Fréttablaðið - 28.06.2019, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 28.06.2019, Blaðsíða 33
Á umræddu 87 hektara svæði í Úlfarsárdal er gróft áætlað að endurheimta megi votlendi á um 75% svæðisins. EEitt af verkefnunum sem Verkís verkfræðistofa hefur sinnt á þessu sviði er endur- heimt votlendis í Úlfarsárdal. Svæðið sem um ræðir er á norður- bakka Úlfarsár frá sveitarfélags- mörkum við Mosfellsbæ í austri að vegi niður að Víðimýri í vestri. Úlfarsá rennur um votlendi sem hefur að hluta verið framræst og eru þar tún sem nú eru nýtt til hrossabeitar eða land sem var þurrkað og ekki ræktað upp. Sam- kvæmt aðalskipulagi Reykjavíkur fyrir árin 2010 – 2030 skal stefna að því að endurheimta mikinn hluta fyrra votlendis í Úlfarsárdal ofanverðum með því að moka ofan í framræsluskurði samhliða öðrum umhverfisbótum og upp- byggingu fjölbreyttrar aðstöðu til útivistar Rannsóknir sýna að endur- heimt votlendis færir gróðurhúsa- lofttegundabúskap mýra í fyrra horf og því er ljóst að með slíkum aðgerðum má draga verulega úr losun. Votlendi þekur um 20% af grónu flatlendi Íslands. Þegar vot- lendi er ræst fram og þurrkað fer það að losa kolefni í formi gróður- húsalofttegunda. Líkt og önnur gróðurlendi þá bindur votlendi kolefni þegar gróður er í vexti og umbreytir koltvísýringi í kolefni og súrefni við ljóstillífun. Hluti af kolefni gróðurlendanna losnar aftur við árstíðabundið niður brot og rotnun á laufi og öðrum gróðurhlutum. Sökum hárrar vatnsstöðu votlendis þá hægir verulega á niðurbroti jurta- leifa þannig að uppsöfnun kolefnis er meiri í votlendi en þurrlendi. Við endurheimt snýst þetta ferli við og binding kolefnis hefst að nýju. Þannig er endurheimt vot- lendis mikilvæg aðgerð í barátt- unni við loftslagsbreytingar. Koma að verkefninu á öllum stigum þess „Verkís kom fyrst að verkefninu fyrir um þremur árum með skýrslu sem var unnin fyrir Reykjavíkur- borg þar sem tillaga var gerð að aðgerðaáætlun fyrir endurheimt á svæðinu, ásamt því að fjallað var um áhrif á gróðurfar og dýralíf. Einnig var fjallað um áhrif endur- heimtar á gróðurhúsalofttegundir og bindingu kolefnis á svæðinu,“ segir Arnór Þórir Sigfússon, dýra- vistfræðingur hjá Verkís og verk- efnisstjóri verkefnisins. Í mars á þessu ári ákvað Reykja- víkurborg að hefja endurheimt á svæðinu sem mun í heild taka til 87 hektara svæðis. Fyrsta áfanga lauk í lok maí með endurheimt votlendis á tíu hektara svæði næst sveitarfélagsmörkunum við Mos- fellsbæ. Verkís vann magntöku og útboðsgögn og annaðist eftirlit með framkvæmdinni. Lands- lagshönnuður hjá Verkís kom að verkefninu með það að markmiði að svæðið verði fallegra eftir á, m.a. með hönnun tjarna. Þannig kom Verkís að verkefninu á öllum stigum þess. „Í skýrslunni sem Verkís vann árið 2016 kemur fram að á umræddu 87 hektara svæði í Úlfarsárdal er gróft áætlað að endurheimta megi votlendi á um 75% svæðisins. Endurheimt vot- lendis á þessu svæði, þ.e. á um 65 hekturum, bindur mögulega um 400 tonn af kolefni í jörðu á ári, eða sem nemur meðalakstri 150 bíla á ári ,“ segir Arnór Þórir. Í meginatriðum er gert ráð fyrir að skurðir verði stíflaðir á nokkrum stöðum. Skurðir á svæðinu eru misdjúpir, sumir hafa gróið að hluta til upp og í þeim er mismikið vatn. Sums staðar eru eftir leifar af uppúrgreftri á Mikilvægt að endurheimta votlendi í baráttunni við loftslagsbreytingar Mynd tekin í Úlfarsárdal 6. júní 2019. Mynd tekin af sama svæði 21. maí 2018. Arnór Þórir Sigfússon, dýravist- fræðingur hjá Verkís. MYND/ JÓN SIGURÐSSON Endurheimt framræsts vot- lendis er ein af þeim aðgerðum sem Milliríkja- nefnd Samein- uðu þjóðanna um loftslagsmál (IPCC) viðurkennir sem gilda að- gerð til að draga úr losun gróður- húsalofttegunda af mannavöldum. bökkum og fara mætti með gröfu á svæðið til að moka þeim haugum ofan í skurðina. Skipta einsleitum túnum út fyrir skemmtilegt lífríki „Til að auka fjölbreytni svæðisins hvað varðar gróður og dýralíf má beita ýmiss konar landmótun. Þegar túnin urðu til var land sléttað og lækjum sem runnu um svæðið veitt í beina skurði auk þess sem skurðirnir skipta upp landinu. Hægt er að reyna að endurskapa þúfur í þurrari hluta svæðisins og búa til vatnsrásir og polla þar sem skapast skjól fyrir fuglavarp, aukin fjölbreytni gróð- urs og aðstæður fyrir smádýralíf,“ útskýrir Arnór Þórir. Við það að landið blotni aftur upp á nýtt við lokun skurða verða margvíslegar breytingar. Votlendisgróður tekur við af þurrlendisgróðri og samsetning fuglafánunnar breytist, en fuglalíf í Úlfarsárdal er nokkuð fjölbreytt. Ávinningurinn er því margþættur, við vinnum gegn hlýnun jarðar og fáum til baka fjölbreytt og skemmtilegt lífríki, gróður, fugla og smádýr, þar sem nú eru einsleit tún og nauðbeitt hrossahólf. Verkís kemur að mörgum verkefnum á sviði umhverfismála er snúa að áhrifum framkvæmda og áætlana og með hvaða hætti megi draga úr áhrifum þeirra á umhverfið. Umhverfisvernd og umhverfis- mál koma að flestu sem við tökum okkur fyrir hendur í hinu daglega lífi, hvort sem það snýr að fram- kvæmdum eða okkar persónulegu athöfnum. Nánar er fjallað um þjónustu Verkís á þessu sviði á heimasíðu verk- fræðistofunnar, www.verkis.is. KYNNINGARBLAÐ 11 F Ö S T U DAG U R 2 8 . J Ú N Í 2 0 1 9 KOLEFNISJÖFNUÐUR 2 8 -0 6 -2 0 1 9 0 5 :0 1 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 5 2 -C 6 9 4 2 3 5 2 -C 5 5 8 2 3 5 2 -C 4 1 C 2 3 5 2 -C 2 E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 5 6 s _ 2 7 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.