Fréttablaðið - 28.06.2019, Side 28
Stórt fyrirtæki
eins og Arion
banki á að vera til fyrir-
myndar þegar kemur að
umhverfisvænum
rekstri. Það skilar sér
með margvíslegum hætti
til alls samfélagsins.
Þetta var hugmynd sem kom frá starfsmönnum skipulags-deildar,“ segir Sigurbjörg.
„Við fengum tölvupóst frá starfs-
manni sem spurði okkur hvað við
hefðum keyrt mikið á síðasta ári,
tegund bíls og hvað við fórum í
margar flugferðir og hversu langar.
Hann sagðist vera með smá verk-
efni í huga.“
Ráðsmeðlimir vissu ekkert hvað
var í gangi en svöruðu þessum
spurningum samviskusamlega.
„Næst þegar við mættum á fund
var hann búinn að lista upp hvað
þetta var mikill útblástur og hvað
hver þyrfti að planta mörgum
trjám til að kolefnisjafna hann.“
Hópurinn fór síðan saman á
svæði innan Kópavogs og plantaði
trjánum. „Þetta voru á bilinu
13-80 tré sem hver og einn þurfti
að planta. En margir plöntuðu
mun fleiri trjám en þurfti. Ég átti
að planta 13 trjám en plantaði
örugglega í kringum 60. Þetta var
mjög gaman og vakti athygli,“ segir
Sigurbjörg.
Á svipuðum tíma lagði minni-
hlutinn í Kópavogsbæ fram þá
tillögu að bærinn skilgreindi svæði
þar sem almenningur ætti kost á
að koma og gróðursetja tré til að
vinna gegn eigin kolefnisspori.
Lagt var til að nota svæði milli
Lækjarbotna og Bláfjallaafleggjara
sem er ógróið svæði sem gefur frá
sér koltvísýring.
„Þessi tillaga ætti að vera tiltölu-
lega auðveld í framkvæmd. Hún
er núna til umsagnar í kerfinu
svo það er enn óvíst hvort eða
hvenær hún verður að veruleika,“
segir Sigurbjörg. „En það eru góð
rök fyrir að gera þetta. Bæði yrði
þetta ódýr framkvæmd og ávinn-
ingurinn yrði mikill. Það er stórt
landsvæði sem tilheyrir Kópavogi.
Við eigum mikið landsvæði sem
eru bara móar.“
Sigurbjörg útskýrir að til séu
skilgreiningar á mismunandi land-
svæðum. Ein tegund landsvæðis
kallast rýrt mólendi og slíkt svæði
þekur um 25% af öllu landinu.
Jarðvegur á slíku landsvæði losar
mjög mikið af gróðurhúsaloftteg-
undum vegna niðurbrots lífrænna
efna í jarðveginum.
„Þannig að ef þetta verður að
veruleika þá er þetta tvöfaldur
ávinningur. Við værum að græða
upp landið og á sama tíma að
binda koltvísýring í andrúmsloft-
inu,“ útskýrir Sigurbjörg.
Sigurbjörg leggur þó áherslu á
að ekki megi nota kolefnisjöfnun
eins og syndaaflausn. „Það gengur
ekki upp að fljúga bara eins og þú
vilt og borga einhverjum fyrir að
planta trjám fyrir þig í staðinn. Við
megum ekki nota kolefnisjöfnun
til að firra okkur ábyrgð. Áherslan
á alltaf að vera að draga úr eyðslu.
En svo stendur alltaf eitthvað eftir
og þá er frábært að kolefnisjafna
fyrir það,“ segir hún. „Við gætum
aldrei plantað trjám til að kolefnis-
Kolefnisjöfnun er ekki syndaaflausn
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi og fulltrúi í skipulagsráði, plantaði
nýlega trjám til að kolefnisjafna samgöngur sínar síðasta ár ásamt samstarfsfólki sínu á sviðinu.
Sigurbjörg segir mikilvægt að græða upp rýrt mólendi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Hópurinn
gróðursetti tré
til að jafna kol-
efnisspor sitt.
jafna fyrir alla eyðslu okkar. Á
hverju ári losa jarðarbúar um 36
milljarða tonna af koltvísýringi,
við þyrftum 1,8 trilljón tré til að
jafna það út. Fyrir það þyrftum
við 180 milljónir km2 af landi en
á jörðinni eru bara 149 km2. Við
megum þess vegna ekki líta á kol-
efnisjöfnun sem einu lausnina.“
Sigurbjörg bendir á að þrátt fyrir
að kolefnisjöfnun sé engin töfra-
lausn geri hún þó gagn. „Sér í lagi
ef við erum í leiðinni að binda land
sem er að losa koltvísýring. Ég las
nýlega að Ísland væri vistfræðilega
eitt verst farna land Evrópu því
við höfum verið með svo ósjálf-
bæra landnýtingu. Við erum með
mikið af illa grónum svæðum sem
losa mikinn koltvísýring. Að því
leytinu er mjög mikilvægt að fara í
landgræðslu.“
Við erum sífellt að ná betur utan um losun sem á sér stað í starfsemi bankans en frá
því bankinn undirritaði lofts-
lagsyfirlýsingu Festu og Reykja-
víkurborgar árið 2015 höfum við
unnið að því að ná vel utan um
allan reksturinn okkar með það
að markmiði að draga úr losun
og menga minna“, segir Hlédís
Sigurðardóttir, verkefnastjóri sam-
félagsábyrgðar hjá Arion banka.
