Fréttablaðið - 28.06.2019, Síða 48

Fréttablaðið - 28.06.2019, Síða 48
Farðu inn á Glamour.is og fáðu daglegar fréttir úr heimi hönnunar, lífsstíls og tísku. l Facebook l Instagram l Twitter Nokkur góð ráð til að hafa í huga á útsölunum n Ekki kaupa flíkina einungis vegna þess að hún er á útsölu. Ef þú fellur ekki fyrir henni, láttu hana þá vera. n Ef flíkin sem þú ert að hugsa um passar ekki við neitt annað í fataskápnum þá skaltu ekki kaupa hana. Þú munt líklega aldrei nota hana. n Ef þín rétta stærð er ekki til, slepptu þessu. Ekki kaupa of litla stærð af því þú sért einmitt á leiðinni í megrun. Þannig mun flíkina daga uppi í fataskápnum, enn með verðmiðanum og aldrei verða notuð. n Vertu undirbúin, ef þú ert búin að hafa auga á einhverri flík lengi þá er tækifærið núna. Farðu yfir fataskápinn, hvað vantar þig? Gott er að nýta sumarfríið í að taka góða tiltekt í fataskápnum því þá færðu betri yfirsýn. n Geturðu notað flíkina við fleira en eitt tilefni og geturðu notað hana á marga vegu? Þá eru þetta líklegast góð kaup. n Leitaðu frekar að klassískum og einföldum flíkum sem munu endast lengi, í staðinn fyrir flíkur sem eru í tísku núna. n Það eru nokkrar flíkur sem eru alltaf góð kaup. Klassísk kápa fyrir haustið, skyrtur, galla- buxur og stuttermabolir eru flíkur sem fara ekki úr tísku. Skoðaðu svo flíkur sem eru yfirleitt með hærri verðmiða, eins og leðurflíkur, því þá ertu að fá meira fyrir peninginn. Gerðu góð kaup á útsölum Nú eru útsölur verslana að byrja og oft er hægt að gera góð kaup á flíkum sumarsins. En það er mikilvægt að vanda valið því leiðinlegt er að falla í þá gryfju að gera mjög léleg kaup þó að verð- miðinn sé góður fyrir budduna. Jeanne Damas klæðist dragtar- jakka við gallabuxur og blúndubol. Allt klassískar flíkur sem þú getur notað aftur og aftur. Emily Ratajkowski klæðist hér flottum jakka. Falleg dragt eins og ritstjóri franska Vogue, Emanuelle Alt, klæðist hér er alltaf góð kaup. Prjónapeysa og gallabuxur er alltaf flott saman. Caroline de Maigret klæðist ljósbrúnu frá toppi til táar, en þetta eru litir sem hafa verið vinsælir síðasta ár og verða það áfram. 2 8 . J Ú N Í 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R26 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ 2 8 -0 6 -2 0 1 9 0 5 :0 1 F B 0 5 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 5 2 -C 1 A 4 2 3 5 2 -C 0 6 8 2 3 5 2 -B F 2 C 2 3 5 2 -B D F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 5 6 s _ 2 7 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.