Fréttablaðið - 28.06.2019, Side 31
Með náttúrulegum
kælimiðlum hafa
áhrif kolefna lækkað og
orkunotkun farið
minnkandi.
Koldíoxíð (CO2) er einn elsti kælivökvi sem til er og líka einn sá allra afkasta-
mesti þegar horft er á kælingu og
frystingu. Áður var vandasamt að
stjórna þrýstingi, hita og gashraða
koldíoxíðs en slíkt er ekki lengur
vandamál og reynist miðillinn
mjög vel,“ segir Elís H. Sigurjóns-
son, tæknistjóri hjá Kælitækni.
Kælitækni er leiðandi sölu- og
þjónustufyrirtæki á Íslandi og
flytur inn allt sem viðkemur
kælingu og frystingu frá heims-
þekktum framleiðendum.
Elís hefur unnið með koldíoxíð
(CO2) frá árinu 2006 og verið með í
þróuninni frá byrjun í Danmörku,
og unnu Elís og Ingvar Kristinsson,
sölustjóri Kælitækni, að fyrsta
kerfinu hér á landi árin 2015 og
2016.
Í íslenskum iðnaði, og sérstak-
lega fiskiðnaði eru miklir mögu-
leikar, en líka í litlum kælum og
frystum á hótelum, mötuneytum
og víðar. Nú þegar er farið að nota
íslenska kælimiðillinn R744 (CO2)
og því er kolefnissporið lítið.
„Einn af stærri orkunotendum
í skipum er kælibúnaðurinn. Því
er brýnt að skera niður gróður-
húsaáhrif kælikerfanna og á
sama tíma spara eldsneyti og fá
hraðari kælingu og frystingu. Til
að vernda ósonlagið eru kæli-
vökvar sem innihalda hvorki klór
né bróm leyfðir, en f lestir inni-
halda þeir f lúor. Efnin eru því ekki
ósoneyðandi en innihalda því
miður oft öflugar gróðurhúsaloft-
tegundir – stundum mun öflugri
en ósoneyðandi efni sem koma í
staðinn fyrir R404a sem er mest
notaði kælivökvinn í frysti- og
kælikerfum í dag,“ upplýsir Ingvar.
„Til að átta okkur á hvernig hægt
er að nota gróðurhúsalofttegund
til að minnka gróðurhúsaáhrif
þurfum við að skoða hvaða kæli-
vökvar menga mikið. Það er gert
með því að horfa á gildið GWP (e.
global warming potential) sem er
skilgreining á hlýnunarmætti til
að bera saman eiginleika gróður-
húsalofttegunda. GWP fyrir CO2 er
1,0,“ útskýrir Elís.
„Sem dæmi, ef horft er á kerfi
sem eru í gangi í dag, þá jafngildir
1 kíló af kæliefninu R404a 3.922
kílóum af CO2. Ef við skoðum svo
hvað marga kílómetra er hægt að
keyra á litlum sparneytnum fólks-
bíl sem hefur CO2-losun 120g/
km sem samsvarar 1 kg af R404A,
er hægt að keyra 32.683 km. Því
er sannarlega hægt að minnka
mengun og spara hratt og mikið
með því að breyta kælimiðlinum,“
segja þeir Elís og Ingvar.
Vistvænt og orkusparandi
Viðskiptavinir Kælitækni eru í
raun allir sem þurfa á kælingu
eða frystingu að halda. Þar má
nefna sjávarútveg og fiskvinnslur,
landbúnað, kjötvinnslur og aðrar
hráefnisvinnslur, verslanir og
þjónustu, veitingahús, hótel,
mötuneyti og vínveitingahús,
heildsölur, matvöruverslanir,
bakarí, ísbúðir, almenn skrif-
stofu- og verslunarrými, tölvu- og
vélasali og flutningafyrirtæki til
sjós og lands.
„Kælitækni er fremst á sínu sviði
og hefur sett upp kerfi fyrir mörg
af stærstu fyrirtækjum landsins.
Meðal viðskiptavina má nefna
Isavia, Krónuna, Hagkaup, ÁTVR,
Garra og marga fleiri,“ segir Ingvar.
Fyrsta kerfið með CO2 hér á
landi var fiskvinnsla Seacrest
Iceland í Sandgerði, með tvær
kæligeymslur, eina frystigeymslu
og lausfrysti.
„Þegar kom að því að velja
vélbúnað fyrir kæligeymslur Seac-
rest var stóra spurningin hvaða
kælimiðil ætti að nota. Margar
nýjar gerðir kælimiðla fást nú
með lægra GWP-gildi en þeir sem
áður voru notaðir. Kælivélafram-
leiðendur hafa þegar sannreynt
þá og notað í afkastaútreikninga
sína. Með þessum nýju freon-kæli-
miðlum hafa áhrif kolefna lækkað
en orkunotkun farið hækkandi.
