Víkurfréttir - 27.06.2019, Qupperneq 6
Verið velkomin
á samkomu
alla sunnudaga
kl. 11.00
Hvítasunnu-
kirkjan í Keflavík,
Hafnargötu 84
Bílaviðgerðir
Smurþjónusta
Varahlutir
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
sími 421 7979
www.bilarogpartar.is
Góð þátttaka var á fundi um undirbúning að stofnun samráðsvettvangs um samfélagsábyrgð á Suðurnesjum
sem haldinn var að frumkvæði Isavia í Reykjanesbæ á dögunum. Fundinn sátu forvígismenn Isavia auk fulltrúa
frá sveitarfélögunum Reykjanesbæ, Grindavík, Suðurnesjabæ og Vogum og einnig fulltrúa Kadeco og Sambands
sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS).
Keflavíkurflugvöllur, sem Isavia á og rekur, er einn stærsti
vinnustaðurinn á Reykjanesi. Vaxandi umfang hans hefur
mikil áhrif á vöxt sveitarfélaganna í kring. Það hefur sést
best með fjölgun íbúa þar undanfarin ár. Að sama skapi er
mikilvægt fyrir flugvöllinn að starfa í sátt við samfélagið,
enda forsenda þess að ná þeim árangri sem stefnt er að,
íslensku efnahagslífi til heilla.
Markmiðið með samráðsvettvanginum er að auka samstarf
Isavia, sveitarfélaganna og annarra hagaðila á Suður-
nesjum. Þannig megi vinna að sameiginlegum hags-
munum sem ein heild út frá Heimsmarkmiðum Sameinuðu
þjóðanna. Sú vinna yrði síðan tengd við stefnu stjórnvalda
um sjálfbæra þróun, sem er samþætt við sömu markmið.
„Óskastaðan að loku þessu verkefni er að Heimsmarkmið
Sameinuðu þjóðanna verði innleidd og þeim forgangs-
raðað út frá sameiginlegum hagsmunum sveitarfélaga og
fyrirtækja á Suðurnesjum,“ segir Hrönn Ingólfsdóttir, for-
stöðumaður verkefnastofu Isavia. „Grunnþættir árangurs
í þeirri vinnu snerta allt samfélagið hvort sem það tengist
þá atvinnu og afkomu, menntun og heilbrigði eða þá um-
hverfi og skipulagsmálum.“
Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, og Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS
Orku, hafa undirritað samning um raforkukaup Isavia. Samningurinn er
gerður í kjölfar útboðs þar sem HS Orka var lægstbjóðandi. Samningurinn
gildir næstu fjögur árin með heimild til framlengingar tvisvar sinnum um
tvö ár í senn, þannig að heildarsamningstími getur orðið átta ár.
„Með samningnum nær Isavia fram
hagræði í raforkukaupum ásamt því
að hann er liður í að minnka kolefnis-
fótspor Isavia þar sem gerð er krafa
um að öll keypt raforka sé endur-
nýjanleg,“ segir Sveinbjörn Indriða-
son, forstjóri Isavia. „Hægt verður að
kalla eftir uppruna- og hreinleikavott-
orði hvenær sem er á samningstíma.“
Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku, og
Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, við
undirritun samningsins.
Vinna deili-
skipulag fyrir
öryggissvæðið
á Keflavíkur-
flugvelli
Utanríkisráðuneytið hefur falið
Landhelgisgæslu Íslands að vinna
deiliskipulag fyrir öryggissvæðið
á Keflavíkurflugvelli. Skipulagið
er komið í auglýsingu.
Deiliskipulagssvæðið er um 760
ha að stærð og afmarkast sam-
kvæmt auglýsingu nr. 720/2015
um landfræðileg mörk öryggis
og varnarsvæða. Svæðið liggur að
landsvæðum sem eru innan sveitar-
félagamarka Reykjanesbæjar og
Suðurnesjabæjar. Mörk megin-
svæðis til austurs og að hluta til
suðurs eru að landi innan Reykja-
nesbæjar, til norðurs að svæði
Isavia (svæði A) á Keflavíkurflug-
velli og til vesturs og suðurs að
landi innan Suðurnesjabæjar.
Deiliskipulagstillagan fjallar m.a.
um afmörkun nýrra svæða fyrir
starfsemi innan svæðisins s.s. svæði
fyrir skammtíma gisti aðstöðu,
efnisvinnslusvæði, gistisvæði,
geymslusvæði og aðra landnotkun
og starfsemi.
Miðbæjarsvæðið í Vogum er farið að taka á sig
mynd. Fjögur tveggja hæða fjórbýlishús eru risin
við Skyggnisholt og grunnur þess fimmta hefur
verið steyptur. Þá eru fyrstu húsin við Lyngholt
einnig að rísa.
Í miðju miðbæjarsvæðinu fær svo náttúran að njóta
sín þar sem sjálfur Skyggnir rís hátt í landinu (eins
og sjá má fyrir miðri mynd) og þar verða göngu-
stígar um hverfið. Á miðbæjarsvæðinu verður
nokkuð fjölbreytt byggð en lengst til vinstri á
myndinni er t.a.m. gert ráð fyrir tveimur fimm
hæða fjölbýlishúsum. Lengst til hægri verða svo
tveggja og þriggja hæða fjölbýli en einnig er gert
ráð fyrir þjónustustarfsemi í hverfinu, handan
Skyggnisholts við Skyggni.
Myndin var tekin fyrir miðbæjarsvæðið nú í vikunni.
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Nýtt miðbæjarsvæði í Vogum tekur á sig mynd
Vilja auka samstarf Isavia, sveitarfélaga
og annarra hagaðila á Suðurnesjum
Forráðamenn sveitarfélaganna, Isavia og nokkurra hagsmunaaðila á Suðurnesjum að loknum samsráðsfundi.
Isavia samdi við HS
Orku um raforkukaup
Ísaga hefur sent skipulagsyfir-
völdum í Grindavík fyrirspurn um
land fyrir verksmiðjuframleiðslu á
koltvísýring (CO2).
Ef af verður yrði nýja verksmiðjan
staðsett við Orkubraut en þar stendur
m.a. metanólverksmiðja Carbon Re-
cycling International. Í erindinu til
Grindavíkurbæjar er m.a. talað um
mögulegt samstarf við HS Orku, sem
rekur orkuver sitt í Svartsengi.
Skipulagsnefnd hefur falið sviðstjóra
að afla frekari gagna en athuga þarf
umfang verkefnisins ásamt stærð og
hæð mannvirkja.
Metanólverksmiðja Carbon Recycling
International stendur á sömu slóðum
og Ísaga hefur áhuga á að reisa
koltvísýringverksmiðju sína.
Ísaga kannar mögu-
leika á koltvísýrings-
vinnslu í Svartsengi
AUGLÝSINGASÍMINN ER
421 0001
Elsku mamma okkar, tengdamamma, amma
og langamma
GRÉTA GUÐMUNDSDÓTTIR HAND
(Litlabæ)
Lést sunnudaginn 16. júní á heimili sínu í Cleburne, Texas.
Bálför hefur farið fram (í USA).
Linda Jósefsdóttir Guðbrandur Stefánsson
Robert Hand Kimberly Hand
Barnabörn og barnabarnabörn
6 FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 27. júní 2019 // 26. tbl. // 40. árg.