Víkurfréttir - 09.05.2019, Síða 17
Safnfulltrúi óskast í Duus Safnahús
Framtíðarstarf og sumarafleysingar
Reykjanesbær óskar eftir að ráða safnfulltrúa í Duus Safnahús.
Um 55 % starf er að ræða eftir vaktavinnufyrirkomulaginu 2-2-3 frá kl. 11.30–17.30.
Helstu verkefni:
■ Móttaka safngesta og leiðsögn um
sýningarnar
■ Umsjón með daglegum rekstri
safnahússins
■ Þátttaka og undirbúningur í
framkvæmd sýninga og annarra
viðburða í safnahúsinu.
■ Sala minjagripa og daglegt uppgjör
Menntunar- og hæfniskröfur:
■ Stúdentspróf eða annað sambærilegt
■ Reynsla af safnastarfi eða
ferðaþjónustu æskileg
■ Gott vald á íslensku og ensku
■ Hafi góða hæfni í mannlegum
samskiptum og sé með þjónustulund
■ Tölvukunnátta
Umsóknarfrestur er til og með 15. maí n.k. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að
sækja um starfið á vef Reykjanesbæjar: www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf
Nánari upplýsingar um starfið veitir Valgerður Guðmundsdóttir menningarfulltrúi
(valgerður.gudmundsdottir@reykjanesbaer.is)
Forsetahjónin ræddu við nokkra útlendinga og auðvitað heimafólk í Miðstöð símenntunar á
Suðurnesjum, hér eru þau með starfsfólkinu.
Það var verið að útbúa plokkfisk í Skólamat þegar forsetahjónin litu þar við
en það var fyrsta fyrirtækið sem þau heimsóttu.
Forsetinn fékk margar og miserfiðar spurningar frá áhugasömum nemendum í Fjölbraut.
Forsetahjónin enduðu heimsóknina með eldri borgurum
og hér er Guðni með einum elsta bæjarbúa Reykjanesbæjar, Maríu Arnlaugsdóttur.
Fida í geoSilica gaf forsetahjónunum gjafir í tilefni af heimsókn þveirra til hennar.
Forsetinn heimsótti Hæfingastöðina og heilsar hér upp á Ástvald Ólafsson.
Takk fyrir komuna!
Fyrir hönd bæjarstjórnar og íbúa í Reykjanesbæ
sendi ég forsetahjónunum, Elizu Reed og Guðna
Th. Jóhannessyni, kærar þakkir fyrir heimsókn
þeirra í fyrstu opinberu heimsókn forseta Íslands
til Reykjanesbæjar.
Það var ánægjulegt að fylgja þeim eftir í heimsókn
á tuttugu viðkomustaði í bæjarfélaginu þar sem
þau fengu að kynnast fjölbreyttu atvinnu- og
mannlífi í Reykjanesbæ.
Kær kveðja,
Kjartan Már Kjartansson,
bæjarstjóri
SUNNUDAGINN 12. MAÍ KL. 20:30
SUÐUR MEÐ SJÓ
Njarðvíkingurinn Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor
og hagfræðingur, sem starfaði m.a. í 12 ár hjá
Alþjóðabankanum, er gestur okkar í Suður með sjó í þessari viku
Hann segir Íslendinga hafa tekið hagfelldari ákvarðandir
í bankahruninu 2008 en t.d. Eystrasaltsríkin gerðu.
Suður með sjó á sunnudagskvöld á Hringbaut.
SUÐUR MEÐ SJÓ
Í HLAÐVARPI VÍKURFRÉTTA
17MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 9. maí 2019 // 19. tbl. // 40. árg.MANNLÍF Á SUÐURNESJUM