Allir þessir kælimiðlar hafa hærri
stuðul eða GWP 150 sem eru
hámarks viðmiðunarmörk fyrir
árið 2022,“ upplýsir Ingvar.
Eftir að hafa skoðað kælimiðla
frá ýmsum framleiðendum var
lokaniðurstaða Seacrest afgerandi.
„Valið var koldíoxíð (CO2) enda
umhverfisvænn kælimiðill með
30 til 50 prósent minni orku-
notkun í samanburði við aðra
hefðbundna kælimiðla,“ útskýrir
Ingvar. „Miklar líkur eru á að CO2
verði kælimiðill framtíðarinnar.
Á síðustu árum hafa orðið miklar
framfarir í þróun á búnaði fyrir
CO2. Kerfin eru þegar orðin sam-
keppnisfær í verðum í samanburði
við kerfi sem nota aðra kælimiðla
í búnaði með sambærilega virkni
og lögð er áhersla á að vélbúnaður
sé hagkvæmur í rekstri,“ útskýrir
Ingvar.
Þess má geta að eigendur Sea-
crest Iceland eru hæstánægðir með
CO2-kerfið.
„Það er orkusparandi, um-
hverfis vænt og áreiðanlegt og
þegar kerfið hefur verið aðlagað
íslenskum aðstæðum er unnt að
spara 50 til 70 prósent af raf-
magnsorku miðað við R404a-kerfi,
en í samanburði er sparnaður í
Danmörku 30 til 50 prósent,“ segir
Ingvar.
Meiri gæði og betri rekstur
Miklum sparnaði er hægt að ná á
eldsneyti um borð í skipum með
notkun CO2-kerfa og hægt að
draga stórlega úr mengun.
„Nú þegar eru skip erlendis
farin að nota CO2-kerfi og þar líta
rekstrartölur mjög vel út,“ segir
Elís. „Vegna lægra hitastigs verður
frysting 25 prósent hraðari en ella
og gæði fisksins þar með líka betri.
Einnig þarf 10 prósent minna
eldsneyti til að reka kerfið sem er
mikið í krónum talið ef við horfum
á eldsneytiskostnað í dag.“
Gömlu kælimiðlarnir eru enn
ekki skattlagðir hér á landi, sem
þýðir að verð eru mjög lág.
„Á Íslandi kostar kíló af R404a
um 8.000 krónur en sama magn í
nágrannalöndunum kosta um 25
þúsund krónur,“ upplýsir Elís.
Á næstu árum mun verð á kæli-
vökva fara eftir magni mengunar
og má áætla að kílóverð verði þá á
milli 20 og 50 þúsund krónur.
„Það er þróun sem við Íslending-
ar komast ekki hjá frekar en aðrar
þjóðir. Við búum hins vegar svo vel
að geta náð í okkar eigin CO2-kæli-
miðil hér á landi,“ upplýsir Elís.
Kælibúnaður til framtíðar
Kælitækni leggur mikið upp úr
góðri ráðgjöf og þjónustu og getur
sérsniðið lausnir fyrir hvern og
einn viðskiptavin. Stærsta og
nýjasta kerfið var sett upp í kæli-
og frystivöruhótelið Garra sem
leitaði eftir umhverfisvænum
kælibúnaði sem ekki yrði úreltur
eftir nokkur ár.
„Garri valdi CO2-kerfi og eru
afar sáttir. Væri CO2-kerfi ekki val-
möguleiki hefði þurft að horfa til
R404a-kerfa sem úreldast f ljótt því
frá 1. janúar 2020 verður bannað
að nota flúoraðar gróðurhúsaloft-
tegundir með hnatthlýnunarmátt
(GWP) upp á 2.500 eða meira til
að þjónusta eða viðhalda kæli-
búnaði með áfyllingarstærð upp á
40.000 GWP eða meira. Því verða
freon-kerfi afar dýr í rekstri þegar
kemur að því að kaupa kælivökva
og í kjölfarið verður bannað að
þjónusta kerfi með miðli sem
hefur hærra GWP en 2.500 og fer
sá stuðull lækkandi og verður 150
GWP árið 2022. Þetta eru reglur
sem nágrannalönd okkar eru nú
þegar að fylgja, eða við það að taka
upp, og munu Íslendingar væntan-
lega fylgja í þau fótspor,“ upplýsa
Ingvar og Elís.
