Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.05.2019, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 09.05.2019, Blaðsíða 8
Búðu til minningar Rannsóknir hafa sýnt að tómstundaiðja getur spilað veigamikið hlutverk í bataferli og aukið heilsu og vellíðan í daglegu lífi. Þátttaka í tóm- stundaiðju og önnur upplyfting hjá fullorðnum getur ýtt undir sköpunargáfu og andagift auk þess að styrkja félagsleg tengsl. Leirnámskeið - Fjöldskylduminningar Krabbameinsgreindum og aðstandendum býðst að fara á leirnámskeið í Reykjanesbæ þeim að kostnaðarlausu. Þetta eru tveir laugardagar, þann 11. og 18. maí (báðir dagarnir) og er frá 11-17. Hámarksþátttaka er 7 manns. Ef þú hefur áhuga þá getur þú hringt í 421-6363 eða sudurnes@krabb.is og skráð þig. Þetta námskeið er haldið af Helgu Láru Haraldsdóttur listakonu. Þá benda rannsóknir einnig til þess að tómstundaiðja, sem er innihaldsrík, eflir fólk í að hafa stjórn á aðstæðum og minn- kar streitu. Þátttaka í iðju veitir þannig einstaklingum ábyrgð og tilfinningu um að skipta máli auk þess að veita skemmtun og slökun. Yfirmaður gæðamála Royal Iceland hf. leitar að starfsmanni til að sjá um gæðahandbækur félagsins, HACCP kerfi, vörumerkingar, vörulýsingar ásamt ýmsum öðrum verkefnum. Starfsmaðurinn þarf að vera í samskiptum við erlenda kaupendur, innlendar sem erlendar eftirlitsstofnanir, eigið framleiðslufyrirtæki í Póllandi, en einnig að vera virkur í framleiðslu félagsins hér heima, sem og að geta gengið í ýmis önnur störf innan félagsins í afleysingum. Menntun á sviði matvælaframleiðslu æskileg ásamt reynslu við sam- bærileg störf. Tungumálakunnátta þarf að vera góð. Hlutastarf kemur til greina en viðkomandi þarf að geta hafið störf fljótlega. Umsóknir sendist til lbj@royaliceland.is fyrir 15. maí. Royal Iceland er framleiðandi á hágæða sjávarafurðum fyrir kröfu- harðan markað í ýmsum hrognaafurðum, skelfiskafurðum og reyktum afurðum til útflutnings. Félagið er staðsett að Hafnarbakka í Njarðvík. Vertíðarlok og vertíðarstemning Nú eru ekki nema fimm dagar í vetrarvertíðarlok árið 2019 sem eru 11. maí eins og verið hefur ár hvert. Vertíð eða vertíðarstemning er ekki svipur hjá sjón miðað við hvernig þetta var áður fyrr. Fyrst ég opna þennan pistil á vertíðinni þá er rétt að nefna það að eitt besta knattspyrnulið landsins, Reynir Sandgerði, ætlar sér að breyta aðeins útaf hinum hefðbundna þorrablótsvana eins og mörg önnur íþróttafélög eru með, því Reynismenn ætla sér að halda „vertíðarlok 2019“, ball og með flottum mat. Fer þetta fram í íþrótta- húsinu í Sandgerði. Þetta er nýbreytni og má segja að það sé langt síðan vertíðarlokaball hafi verið haldið hérna á Suðurnesjum. Hægt er að panta miða á midi@ reynir.is. Endilega þrusið ykkur á miða og skellið ykkur á þetta ball. Flott dagskrá og veislustjóri er Hjörvar Hafliða sem vill svo til að er sonur Hafliða Þórssonar sem var með útgerð og fiskvinnslu í Sand- gerði og rak meðal annars loðnuverk- smiðjuna, þeirri sömu og minnst var á í pistlinum um páskana. Aðeins meira um Hafliða en þá vann ég hjá honum bæði í verksmiðjunni og var 2. vélstjóri um borð í Þór Péturssyni GK, sem var togbátur og heitir í dag Helgi SH. Já, vertíðin 2019 er að verða búin og á meðan hún er að klárast þá er grásleppuvertíðin ennþá í gangi og núna er enn ein vertíðin að komast í gang, strandveiðitímabilið. Kannski ekki hægt að kalla það vertíð, því allir eru bundnir við 800 kílóa afla á dag miðað við þorsk. Þó er það þannig að þeir sem einbeita sér að því að veiða ufsa mega koma með um 1200 kíló af ufsa í land í einni löndun. Það er nefnilega þannig að á svæðinu í kringum Eldey hefur oft verið að finna ufsa og þó nokkrir bátar hafa lagt sig í líma við það að veiða ufsa á handfærin. Þekktust eru náttúrlega Stjáni og kona hans, sem réru í mörg ár á eikarbátnum Skúmi RE frá Sand- gerði. Samhliða honum var báturinn Birgir RE líka alltaf á veiðum skammt frá Skúmi RE en þessi bátar réru ár eftir ár á færum frá Sandgerði og voru að mestu að einbeita sér að ufsa. Ef við færum okkur aðeins nær nútímanum þá var um tíma einn bátur sem var hvað mest að eltast við ufsann á handfærum og gekk það svo vel eitt árið að Ragnar Al- freðs GK var aflahæstur allra smá- báta á landinu í ufsa. T.a.m. landaði báturinn fiskveiðiárið 2009-2010 alls 140 tonnum af ufsa og í júní árið 2010 var báturinn með 62 tonn í ellefu róðrum og mest 10,3 tonn í einni löndun og var mest allt ufsi. Kvóti bátsins varð enda ansi góður því að