foreldrarnir höfðu grunsemdir en tóku þátt í leiknum. Þau spurðu hvort annað hvort þau hefðu verið að fikta í gardínunum. Nei. Hvorki móðir né faðir könnuðust við það. Því næstu spurðu þau stúlkuna hvort hún hefði nokkuð slysast til að slíta bandið. „Ég? Nei, alls ekki,“ svaraði hún, nánast hneyksluð yfir hugmyndinni. En hafði hún þá ein- hverja hugmynd um hvað hefði gerst? Hún hugsar sig um í stutta stund og svarar svo með botnlausu sjálfsöryggi: „Einhver annar er greinilega búinn að vera að fikta í gardínunum og slíta bandið.“ Foreldrarnir voru skeptískir og reyndu að teyma dótturina til þess að játa glæpinn og spurðu því hvort hún hefði einhverja kenningu um það hvenær „einhver annar“ hefði togað í gardínuspottann og slitið hann. Hún hugsar sig aftur um í nokkrar sekúndur og svarar svo af sama sjálfstraustinu: „Það hefur greinilega gerst í nótt … þegar ég var sofandi.“ Áhugaverð undanbrögð Það getur verið kvíðvænlegt að vita að maður hafi gerst sekur um eitt- hvað sem ekki hefur enn komist upp. Litla stúlkan sá í hendi sér að það væri ómögulegt að eyða öllum deginum í að bíða eftir að foreldrarnir tækju eftir skaðanum sem orðinn var á gluggatjöldunum, með tilheyrandi yfirheyrslum. Það væri auðvitað miklu sniðugra að taka frumkvæðið í málinu, benda á orðinn hlut og spinna upp sína eigin sögu sem myndi varpa út í hafsauga öllum mögulegum grunsemdum um að hún hefði sjálf framið ódæðið. Hið augljósa hefði verið að reyna að klína grunsemdum á eldra systk- inið. En slíkar tilraunir höfðu ekki gefist vel fram að þessu og því kom „einhver annar“ að góðum notum. Það mátti svo bæta því við að sá hinn sami hafði einmitt framið brot sitt á þeim tíma þegar stúlkan sjálf var steinsofandi um hánótt. Það er ekki nýr sannleikur að það sé sérlega alvarlegt að ljúga upp á annað fólk. Hann kemur fram í boð- orðinu um að ekki megi bera ljúg- vitni gegn náunganum og í fyrstu skráðu lögum sem þekkt eru í heim- inum—lögbók Hammúrabís frá 18. öld f.Kr.—er allra fyrsta reglan sú að sá sem ranglega sakar annan mann um morð skuli sjálfur tekinn af lífi. Reglan úr lögbók Hammúrabís er líklega fyrsta dæmið um þá algengu lagareglu að refsa beri þeim sem ber ósannaðar sakir upp á saklausan mann með sömu refsingu og glæpur- inn sjálfur myndi útheimta. Réttlætiskennd og réttarríki Þótt litla stúlkan með gardínu- snærið hafi ekki haft þekkingu á lögbók Hammúrabís þá hafði hún greinilega öðlast ákveðinn skilning á því grundvallaratriði að ekki er Uns sekt er sönnuð forsvaranlegt að hafa í flimtingum ósannaðar ásakanir um afbrot, mis- gjörðir eða glæpi. Í siðuðum samfélögum sögunnar, þar sem réttarríkið er haft í háveg- um, er alls staðar að finna lög, reglur, siði og venjur sem vernda fólk gegn því að vera ásakað um glæpi. Þetta er vitaskuld óþægilegt þegar fólk telur sig hafa réttlætið sín megin en skortir sönnunargögn. En stundum verða árekstrar milli réttlætis- kenndar einstaklinga og reglna rétt- arríkisins; og þá hefur bitur og alda- gömul reynsla mannkynsins kennt að réttlát og óþolinmóð reiði verði að láta í minni pokann fyrir hægagangi og formfestu réttarríkisins. Að vera álitinn saklaus uns sekt er sönnuð er nefnilega með allra mikilvæg- ustu mannréttindum sem fundið hefur verið upp á. Þess vegna þarf sómakært fólk að gæta tungu sinnar jafnvel þegar háttalag og hegðun annarra misbýður því gjörsamlega og réttilega. Í DAG Þórlindur Kjartansson S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 11F Ö S T U D A G U R 2 8 . J Ú N Í 2 0 1 9 2 8 -0 6 -2 0 1 9 0 5 :0 1 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 5 2 -9 A 2 4 2 3 5 2 -9 8 E 8 2 3 5 2 -9 7 A C 2 3 5 2 -9 6 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 5 6 s _ 2 7 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.