Víkurfréttir - 27.06.2019, Blaðsíða 10
Með sögu af Suðurnesjum
Og þessi indæla veðurblíða heldur áfram og draumur að vera úti á sléttum
sjó í þessari blíðu. Um þessar mundir eru flestir bátanna sem róa frá
Sandgerði og Grindavík að róa á handfærum og mest eru þetta minni
bátar. En þó ekki allir, því að í Sandgerði hafa tveir bátar verið að róa á
handfærum og eltast við ufsann og óhætt að segja að það hafi gengið vel.
Þetta eru Margrét SU, sem er eikarbátur og hefur landað 14,3 tonnum í
þremur róðrum í júní og mest 6,2 tonn í róðri, hinn er þekktur bátur að
nafni Ragnar Alfreðs GK og hefur landað 18,3 tonnum í þremur róðrum,
mest 7,8 tonn í róðri.
Aðeins að öðru. Síðasti pistill sem
ég skrifaði var bara, að mér fannst,
ekkert svo merkilegur, bara smá um
bátanna sem voru í slippnum í Njarð-
vík. En aldrei bjóst ég við þeim við-
brögðum sem ég fékk. Ansi margir
sendu mér skilaboð um ábendingar
varðandi bátana og það sem inn í
húsinu var.
Byrjum á því sem er inn í stóra hús-
inu. Þar er Sævík GK, plastbáturinn
sem áður hét Óli Gísla GK, en verið
að lengja bátinn. Hinn er Saxhamar
SH, fallegur, grænn bátur frá Rifi.
Verið er að vinna nokkuð í honum,
t.d. setja á hann nýjan krana og
aðrar endurbætur. Saxhamar SH er
mjög þekktur bátur hérna á Suður-
nesjum því báturinn var gerður
út frá Grindavík í 27 ár, fyrst með
nafnið Hrafn Sveinbjarnarson GK
255 og síðan með nafnið Sigurður
Þorleifsson GK.
Einn þeirra sem komu með ábend-
ingar er mikill bátamaður og hefur
hann myndað svo til alla báta á
Suðurnesjum í tugi ára, Emil Páll,
og vil ég þakka honum fyrir ábend-
ingarnar.
Ein af ábendingum Emils sneri af
bátnum sem heitir Valbjörn ÍS. Ég
sagði í síðasta pistli að hann ætti sér
litla sögu á Suðurnesjum, þar fór ég
rangt með því báturinn á sér ansi
mikla sögu tengda Suðurnesjum,
báturinn var nefnilega smíðaður í
Njarðvík. Ekki þó hjá Skipasmíða-
stöð Njarðvíkur, heldur hjá Vél-
smiðjunni Herði hf. sem þá var til.
Báturinn kom á flot árið 1984 og hét
þá fyrst Haukur Böðvarsson ÍS 847
og var þá báturinn 19,8 metra langur
og fimm metra breiður. Báturinn var
þá allt öðruvísi en hann er í dag því
saga hans er að mestu bundin við Ísa-
fjörð og hefur báturinn farið í gegnum
miklar breytingar í gegnum árin.
1998 þá var báturinn lengdur um
tæplega tíu metra, upp í 29 metra,
og árið 2002 var endurbyggður
afturendinn, skipt um aðalvél, gír,
skrúfubúnað og ljósavél.
Haukur Böðvarsson ÍS var smíðaður
eins og áður segir hjá Vélsmiðjunni
Herði hf. og var þetta stærsti bátur-
inn sem var smíðaður hjá þeirri vél-
smiðju. Hann var með skipasmíða-
númerið 2 frá þeirri stöð.
En hvaða bátur var þá með skipa-
smíðanúmerið 1 hjá Herði hf.? Já,
það er nefnilega nokkuð merkilegt
því það var báturinn Hamraborg SH
222 sem var smíðaður árið 1975. Þessi
bátur var smíðaður í Sandgerði og er
stærsti stálbáturinn sem hefur verið
smíðaður í Sandgerði, aðeins nokkrir
minni bátar hafa verið smíðaðir þar.
Fyrir þá sem ekki vita hvar þetta
var þá er gott að rifja það upp. Þar
sem núna eru löndunarkranarir
við Norðurgarðinn í Sandgerði, þar
hinum megin er stórt grátt hús sem
er tómt. Þar áður var bara sjór og
þar var klettur eða hamar og þar var
Vélsmiðjan Hörður hf. með aðstöðu
sína, Hamraborg SH var sjósett bak
við norðurgarðinn þar sem núna er
landfylling, og faðir minn Reynir
Sveinsson á einmitt ansi margar
myndir af þeim atburði þegar að
Hamraborg SH var sjósettur.
Þessi bátur sem er með skipasmíða-
númer 1 frá Vélsmiðjunni Herði er
ennþá til í dag og heitir Jón Hákon
BA en hefur ekkert landað afla síðan
í ágúst árið 2017.
Já, það má svo sem sanni segja að
þessi bátur, Valbjörn ÍS, eigi sér
margtfalt meiri sögu hérna á Suður-
nesjum en ég skrifað um í síðasta
pistli.