síðasta úthlutun á Ragnari Alfreðs GK var árið 2015 og var þá báturinn með um 320 tonna kvóta en af því var ufsi um 146 tonna kvóti. Kvótinn var að endingu allur seldur af bátnum og endaði ufsinn á Sæla BA frá Tálknafirði og restin af kvótanum endaði, með viðkomu á Magnúsi GK, yfir á Kristni SH frá Ólafsvík. Já, svona er þetta skemmtilegt með þennan blessaða kvóta. Við Suðurnesjamenn höfum misst alveg óhemju af kvóta nema þeir í Grindavík, sem hafa styrkt sig undan- farin ár. Til dæmis í Keflavík þá er nú ekki mikill kvóti skráður þar og svo til enginn stór bátur þar skráður með kvóta. Sem er öfugt við það sem áður var. Vísir í Grindavík keypti Óla Gísla GK og gaf honum nafnið Sævík GK. Það sem af er maí hefur einmitt Sævík GK fiskað nokkuð vel og hefur landað 43 tonn í 5 róðrum og er, þegar þetta er skrifað, aflahæstur smábáta á land- inu að 15 tonnum og er með nokkra yfirburði yfir aðra báta í sama flokki. Kannski að við kíkjum á kvótasögu í næstu pistlum. Ég get rakið nokkuð langt aftur í tímann hvert kvóti af þessum og þessum báti eða togara hefur farið. Vil bara ítreka að lokum að allir sem vettlingi geta valdið og eiga laust laugardagskvöld 11.maí, skellið ykkur í Sandgerði á vertíðalokin 2019. AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is AFLA FRÉTTIR Frá fornu fari hefur 11. maí verið lokadagur vetrarvertíðar. Það er því vel við hæfi að knattspyrnudeild Reynis hefur ákveðið að blása til stórviðburðar þennan dag þegar vertíð sjómanna lýkur og vertíð knattspyrnumanna hefst með hækkandi sól. Viðburðurinn fer fram í íþróttahúsinu í Sandgerði laugardagskvöldið 11. maí og búist er við miklum fjölda gesta enda dagskráin með veglegasta móti. Girnilegt hlaðborð, grín og glens Maturinn verður í hæsta gæðaflokki eins og Magnúsi Þórissyni og hans fólki á Réttinum er einum lagið. Boðið verður upp á steikar- og sjávarrétt- ahlaðborð. Þess má geta að allar fisk- vinnslur í Sandgerði leggja til hráefnið í sjávarréttina. Hjörvar Hafliðason, fjölmiðlamaður, verður veislustjóri kvöldsins. Hjörvar er Sandgerðingum að góðu kunnur, enda sonur Hafliða Þórssonar sem lengi rak útgerð, fiskimjölsverk- smiðju og fiskvinnslu í Sandgerði. Hjörvar á margar góðar minningar frá æskuárum sínum þar sem hann sem gutti vann í fiskvinnslu föður síns við Strandgötuna í Sandgerði. Ari Eldjárn sér um að kitla hlátur- taugar gesta af sinni alkunnu snilld. Gjörningalistahópurinn „Mígðu í saltan sjó“ sem samanstendur af hressu ungu fólki úr Sandgerði hefur sett saman óborganlegan mynd- bandsannál með því helsta sem gerð- ist í bæjarlífinu í Sandgerði síðasta árið eða svo. Ingó veðurguð leiðir „brekkusöng“ áður en ballið byrjar og má fastlega búast við því að áherslan verði tals- verð á klassíska sjóarasöngva. Kvöldið endar í dansi Kvöldið endar svo á stórdansleik með Stuðlabandinu. Það er von knatt- spyrnudeildarinnar að Suðurnesja- fólk flykkist á viðburðinn sem nú er haldinn í fyrsta sinn. Öll nágranna- byggðalögin á Suðurnesjum halda árlegt þorrablót og langar deildinni að fara aðrar leiðir í stað þess að ryðjast inn á þorrablótsmarkaðinn. Það verður ekkert til sparað til að hafa viðburðinn sem eftirminnilegastan og vonir standa til þess að viðburðurinn festi sig í sessi og verði haldinn árlega hér eftir. Nánari upplýsingar á fésbókinni, Ver- tíðarlok 2019 og miðasala fer fram á midi@reynir.is. „Sagt hefur það verið um Suðurnesjamenn, fast þeir sóttu sjóinn og sækja hann enn“ Saga Akraness víti til varnaðar Margrét Þórarinsdóttir, bæjarfull- trúi Miðflokksins í Reykjanesbæ, lagði fram bókun á fundi bæjar- stjórnar Reykjanesbæjar nýverið um fyrirhugaða útgáfu sögu Kefla- víkur. Með bókuninni ítrekar hún spurningu sína um kostnað við fyrir- hugaða útgáfu bókarinnar. „Málið virðist vera þannig vaxið að hér sé meirihlutinn að fara að ráðast í verkefni án þess að fyrir liggi kostnað- aráætlun. Það eru að sjálfsögðu engin vinnubrögð. Rétt er að geta þess hér að svona verkefni, kostnaðurinn við svona bókaútgáfu, hefur tilhneigingu til að fara fram úr áætlunum. Má þar nefna útgáfu um sögu Akraness sem dæmi. Ég vil því ítreka fyrirspurn mína og ætti meirihlutinn nú að hafa haft nægan tíma til að vinna svarið,“ segir Margrét í bókuninni. SUÐUR MEÐ SJÓ SUNNUDAGINN 12. MAÍ KL. 20:30 Á HRINGBRAUT OG VF.IS EINNIG MÁ HLUSTA Á ÞÁTTINN Í HLAÐVARPI VÍKURFRÉTTA 8 FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 9. maí 2019 // 19. tbl. // 40. árg.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.