Víkurfréttir - 09.05.2019, Side 12
HÖ
NN
UN
: V
ÍK
UR
FR
ÉT
TIR
Grunnskólakennarar
Við Grunnskóla Grindavíkur eru eftirfarandi stöður lausar:
Stöður umsjónarkennara á öll skólastig
Staða íþróttakennara, textilkennara og dönskukennara.
Umsóknarfrestur er til 12. maí
en ráðið er í stöðurnar frá 1. ágúst 2019.
Allur aðbúnaður og umhverfi skólans er til fyrirmyndar. Sjá
nánar á heimasíðu skólans www.grindavik.is/grunnskolinn.
Við leitum að einstaklingum með réttindi til kennslu í
grunnskóla sem eru metnaðarfullir, og góðir í mann-
legum samskiptum, með skipulagshæfileika, eru
sveigjanlegir og tilbúnir að leita nýrra leiða í skólastarfi.
Skólinn vinnur í anda Uppeldi til ábyrgðar.
Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um starfið.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra
sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.
Umsóknir skulu berast Grunnskóla Grindavíkur Ásabraut 2,
240 Grindavík eða sendist á netfangið gudbjorgms@grindavik.is
Nánari upplýsingar veitir Guðbjörg M. Sveinsdóttir
skólastjóri í síma 420-1200.
bk_atvinnuaugl_040315.pdf 1 2.5.2019 14:16:10
K y n n i n g á N P A
(notendastýrðri persónulegri aðstoð)
Einstök ráðgjöf í samvinnu við Þroskahjálp á Suðurnesjum
ætlar að kynna NPA samninga og þjónustu á þeim fyrir alla þá sem vilja.
Efni kynningar:
• Hvað er NPA (notendastýrð persónuleg aðstoð)?
• Hverjir hafa rétt á NPA?
• Hvar og hvernig er hægt að sækja um NPA?
• Reynslusögur
• Kynning á þjónustu sem Einstök ráðgjöf veitir
Kynning fer fram í húsnæði Þroskahjálpar (gengið er inn hjá Dósaseli)
að Hrannargötu 6, Reykjanesbæ, miðvikudaginn 15. maí n.k. kl. 20:00–21:00.
www.einstokradgjof.is
„Okkur langaði að halda styrktarviðburð. Það eru svo mörg ungmenni
sem eru komin í mikla neyslu og Stuðlar þurfa aðstoð til að geta hjálpað
þessum krökkum,“ segir Urður Unnardóttir en hún ásamt fjórtán öðrum
ungmennum í unglingaráði Fjörheima, félagsmiðstöðvarinnar í Reykja-
nesbæ, hefur skipulagt styrktarkvöld sem haldið verður í Fjölbrautaskóla
Suðurnesja miðvikudaginn 8. maí klukkan 19.
Allur ágóði kvöldsins rennur óskertur
til stofunarinnar Stuðla en Stuðlar
bjóða upp á greiningar- og meðferð-
arúrræði fyrir unglinga sem glíma
meðal annars við vímuefnavanda
og hegðunarörðugleika. Sigga Kling
verður veislustjóri á viðburðinum og
endar hún kvöldið á partýbingó. Þá
mun Sólborg Guðbrandsdóttir fjalla
um átak sitt gegn stafrænu og annars
konar kynferðisofbeldi og Sigga Dögg
kynfræðingur verður með trúnó. Við-
burðurinn er opinn öllum unglingum
og fullorðnum og kostar tvö þúsund
krónur inn. Hægt verður þó að styrkja
Stuðla aukalega á staðnum, hafi fólk
áhuga á því.
„Okkur langaði til að hjálpa öðrum
unglingum. Það er svo gott að vita að
maður sé að hjálpa,“ segir Þorbergur
Freyr Pálmarsson sem stendur einn-
ig að baki styrktarkvöldsins. Kvik-
myndin Lof mér að falla, sem sýnd var
í fyrra, kom mikilli vitundarvakningu
af stað meðal ungmenna og þykir
unglingaráðinu mikilvægt að halda
umræðunni á lofti. „Það eru miklu
fleiri en maður grunar sem eru á
vondum stað. Stuðlar þurfa á þessu
að halda. Það skiptir miklu máli að
við reynum ung að byrja að hafa áhrif
á samfélagið. Þetta verður ótrúlega
skemmtilegt kvöld,“ bætir Urður við.
Bingóspjöld verða seld á staðnum en
það verður eingöngu í boði að greiða
með reiðufé. Þá verður boðið upp á
léttar veitingar en viðburðurinn er
í samstarfi við Stapaprent, Sonic og
Samkaup. Hægt er að nálgast miða í
Gallerí Keflavík að Hafnargötu 32 og
við innganginn.
Ungmenni á Suðurnesjum styðja Stuðla með styrktarkvöldi:
Stuðlar þurfa aðstoð til að geta
hjálpað krökkum í mikilli neyslu
Á hvaða braut ertu?
Fjölgreinabraut.
Hver er helsti kostur FS?
Súkkulaðibitakaka i mötuneytinu.
Hver eru áhugamálin þín?
Körfubolti.
Hvað hræðistu mest?
Egóista.
Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að
verða frægur og hvers vegna?
Almar óli (puma) fyrir kraftlyftingar.
Hver er fyndnastur í skólanum?
Sverrir þór (svessi lee).
Hvað sástu síðast í bíó?
Shazam.
Hvað finnst þér vanta í mötuneytið?
Tyggjó.
Hver er helsti gallinn þinn?
Skrifa virkilega illa.
Hver er helsti kostur þinn?
Fáránlega góður að teikna.
Hvaða þrjú öpp eru mest
notuð í símanum þínum?
Instagram, Snapchat og Youtube.
Hverju myndir þú breyta ef þú værir
skólameistari FS?
Ekki neinu því Kristján er með þetta.
Hvaða eiginleiki finnst þér bestur
í fari fólks?
Brosmilt fólk.
Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum?
Hef enga skoðun á því.
Hver er stefnan fyrir framtíðina?
Ætla reyna komast í háskóla.
Hvað finnst þér best við að
búa á Suðurnesjum?
Stutt í allt.
Hræðist mest
FS-INGUR VIKUNNAR
egóista!
Veigar Páll Alexandersson er 17 ára Njarðvíkingur.
Honum finnst súkkulaðibitakaka vera helsti kostur
Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Veigar Páll er FS-ingur
vikunnar að þessu sinni.
...kennari? Anna Taylor.
...skólafag? Stærðfræði.
...sjónvarpsþættir? Fresh prince of belair.
...kvikmynd? Incredibles.
...hljómsveit? One direction.
...leikari? Will Smith.
Uppáhalds...
12 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 9. maí 2019 // 19. tbl. // 40. árg.