Víkurfréttir - 09.05.2019, Page 4
Reykjanesbær í samstarfi við Keili, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs,
stendur fyrir málþingi um frjálsan leik og útiveru barna og fjölskyldna
sem er liður í Barnahátíð í Reykjanesbæ sem nú stendur yfir.
Aðalfyrirlesari á málþinginu er Griffin
Longley, ástralskur fjölmiðlamaður
og frumkvöðull í útiveru og frjálsum
leik barna. Griffin er stofnandi og
framkvæmdastjóri Nature Play í Ástr-
alíu. Auk Griffins mun Gunnhildur
Gunnarsdóttir, forstöðumaður fé-
lagsmiðstöðvarinnar Fjörheima og 88
hússins, kynna áherslur í starfsemi
þeirra. Þinginu lýkur svo með erindi
Björns Þórs Jóhannssonar mann-
fræðings og viðburðarstjórnanda
um mikilvægi leikja og hópeflis með
börnum og unglingum en hann hefur
unnið að margvíslegum verkefnum
þessu tengdu.
Fjölbreytt dagskrá um helgina
– allir velkomnir!
Málþingið fer fram föstudaginn 10.
maí frá kl. 13 til 15 í fyrirlestrarsal
Keilis að Gænásbraut 910. Málþingið
stendur öllum opið og aðgangur er
ókeypis.
Reykjanesbær mun einnig standa
fyrir ævintýragöngu á Þorbjörn fyrir
alla fjölskylduna laugardaginn 11. maí
í samstarfi við Gönguhóp Suðurnesja,
Björgunarsveitina Suðurnes og Leik-
félag Keflavíkur. Gangan leggur af stað
frá bílastæðum við Þorbjörn kl. 10:30
og verður full af lífi og fjöri. Gangan
er liður í Barnahátíð í Reykjanesbæ.
Ævintýraganga fjölskyldunnar á Þorbjörn við Grindavík fer fram á vegum
Reykjanesbæjar í samstarfi við Gönguhóp Suðurnesja, Björgunarsveitina
Suðurnes og Leikfélag Keflavíkur laugardaginn 11. maí kl. 10:30. Gangan
er sett á laggirnar í tengslum við málþingið „Út að leika,“ og Barnahátíð
í Reykjanesbæ. Gangan er ætluð allri fjölskyldunni og munu félagar úr
Leikfélagi Keflavíkur sjá um að halda uppi góðri stemningu í göngunni.
Þá munu félagar úr Björgunarsveitinni Suðurnes fylgja göngufólki alla
leið. Fjölskyldur er hvattar til að fjölmenna og taka með sér nesti og góða
skapið. Gangan leggur af stað frá bílastæðum við Þorbjörn.
Á málþinginu „Út að leika“ sem fram
fer deginum áður, föstudaginn 10. maí
frá kl. 13-15, í fyrirlestrarsal Keilis að
Gænásbraut 910, Ásbrú, verður fjallað
um frjálsan leik og útiveru barna og
fjölskyldna en um samstarfsverkefni
Reykjanesbæjar og Keilis, miðstöðvar
vísinda, fræða og atvinnulífs, er að
ræða. Meðal fyrirlesara þar verður
Griffin Longley, ástralskur fjölmiðla-
maður og frumkvöðull í öllu sem við-
kemur útiveru og frjálsum leik barna.
Griffin er stofnandi og framkvæmda-
stjóri Nature Play í Ástralíu.
Út að leika!
Málþing um frjálsan leik og útiveru barna og fjölskyldna
Ævintýraganga fjölskyld-
unnar á Barnahátíð
Listahátíð
barna í
veðurblíðu
Listahátíð barna stendur nú yfir
í Reykjanesbæ en hún var sett
með pompi og prakt í fjórtánda
sinn sl. fimmtudag. Hátíðin náði
ákveðnu hámarki sl. laugardag í
veðurblíðu í Reykjanesbæ. Duus
Safnahús eru undirlögð af list-
sýningum leik-, grunn- og list-
námsbrautar framhaldsskólans
sem hafa unnið hörðum höndum
stóran part úr vetri að verkefnum
sínum. Yfirskrift sýninganna í ár
er Hreinn heimur – betri heimur
og hafa krakkarnir kafað ofan í við-
fangsefnið og fræðst um nýtingu,
endurvinnslu, grænu tunnuna,
plastnotkun og fleiri af þeim brýnu
málefnum. Verkefni þeirra var að
sjá fyrir sér hreinni heim – betri
heim og verður áhugavert að sjá
lausnir þeirra settar fram á list-
rænan hátt.
GOLFSKÓLI GS 2019
FYRIR BÖRN Á ALDRINUM 6 TIL 13 ÁRA
NÝLIÐAKENNSLA
ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á GS.IS
NÝLIÐAGJALD Í GS ER 43.000 KR.
BÖRN AÐ FJÓRTÁN ÁRA ALDRI GREIÐA EKKERT
UNGLINGAR (15–18 ÁRA) GREIÐA 13.000 KR.
Komdu út að leika!
Leiran er ei af betri golfvöum landsins
18 holu golfvöur á besta stað
Það er gaman í golfi!
SIGURPÁLL GEIR SVEINSSON
PGA-GOLFKENNARI OG ÞREFALDUR ÍSLANDSMEISTARI
ER ÍÞRÓTTASTJÓRI OG GOLFKENNARI GS
4 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 9. maí 2019 // 19. tbl. // 40. árg.