Fréttablaðið - 28.06.2019, Qupperneq 44
VIÐ VELJUM Á ÞESSA
SÝNINGU HLUTI SEM
HAFA HAFT ÁHRIF Á OKKUR,
ALGJÖRLEGA ÓHÁÐ ÞVÍ HVAÐA
MIÐIL ER UM AÐ RÆÐA.Alþjó ðle g i my nd -listartvíæringurinn Sequences verður haldinn í október á þessu ári og stendur í rúma viku. Sýningar-
stjórarnir Hildigunnur Birgisdóttir
og Ingólfur Arnarsson, sem bæði
eru myndlistarmenn, eru önnum
kafin við undirbúninginn.
„Þetta er í níunda sinn sem þessi
myndlistarhátíð er haldin og hún
er tvíæringur sem þýðir að hún er
haldin annað hvert ár,“ segir Hildi-
gunnur. „Upphaf lega hugmyndin
var að fá alþjóðlega listamenn til
að koma til landsins án þess að það
kostaði of mikið og því var lögð
áhersla á tímatengda miðla. Við
Ingólfur erum myndlistarmenn og
ekki sérfróð um tímatengda miðla
og erum meira að velta fyrir okkur
rauntíma, hvað sé raunveruleiki
og hvað sé tími. Við veljum á þessa
sýningu hluti sem hafa haft áhrif
á okkur, algjörlega óháð því hvaða
miðil er um að ræða.“
„Meginhluti sýningarinnar verð-
ur í Marshall húsinu og þar stefnum
við saman verkum hinna ýmsu
miðla sem mynda merkingarsvið.
Áhorfandinn getur borið saman
þessi merkingarsvið, ekki bara
hugmyndalega heldur líka mynd-
rænt séð, með því að ganga á milli
verkanna,“ segir Ingólfur. „Sýningar
verða líka í Ásmundarsal, Harbinger
og Open sem er sýningarstaður úti á
Granda. „Í Bíói Paradís verða sýndar
kvikmyndir, sem eru tímatengdur
miðill í beinum skilningi þess orðs.
Þetta eru kvikmyndir eftir mynd-
listarmenn sem spyrja gjarnan
spurninga um formið. Síðan verða
að öllum líkindum einir tónleikar
þar sem listamaður er að vinna með
nostalgíu og endurskapar leifar úr
fortíð með því að gera ný tónverk úr
eldra efni.“
Heiðurslistamaðurinn Kristinn
Kristinn G. Harðarson er heiðurs-
listamaður hátíðarinnar í ár. Hann
heldur einkasýningu í Ásmunarsal
og gefur út bókverk sem verður um
leið sjálfstætt sýningarrými. Eldri
verk hans verða meðal þeirra verka
sem verða á sýningu í Marshall hús-
inu.“
Hildigunnur og Ingólfur eru enn
að vinna að dagskrá hátíðarinnar
og ganga frá vali á listamönnum.
„Á hátíðina koma kynslóðir lista-
manna, þekktir og minna þekktir
og þarna verða líka verk eftir látna
listamenn,“ segir Ingólfur og bætir
við að ekki sér tímabært að greina
frá nöfnum einstakra listamanna
sem sækja hátíðina heim.
Annt um að endurspegla
raunveruleikann
„Okkur er annt um að endurspegla
raunveruleika þeirra tíma sem við
lifum á,“ segir Hildigunnur. „Okkur
langar til að fletja strúktúrinn, ekki
hafa það þannig að á einum stað séu
verk eftir þá sem eru lengra komnir
og á öðrum stað verk ungra lista-
manna og svo framvegis. Við vilj-
um má út pólaríseringu og horfa á
verkin.“
Raunveruleiki og tími
Myndlistarhátíðin Sequences er haldin í haust. Sýningarstjór-
ar eru Hildigunnur Birgisdóttir og Ingólfur Arnarsson.
Ingólfur og Hildigunnur velta því fyrir sér hvað sé raunveruleiki og hvað sé tími. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Hvað?
Hvenær?
Hvar?
Föstudagur
hvar@frettabladid.is
28. JÚNÍ 2019
Myndlist
Hvað? Sumartími – opnun
Hvenær? 17.00
Hvar? Deiglan, Kaupvangsstræti 23,
Akureyri
Jónasína Arnbjörnsdóttir sækir
myndefni sitt í sveitalíf, heyskap
og minningar um stör sem spegl-
ast í mýri. Sýningin er opin yfir
helgina milli 14 og 17.
Tónlist
Hvað? DJ Yamaho á Undir berum
himni
Hvenær? 18.00-22.00
Hvar? Petersen svítan, Ingólfs-
stræti 2 a
Sumarstemning í anda strandbara
& sundlaugarpartía.
Hvað? Jazz sendiboðarnir á Múl-
anum / Jazz með útsýni
Hvenær? 21.00
Hvar? Múlinn Jazzklúbbur, Björtu-
loftum í Hörpu
Hvað? Snert hörpu mína – Söng-
hátíð hefst
Hvenær? 20.00
Hvar? Hafnarborg, Hafnarfirði
Andri Björn Róbertsson bassabari-
tón og Ástríður Alda Sigurðar-
dóttir píanóleikari f lytja Söngva-
sveig (Liederkreis) eftir Schumann
og íslensk sönglög.
Hvað? Töfrar
Hvenær? 21.00
Hvar? Kex Hostel, Skúlagötu 28
Hljómsveitirnar Kul og Teitur
Magnússon & Æðisgengið bregða á
leik og það er frítt inn.
Hvað? Tangó praktika og milonga
Hvenær? 21.00-24.00
Hvar ? Kramhúsið, Skólavörðustíg
12
Argentínskur tangó. Aðgangseyrir
er kr. 1.000 en frítt fyrir 30 ára og
yngri.
Teitur Magnússon skapar töfra á Kex Hosteli í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ÞÓRSTEINN
Gæði og glæsileiki
endalaust úrval af hágæða flísumFlísabúðin
Stórhöfða 21 | s: 545 5500 | flis.is
Gæði og glæs
ileiki endalaust
úrval af hágæ
ða flísum
Finndu okkur
á facebook
Járn & Gler ehf. • Skútuvogur 1h. Barkarvogsmegin
104 Reykjavík • S. 58 58 900 • www.jarngler.is
Bjóðum upp á sjálfvirkan
hurðaopnunarbúnað,
hurðir og gluggakerfi
ásamt uppsetningu
og viðhaldi á búnaði.
Áratuga reynsla.
HVAÐ ER AÐ
FRÉTTA?
Frettabladid.is færir þér nýjustu
fréttir dagsins og ítarlega umöllun
um málefni líðandi stundar.
Ekki missa af neinu, fylgdu
Fréttablaðinu á Facebook
2 8 . J Ú N Í 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R22 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
MENNING
2
8
-0
6
-2
0
1
9
0
5
:0
1
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
5
2
-9
A
2
4
2
3
5
2
-9
8
E
8
2
3
5
2
-9
7
A
C
2
3
5
2
-9
6
7
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
5
6
s
_
2
7
_
6
_
2
0
1
9
C
M
Y
K