Náttúrulegir kælimiðlar
Hlýnunarmáttur (GWP) er
mælikvarði á gróðurhúsaáhrif
af völdum efnis miðað við sama
magn af CO2. GWP fyrir CO2 er 1.
„Losun gróðurhúsalofttegunda,
eins og koldíoxíðs (CO2) og metans
(CH4) veldur því að hitastig við
yfirborð jarðar hækkar (gróður-
húsaáhrif) en á sama tíma verður
kaldara í efri hluta heiðhvolfsins,“
útskýrir Ingvar.
„Aukin gróðurhúsaáhrif geta
þess vegna lækkað hitastig í heið-
hvolfinu svo glitský myndast og
niðurbrot ósons eykst. Gróður-
húsaáhrif eiga þess vegna þátt í að
seinka endurmyndun ósonlagsins,
en aðrir þættir eins og breytingar
á hringrásarkerfum lofthjúpsins
geta einnig haft áhrif á endur-
myndun ósonlagsins,“ útskýrir
Ingvar.
Hann segir tilbúna kælimiðla
hafa mikil gróðurhúsaáhrif en nú
hafi verið þróaðar aðferðir og efni
sem hvorki skaði ósonlagið né
valdi loftslagsbreytingum.
„Hægt er að nota náttúrulega
kælimiðla til kælingar og fryst-
ingar, til dæmis ammoníak, CO2 og
vetniskolefni. Tæknin hefur þróast
þannig að þessir kælimiðlar verða
stöðugt öruggari og búnaðurinn
ódýrari og orkunýtnari,“ segir
Ingvar.
Náttúrulegu kælimiðlarnir
koldíoxíð (CO2 ) hefur GWP 1 og
ammóníak (NH3) hefur GWP 0.
„Þetta eru staðgengilsefni fyrir
ósoneyðandi efni sem hægt er
að nota sem kælimiðla ef fylgt er
ströngum öryggiskröfum,“ segir
Ingvar.
Vetniskolefni (HC) eru própan
og ísóbútan (R-290) og ísóbútan
(R-600a).
„Þessir kælimiðlar eru nú þegar
notaðir á f lesta minni kæliskápa.
Þeir eru eldfimir og töluvert minni
í afköstum en virka vel í minni
kerfum,“ segir Ingvar.
Danir takmarka hámarksfyll-
ingu á frysti- og kælikerfum og er
hámarksfylling 10,7 kíló miðað við
F-Gas-reglugerðina og mun lækka
umtalsvert á komandi árum.
„Á Íslandi er verð á kælimiðlum
margfalt lægra en í nágranna-
löndum okkar og enginn skattur
annar en virðisaukaskattur, en
spilliefnagjaldið er 2,5 krónur fyrir
kílóið,“ upplýsir Ingvar.
Ljóst er að miklar breytingar
eru að eiga sér stað á kæli- og
frystikerfum og vinnur Kæli-
tækni hörðum höndum við að
ræða þessar breytingar við sína
viðskiptavini og koma með lausnir
sem henta hverjum og einum með
umhverfið í huga.
„Við hjá Kælitækni höfum
yfir að ráða fagfólki bæði í sölu
og í uppsetningu á öllum okkar
búnaði, en þjónustufyrirtæki
okkar hefur komið að öllum upp-
setningum á CO2-kerfunum frá
okkur,“ segja þeir Elís og Ingvar.
Kælitækni er í Rauðagerði 25. Sími
440 1800. Kynntu þér málið betur
á kælitækni.is.
Náttúrlegir kælimiðlar eru framtíðin
Elís H. Sigurjónsson tæknistjóri og Ingvar Kristinsson sölustjóri við nýtt CO2-kælikerfi Garra. MYND/SIGTRYGGUR ARI
Fyrsta R744 (CO2) kerfið á Íslandi var sett upp hjá Seacrest Iceland ehf.
Verslun ÁTVR á Dalvegi notar CO2-kerfi frá Panasonic.
Íslendingar hafa
beinan aðgang
að CO2 sem er
náttúrlegur kæli
vökvi sem skilur
eftir sig lítið kol
efnisspor og
mjög góð kæli
afköst. Hjá Kæli
tækni er unnið
hörðum höndum
að vistvænum
lausnum í kæli
og frystibúnaði.
KYNNINGARBLAÐ 9 F Ö S T U DAG U R 2 8 . J Ú N Í 2 0 1 9 KOLEFNISJÖFNUÐUR
2
8
-0
6
-2
0
1
9
0
5
:0
1
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
5
2
-B
2
D
4
2
3
5
2
-B
1
9
8
2
3
5
2
-B
0
5
C
2
3
5
2
-A
F
2
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
5
6
s
_
2
7
_
6
_
2
0
1
9
C
M
Y
K