Fréttablaðið - 28.06.2019, Qupperneq 16
2 8 . J Ú N Í 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R14 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT
HANDBOLTI Í dag þegar dregið
verður í Vín, höfuðborg Austurríkis,
kemur í ljós í hvaða riðli Strákarnir
okkar, íslenska karlalandsliðið í
handbolta, verða á Evrópumótinu
2020. Mótið hefst þann 9. janúar
næstkomandi og fer fram í Austur-
ríki, Noregi og Svíþjóð. Er þetta
ellefta lokakeppni Evrópumótsins
í röð þar sem Ísland er meðal þátt-
takenda.
Þetta verður annað stórmót
íslenska liðsins eftir að Guðmundur
Þórður Guðmundsson tók við því á
nýjan leik fyrir ári eftir að Ísland
lenti í ellefta sæti á Heimsmeistara-
mótinu í Þýskalandi í janúar síðast-
liðnum.
Ísland er í þriðja styrkleikaflokki
ásamt Austurríki, Svartf jalla-
landi, Portúgal, Sviss og Lettlandi.
Strákarnir okkar fá að vita um verðandi andstæðinga á EM í dag
Aron er að fara á sitt sjötta Evrópumót í janúar. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
24
lið taka þátt í Evrópumótinu
2020. Er þetta í fyrsta sinn
sem 24 lið taka þátt í stað
sextán eins og áður þekktist.
Ísland er einum styrkleikaf lokki
fyrir neðan Norður-Makedóníu
sem vann undanriðil Íslands og
er í öðrum styrkleikaflokki þegar
FÓTBOLTI Króatíski miðjumaður-
inn Mateo Kovacic verður áfram í
herbúðum Chelsea eftir að félagið
komst að samkomulagi við Real
Madrid um kaupverðið. Kovacic var
á síðustu leiktíð í láni hjá Chelsea og
kom við sögu í fimmtíu leikjum.
Chelsea er í eins árs félagsskipta-
banni og fær því ekki að skrá nýja
leikmenn en fann leið
fram hjá því þar sem
Kovacic var í láni
hjá félaginu á ný-
afstaðinni leik-
tíð og var því
á skrá hjá
Chelsea.
E n s k a
f é l a g i ð
g r e i ð i r
R e a l
M a d r i d
fjörutíu millj-
ó n i r pu n d a
fyrir Kovacic
þrátt fyrir að
ekki sé búið að
ráða arftaka
Maurizio Sarri
hjá félaginu.
– kpt
Kovacic áfram
hjá Chelsea
dregið verður á eftir. Tvö lið komast
áfram í milliriðlana og alls fjögur
lið fara áfram úr milliriðlunum í
úrslitahelgina sem fer fram í Stokk-
hólmi undir lok janúar.
Ljóst er að Ísland fer ekki í B-riðil
þar sem heimamenn í Austurríki
verða og eru því miklar líkur á því
að Ísland leiki í Noregi eða Svíþjóð
nema liðið fari með Króatíu í A-riðil
sem fer fram í Graz.
Þá er þetta síðasta tækifæri
Íslands til að öðlast þátttökurétt
á Sumarólympíuleikunum 2020.
Komi Ísland heim með gullið frá
EM tryggja strákarnir sér sæti á
Ólympíuleikunum en önnur leið
er að Ísland tryggi sér þátttökurétt
í umspilsleikjum í mars næstkom-
andi með því að enda meðal efstu
þjóða á Evrópumótinu. – kpt
FÓTBOLTI Belgíska félagið Lommel
staðfesti í gær að Stefán Gíslason
myndi taka við liðinu af Tom Van
Imschoot sem hætti störfum á dög-
unum til að taka við liði Genk þar
í landi. Hjá Lommel, sem leikur í
belgísku B-deildinni, mun Stefán
vinna með Jonathan Hendrickx
sem gekk á dögunum til liðs við
belgíska félagið frá Breiðabliki.
Stefán óskaði eftir því að fá að
hætta störfum hjá Leikni á dög-
unum, sjö mánuðum eftir að hann
tók við liðinu. Hann hefur einnig
þjálfað Hauka á Íslandi en fær nú
að spreyta sig sem þjálfari erlendis.
Hinn 39 ára gamli Stefán lék um
tíma í Belgíu á atvinnumannsferli
sínum með liði Leuven ásamt því
að leika með Strömsgodset, Grazer,
Lyn, Bröndby, Viking og Lilleström
í atvinnumennsku. – kpt
Stefán tekur við
Lommel í Belgíu
HNEFALEIKAR Kolbeinn Kristinsson
snýr aftur inn í hnefaleikahring-
inn um helgina þegar hann mætir
heimamanninum Gyorgy Kutasi í
Búdapest í Ungverjalandi. Bardag-
inn var staðfestur fyrr í vikunni og
fær Kolbeinn því afar stuttan undir-
búningstíma en kærkomin bardaga
eftir langa fjarveru.
Þetta verður fyrsti bardagi Kol-
beins í þrettán mánuði og aðeins
annar bardagi hans í rúm tvö ár.
Til þessa á atvinnumannsferlinum
hefur Kolbeinn unnið alla tíu bar-
daga sína. Eftir bardaga gegn Genn-
adi Mentsikainen síðasta vor tók
Kolbeinn sér hlé frá keppni til að
skipta um þjálfara. Þegar það var
komið á hreint á síðasta ári gekk illa
að finna bardaga því Kolbeinn kom
oft að lokuðum dyrum.
