Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.05.2019, Síða 19

Víkurfréttir - 09.05.2019, Síða 19
Suður með sjó er ný þáttaröð hjá Sjónvarpi Víkurfrétta. Með hækkandi sól sýnum við næstu vikurnar viðtöl við Suðurnesjafólk sem hefur skarað fram úr á ýmsum sviðum, segja frá lífsreynslu sinni eða eru að gera áhugaverða hluti hér heima eða annars staðar. Við ætlum líka að fá Suðurnesjafólk í spjall í stúdíó Víkurfrétta þar sem við ræðum um málefni líðandi stundar, heit og köld. Suðurnesjamagasín heldur áfram sínu striki en nýr þáttur er frumsýndur á fimmtudagskvöldum kl. 20.30 á Hringbraut og vf.is. Í þáttunum er lögð áhersla á mannlífið á Suðurnesjum í sinni víðustu mynd, atvinnulífið, íþróttirnar og alla menninguna. SUNNUDAGINN 12. MAÍ KL. 20:30 SUÐUR MEÐ SJÓ FIMMTUDAGINN 9. MAÍ KL. 20:30 SUÐURNESJAMAGASÍN FORSETINN Í REYKJANESBÆ Njarðvíkingurinn Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor og hagfræðingur, sem starfaði m.a. í 12 ár hjá Alþjóðabankanum, er gestur okkar í Suður með sjó í þessari viku Hann segir Íslendinga hafa tekið hagfelldari ákvarðandir í bankahruninu 2008 en t.d. Eystrasaltsríkin gerðu. Suður með sjó á sunnudagskvöld á Hringbaut. SUÐUR MEÐ SJÓ og SUÐURNESJAMAGASÍN má sjá á Hringbraut, vf.is og í kapalsjónvarpinu í Reykjanesbæ. Allt efni þáttanna er einnig á Youtube- og Facebook-síðum Víkurfrétta. Páll Ketilsson ritstjóri Víkurfrétta ræddi við forsetahjónin eftir vel heppnaða heimsókn til Reykjanesbæjar. SUÐUR MEÐ SJÓ Í HLAÐVARPI VÍKURFRÉTTA ... og fleiri veitur væntanlegar VIÐTALSÞÆTTIR FRÁ SJÓNVARPI VÍKURFRÉTTA Á HRINGBRAUT Suðurnesjaliðunum í knattspyrnu gekk mjög vel um síðustu helgi og öll karlaliðin unnu sína leiki í fyrstu umferð nema Grindvíkingar sem gerðu jafntefli í öðrum leik sínum í Pepsi-deildinni. Keflvíkingar unnu flottan sigur á Fram á Nettóvellinum. Dagur Ingi Valsson og Jóhann Þór Arnarson skor- uðu mörk heimamanna í síðari hálf- leik en þá fóru Keflvíkingar á kostum. Njarðvíkingar áttu góða ferð í borgina þar sem þeir unnu Þrótt, Reykjavík 2:3. Brynjar Freyr Garðarsson kom Njarðvíkingum yfir en Þróttur skoraði næstu tvö. Njarðvíkingar skoruðu tvö mörk á 70. og 72. mínútu, fyrst Stefán Birgir Jóhannesson og síðan átti Bergþór Ingi Smárason þriðja markið sem reyndist sigurmarkið. Þróttur í Vogum og Dalvík/Reynir gerðu 2:2 jafntefli í fjörugum leik í Vogum. Pape Mamadou Faye kom heimamönnum yfir á 11. mín., síðan skoruðu gestirnir tvö mörk og voru nálægt því að tryggja sér sigurinn en Brynjar Kristmundsson bjargaði Þrótti með jöfnunarmarki á 90. mínútu. Hitt Suðurnesjaliðið í 2. deild, Víðir, vann 2:1 sigur á KFG. Mörk Víðis skor- uðu Helgi Þór Jónsson og Jón Tómas Rúnarsson. Nýr þjálfari Víðis er Kefl- víkingurinn Hólmar Örn Rúnarsson. Sandgerðingar byrja vel í 3. deildinni en þeir komu upp úr þeirri fjórðu eftir síðasta ár. Þeir unnu Sindra frá Hornafirði 3:1 á Sandgerðisvelli. Mörk Sandgerðinga skoruðu Admir Ku- bat, Gauti Þorvarðarson og Hörður Sveinsson, fyrrverandi markahrókur úr Keflavík, skoraði þriðja markið en skömmu áður náðu gestirnir að skora sitt eina mark. Keflavíkurstúlkur töpuðu fyrsta leik sínum gegn Fylki en þær léku við ÍBV á þriðjudaginn. Hægt er að sjá úrslit á vf.is. Góð byrjun Suðurnesjaliða í knattspyrnu Jóhann Þór Arnarson skoraði flott sigurmark Keflvíkinga gegn Fram. VF-mynd/pket. Stofnfiskur og knattspyrnudeild Þróttar Vogum hafa endurnýjað samning sín á milli um að Stofnfiskur verði áfram aðalstyrktaraðili deildarinnar. Samningurinn er mikið fagnaðarefni og mikilvægur fyrir báða aðila, hann styrkir enn frekar öflugt uppbyggingarstarf deildarinnar sem og að styðja meistaraflokk félagsins í 2. deild. Grindavíkurvöllur verður Mustad-völlurinn Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur gert styrktarsamning við Mustad Au- toline AS frá Noregi. Samningurinn felur í sér að heiti vallarins breytist úr því að vera Grindavíkurvöllur í það að vera Mustad-völlurinn. Mustad hefur verið í góðu samstarfi við sjávarútvegsfyrirtækin í Grindavík og hefur einnig verið með samning við körfuknattleiksdeild Grindavíkur þar sem íþróttahúsið hefur verið kallað Mustad-höllin. Á meðfylgjandi mynd er Sigurður Óli Þorleifsson að skrifa undir fyrir hönd Mustad og Gunnar Már Gunn- arsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur. Taekwondo-mennirnir Ágúst Kristinn Eðvarðsson og Krist- mundur Gíslason frá Taekwondo- deild Keflavíkur hafa verið valdir af Tae kwondo sambandi Íslands til að verða fulltrúar Íslands á Heimsmeistaramótinu í Manc- hester. Strákarnir eru búnir að æfa vel síðustu mánuði til þess að undirbúa sig fyrir mótið sem haldið verður 15.–19. maí. Báðir eru þeir nýbakaðir Norðurlanda- meistarar og er því hægt að segja að þeir séu í fantaformi og hafa háleit markmið fyrir komandi stórmót. Ágúst Kristinn og Krist- mundur eru með reynslumestu Taekwondo-mönnum landsins og hafa þrátt fyrir ungan aldur vakið athygli fyrir góða frammi- stöðu á mótum hér heima og er- lendis. Taekwondo-kappar á leið á HM 19ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 9. maí 2019 // 19. tbl. // 40. árg.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.