Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.05.2019, Side 1

Víkurfréttir - 09.05.2019, Side 1
Háhraða internet og hágæða sjónvarp EKKERT LÍNUGJALD, FRÍR ROUTER ENGIR AUKAREIKNINGAR Kapalvæðing • Hafnargata 21 • 421 4688 • kv@kv.is www.kv.is • www.facebook.com/kapalvaeding frá 6.890 kr/mán. „Það var ákveðin blessun að Varnarliðið fór frá Íslandi árið 2006 þegar málin eru skoðuð eftirá, þó svo að það hafi verið mikið áfall á þeim tíma. Það er miklu betra og heilbrigðara að lifa á eigin þjónustu og starfsemi en að þurfa að sækja peninga til Bandaríkjanna. Við erum að standa okkur vel í ferðaþjónustunni sem á bjarta framtíð fyrir sér á Suðurnesjum og landinu öllu,“ segir Njarðvíkingurinn Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor og hagfræðingur í næsta þætti Suður með sjó sem sýndur verður n.k. Sunnudagskvöld. Hilmar Þór segir m.a. frá því í viðtalinu þegar hann tók þátt í starfi kostnaðarlækkunar- nefndar Varnarliðsins en Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkis- ráðherra, kallaði hann heim til þeirra starfa frá Alþjóðabankanum og Hilmar var formaður hennar. Hilmar segir að Bandaríkjamenn hafi verið farnir að hugsa sér til hreyfings frá Keflavíkur- flugvelli rúmum áratug áður en þeir fóru endanlega með manni og mús árið 2006. Hilmar segir að það hafi verið stöðug togstreita við Banda- ríkjamenn þann tíma því það voru miklir hagsmunir undir hjá Íslendingum og ekki síst Suðurnesjamönnum en mikill fjöldi þeirra vann á Vellinum. Hilmar Þór er alinn upp í Njarðvík og sótti Fjöl- brautaskóla Suðurnesja, þaðan lá leið hans í Há- skóla Íslands til að nema hagfræði en á þeim árum starfaði Hilmar Þór líka fyrir Kaupfélag Suðurnesja og tengd- ist starfi Framsóknarflokksins. Var hann m.a. aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra, í fjögur ár. Hann lauk doktorsprófi í Bandaríkjunum og starfaði hjá Al- þjóðabankanum í tólf ár og hefur á ferli sínum síðan unnið fyrir hann í þremur heimsálfum og tók þá m.a. þátt í mjög merkilegu uppbyggingar- starfi í löndum eins og Lettlandi, Mós- ambik og Víetnam. Hilmar Þór hefur gefið út þrjár bækur en sú nýjasta fjallar um við- brögð Norðurlandanna og Eystra- saltsríkjanna við kreppunni sem skall á 2008 og árangur af mismunandi efnahagsstefnum. „Á Íslandi féll gengið og bankarnir hrundu. Ef við skoðum árangur stefnunnar á Íslandi er hann mun betri. Mikill hagvöxtur, lítið atvinnuleysi og aukið svigrúm til útgjalda til velferðarmála“ segir Hilmar sem hefur verið gestafyrirles- ari í mörgum af þekktustu háskólum í heimi en hann starfar nú sem pró- fessor við Háskólann á Akureyri. – segir Njarðvíkingurinn Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor og hagfræðingur, sem starfaði m.a. í tólf ár hjá Alþjóðabankanum. Segir Íslendinga hafa tekið hagfelldari ákvarðanir í bankahruninu 2008 en t.d. Eystrasaltsríkin gerðu. Blessun að Varnarliðið fór SUNNUDAGINN 12. MAÍ KL. 20:30 SUÐUR MEÐ SJÓ Njarðvíkingurinn Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor og hagfræðingur, sem starfaði m.a. í 12 ár hjá Alþjóðabankanum, er gestur okkar í Suður með sjó í þessari viku Hann segir Íslendinga hafa tekið hagfelldari ákvarðandir í bankahruninu 2008 en t.d. Eystrasaltsríkin gerðu. Suður með sjó á sunnudagskvöld á Hringbaut. SUÐUR MEÐ SJÓ Í HLAÐVARPI VÍKURFRÉTTA Páll Ketilsson ritstjóri Víkurfrétta ræddi við forsetahjónin eftir vel heppnaða heimsókn til Reykjanesbæjar. Forsetahjónin í opinberri heim­ sókn í Reykjanesbæ Forseti Íslands, Guðni Th. Jó­ hannesson, og eiginkona hans, Eliza Reid, voru í tveggja daga opinberri heimsókn í Reykjanesbæ í síðustu viku. Hjónin fóru víða um Reykjanesbæ og heimsóttu um tvo tugi fyrirtækja og stofnana. Eitt af fyrstu verkum forsetans var að setja Listahátíð barna sem nú stendur yfir í Reykjanesbæ. Eftir að hafa sett hátíðina settust forseta­ hjónin á meðal leikskólabarna sem voru á hátíðinni. Í Víkurfréttum í dag er myndarleg umfjöllun um heimsókn forsetans. Suðurnesja­ magasín á fimmtudagskvöld á Hringbraut og vf.is er einnig helgað heimsókninni en Víkurfréttir áttu ítarlegt viðtal við Guðna og Elizu um heimsóknina. VF­mynd: Páll Ketilsson Xtra franskar 1 kg Opnunartími Hringbraut: Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnarbraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar Gildir 9.–15. maí Opnum snemma lokum seint Grill í kvöld? 25% 299 kr/stk áður 398 kr 25% 1.349 kr/kg áður 1.798 kr 399 kr/stk áður 499 kr 20% Kjötsel Grísagrillsneiðar Kambsneiðar MM Hvítlaukssósa 300 ml fimmtudagur 9. maí 2019 // 19. tbl. // 40. árg. S T Æ R S T A F R É T T A - O G A U G L Ý S I N G A B L A Ð I Ð Á S U Ð U R N E S J U M ■ A Ð A L S Í M A N Ú M E R 4 2 1 0 0 0 0 ■ A U G L Ý S I N G A S Í M I N N 4 2 1 0 0 0 1 ■ F R É T T A S Í M I N N 4 2 1 0 0 0 2

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.