Kolbeinn var nýkominn til Ung-
verjalands þegar Fréttablaðið náði í
hann eftir að hann hafði æft í Finn-
landi undanfarnar vikur.
„Þetta er búið að vera þrauta-
ganga, við erum búin að leita að bar-
daga lengi og það er léttir að þetta
sé komið á hreint og á sama tíma
spenna,“ sagði Kolbeinn spurður út
í biðina.
„Við höfum verið í viðræðum við
þá sem skipuleggja bardagakvöldin
og það var oftast ekki pláss á kvöld-
inu. Það þarf að hafa tengsl til að
komast inn á þessi kvöld og það
vantaði oft aðeins upp á tengslin til
að komast að. Ég er búinn að horfa
á hverja einustu helgi í langan tíma
með það að markmiði að berjast þá.
Síðan kemur þetta upp um síðustu
helgi og þetta var bara staðfest í
þessari viku. Þegar við förum inn
í hringinn eru fjórir dagar liðnir
síðan bardaginn var staðfestur,“
sagði Kolbeinn léttur um aðdrag-
anda bardagans.
Kolbeinn hefur því ekki haft mik-
inn tíma til að skoða andstæðing
sinn, Gyorgy Kutasi.
„Ég veit í raun ekki mikið um
hann sem bardagamann. Ég veit að
hann er 1,83 á hæð og rétthentur en
það var ekki til mikið af gögnum um
hann. Það ætti samt ekki að skipta
mig of miklu máli hversu mikið ég
veit um hann sem bardagakappa.
Það skiptir mig bara öllu máli að
koma hjólunum aftur af stað og fara
að berjast á ný.“
Gyorgy hefur unnið fjóra bardaga
af fjórtán á níu ára atvinnumanns-
ferli en hefur verið að sækja í sig
veðrið. Í síðustu þremur bardögum
hefur Gyorgy tekist að vinna tvo
með rothöggi.
Kolbeinn hóf að vinna með
nýjum þjálfara, Javan ‘Sugar’ Hill
Steward, fyrir áramót og var í
æfingabúðum í Bandaríkjunum
eftir áramót.
„Það hefur gengið vel, ég æfði
undir hans handleiðslu og til stóð
að ég myndi berjast í júní í Banda-
ríkjunum en það féll niður. Ég var
búinn að sækja um vegabréfs-
áritun og allt þegar það féll niður.
Þá fór ég heim og var að æfa en var
alltaf að æfa eins og næsti bardagi
væri handan hornsins. Allt þetta
ár er búið að snúast um að komast
aftur inn í hringinn og það er léttir
að það sé loksins komið á hreint. Ég
er í raun búinn að vera tilbúinn að
berjast síðan í janúar.“
Aðspurður sagðist Kolbeinn hafa
verið tilbúinn að stíga inn í hring-
inn frá áramótunum.
„Ég er búinn að vera að æfa í níu
vikur fyrir þetta kvöld og ég er
kominn á þann stað sem ég vil vera
á. Núna er það bara að viðhalda
þessu fyrir bardagann,“ sagði Kol-
beinn og hélt áfram:
„Ég fór upprunalega til Finnlands
til að æfa í nokkra daga og boxa smá
áður en ég færi heim til að fá til-
finninguna á ný en þeir báðu mig
um að vera lengur svo ég er búinn
að vera þar í þrjár vikur að æfa með
Robert Helenius,“ sagði Kolbeinn
sem kemur beint úr æfingabúðum
í Finnlandi í bardagann.
„Við komum til Ungverjalands í
gær, dagurinn í dag verður nýttur í
smá endurhæfingu og svo er vigtun
og öll formsatriðin á laugardaginn
fyrir bardaga.“
Keppnin fer fram utanhúss í höf-
uðborg Ungverjalands og má búast
við að það verði um 20-25 gráðu hiti
í Búdapest þegar bardaginn hefst
annað kvöld.
„Bardaginn fer fram úti um
kvöldið, það verður áhugavert.
Vonandi verður ekki of heitt þarna,“
sagði Kolbeinn og tók undir að tutt-
ugu stiga hiti myndi henta honum
vel. kristinnpall@frettabladid.is
Búinn að bíða lengi eftir þessu
Staðfest var í gær að hnefaleikakappinn Kolbeinn Kristinsson mætir Ungverjanum Gyorgy Kutasi í
hringnum um helgina. Eftir stuttan undirbúningstíma var Kolbeinn spenntur að komast í hringinn á ný.
Hinn 31 árs gamli Kolbeinn barðist fyrst sem atvinnumaður í hnefaleikum fyrir 5 árum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Þegar við förum inn
í hringinn eru fjórir
dagar liðnir síðan bardaginn
var staðfestur.
Kolbeinn Kristinsson
10
Kolbeinn hefur unnið alla
tíu bardagana á atvinnu-
mannsferlinum til þessa.
2
8
-0
6
-2
0
1
9
0
5
:0
1
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
5
2
-9
0
4
4
2
3
5
2
-8
F
0
8
2
3
5
2
-8
D
C
C
2
3
5
2
-8
C
9
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
5
6
s
_
2
7
_
6
_
2
0
1
9
C
M
Y
K