„Sem dæmi um verkefni í
tengslum við umhverfisvænan
rekstur höfum við hjá Arion
banka rafvætt hluta bílaflotans
okkar. Við höfum líka, frá árinu
2012, veitt starfsfólki okkar sem
notar vistvænan ferðamáta til og
frá vinnu samgöngustyrki með
góðum árangri,“ upplýsir Hlédís en
í fyrra nýttu 25 prósent starfsfólks
Arion banka sér samgöngustyrk
allt árið eða hluta úr árinu.
„Við leggjum einnig áherslu á
aukið hlutfall f lokkaðs úrgangs
sem nú er komið í 67 prósent og
þar ætlum við að sjálfsögðu að
gera enn betur. Við erum að vinna
í að minnka notkun á einnota
plasti, notum lífniðurbrjótanlega
bolla og ílát þar sem því verður
ekki viðkomið að nota fjölnota,
bjóðum upp á hreina kranavatnið
okkar á fundum í höfuðstöðvum,
í stað þess að kaupa vatn í plasti,
og svo mætti áfram telja. Við erum
því að gera fullt af litlum hlutum
sem saman skila miklu. Við erum
reglulega með fræðslu fyrir starfs-
fólk um umhverfismál ásamt því
að hvetja starfsfólk til umhverfis-
vænni lífshátta, bæði í starfi og
heima fyrir,“ segir Hlédís.
Tímarnir eru að breytast
Áherslur Arion banka á stafræna
þjónustu hafa dregið verulega úr
pappírsnotkun í starfseminni og
viðskiptavinir hafa möguleika á
að sinna bankaviðskiptum sínum
þegar þeim hentar, hvar og hvenær
sem er án ferðalaga í útibú.
„Við hvetjum viðskiptavini
okkar til að afpanta útprentuð
yfirlit og önnur skjöl þegar því
verður við komið,“ segir Hlédís.
Hún tekur dæmi um skemmti-
legt verkefni í tengslum við
umhverfismálin.
„Við höfum farið í vitundar-
vakningu um matarsóun í mötu-
neyti höfuðstöðva bankans og
allur matur sem til fellur af diskum
starfsfólks er mældur daglega og
niðurstöðurnar birtar. Góður
árangur hefur náðst og það sem
kannski mestu skiptir er að þessi
vitundarvakning hefur einnig
skilað sér heim til starfsfólksins.
Stórt fyrirtæki eins og Arion
banki, með um 800 starfsmenn, á
einfaldlega að vera til fyrirmyndar
þegar kemur að umhverfisvænum
rekstri og hvatningu til starfsfólks
og viðskiptavina. Það skilar sér
með margvíslegum hætti til alls
samfélagsins.“
Áætla má að vegna samnings
Arion banka um kolefnisjöfnun
starfseminnar muni Kolviður
gróðursetja allt að 5.000 tré fyrir
þetta rekstrarár bankans.
„Það er jákvætt að fara í mót-
vægisaðgerðir sem þessar. Skóg-
rækt tekur að sjálfsögðu tíma en
það tekur að líkindum um 60 ár
að kolefnisjafna rekstrarárið 2019.
Þetta er því engin skyndilausn en
engu að síður mikilvæg aðgerð í
baráttunni við það neyðarástand
sem við stöndum nú frammi fyrir í
loftslagsmálum.“
Hlédís segir að tímarnir séu að
breytast í fjármálageiranum, bæði
hér heima og á alþjóðavísu, og að
umhverfis- og loftslagsmál verði
sífellt fyrirferðameiri.
„Straumar og stefnur liggja í eina
átt og við munum sjá miklu meira
af því í nánustu framtíð að áhrif á
umhverfi og loftslag séu tekin með
inn í fjárfestinga- og lánaákvarð-
anir. Þarna eru ótal tækifæri til
að hafa jákvæð áhrif í baráttunni
gegn hlýnun jarðar.“
Við eigum að vera til fyrirmyndar
Arion banki hefur um árabil stutt dyggilega við skógrækt í gegnum Skógræktarfélag Íslands. Ný-
verið undirritaði bankinn samning við Kolvið um kolefnisjöfnun með það að markmiði að binda
kolefni sem til fellur í starfsemi bankans. Er það einn liður í aðgerðum bankans í umhverfismálum.
Hlédís Sigurðardóttir er verkefnastjóri samfélagsábyrgðar hjá Arion banka. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
6 KYNNINGARBLAÐ 2 8 . J Ú N Í 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U RKOLEFNISJÖFNUÐUR
2
8
-0
6
-2
0
1
9
0
5
:0
1
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
5
2
-9
F
1
4
2
3
5
2
-9
D
D
8
2
3
5
2
-9
C
9
C
2
3
5
2
-9
B
6
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
5
6
s
_
2
7
_
6
_
2
0
1
9
C
M
Y
K