Vil ég þakka ykkur kærlega, lesendur,
fyrir ábendingarnar en þær sýna mér
að þið lesið þessa pistla og fyrir það
er ég mikið þakklátur.
Minni svo á að Vertíðaruppgjörið
2019–1969 er til sölu hjá mér í síma
7743616.
AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Gísli Reynisson
gisli@aflafrettir.is
AFLA
FRÉTTIR
„Nú þegar umræða um mögulegan flugvöll í Hvassahrauni er enn á ný farin
af stað telur bæjarstjórn Reykjanesbæjar rétt að vekja athygli á nokkrum
atriðum varðandi Hvassahraun sem flugvallarstæði.
Frá því flugvöllur í Hvassahrauni var
nefndur sem ákjósanlegur valkostur
fyrir staðsetningu innanlandsflugs í
niðurstöðum nefndar um flugvallar-
kosti á höfuðborgarsvæðinu (Rögnu-
nefndar) í júní 2015, hefur umræða
um slíkan völl skotið upp kollinum
með mislöngu millibili.
Þrátt fyrir að nú séu fjögur ár liðin
frá því að niðurstaða nefndarinnar
var birt, hefur þeirri spurningu enn
ekki verið svarað hvort æskilegt sé
að byggja flugvöll á þessu svæði, í
miðju óröskuðu hrauni sem jafn-
framt liggur ofan á og nærri vatns-
verndarsvæði okkar Reyknesinga,“
segir í sameiginlegri bókun bæjar-
stjórnar Reykjanesbæjar frá því á
þriðjudagskvöld.
Þá segir: „Bæjarstjórn vill beina til
Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja
að hún taki afstöðu til þess hvort og
hvaða afleiðingar slíkur flugvöllur
myndi hafa fyrir svæðið.
Jafnframt vill bæjarstjórn skora á
stjórnvöld að sjá til þess að fulltrúar
Suðurnesja hafi aðkomu að þeim
starfshópum og nefndum sem fjalla
um flugmál þar sem flugsamgöngur
ráða miklu um stöðu þessa svæðis og
afkomu þeirra sem þar búa.
Það hefði eflt og einfaldað alla um-
ræðu, hefði verið horft til þessara
hagsmuna í vinnu nefndar um flug-
vallarkosti á sínum tíma.“
Undir bókunina rita allir bæjarfull-
trúar Framsóknarflokks, Samfylk-
ingar, Beinnar leiðar, Miðflokks, Frjáls
afls og Sjálfstæðisflokks.
Hvaða afleiðingar hefur flugvöllur
í Hvassahrauni fyrir Suðurnes?
Frá mislægum gatnamótum Reykjanesbraut á Strandarheiði, Hvassahraun í baksýn. VF-mynd: Hilmar Bragi
Miðvikudaginn 17. júlí verður Skötumessan enn og aftur haldinn í Garðinum.
Borðhald hefst kl. 19 og að venju verður boðið upp á glæsilegt hlaðborð af
skötu, saltfiski, plokkfiski og meðlæti og rómuð skemmtidagskrá að venju
flutt af fólki sem leggur okkur lið.
Skólamatur sér um matinn eins og
áður og skemmtidagskráin saman-
stendur af hefðbundnum atriðum.
Dói og Baldvin sjá um harmonikku-
leik á meðan fólkið er að koma sér
fyrir og síðan rekur hver dagskrár-
liðurinn sig af öðrum. Geimsteinar
Suðurnesja, Davíð Már Guðmundsson
og Óskar Ívarsson, taka nokkur lög
eins og Olsenbræðurnir Erlingur og
Svavar Helgasynir áður en Sigríður Á.
Andersen, fv. ráðherra frá Móakoti í
Garði, flytur ræðu kvöldsins. Það er
von á góðu frá þeim kvenskörungi.
Þá afhendum við styrkina sem við
öll erum þátttakendur í og að lokum
verða stuttir tónleikar þar sem Hall-
dór Gunnar Fjallabróðir og Sverrir
Bergman stórsöngvari skemmta
Skötumessugestum. Þeir félagar harð-
neituðu að fá greiðslu fyrir að koma
fram og leggja þannig stuðning sinn
við gott málefni.
Vilt þú verða einn af þeim?
Árlega mæta rúmlega 400 manns á
Skötumessuna og borða til blessunar
eins og dómkirkjupresturinn orðaði
það svo skemmtilega við mig. Við
leggjum öll saman í þetta verkefni og
erum líka öll viðstödd þegar styrkirnir
eru greiddir út í lok kvöldsins. Ég
spyr því þig lesandi góður: Vilt þú
ekki verða einn af þeim sem leggja
fötluðum og þeim sem eru hjálpar
þurfi lið? Vinnufélagar og kaffifélagar
víða á Suðurnesjum, nú er tækifæri til
þess og við erum öll í sama liðinu og
finnum hvað þetta kvöld getur skipt
miklu máli fyrir þá sem við styðjum.
Verð aðgöngumiða er 5.000 kr. Það
hjálpar til að greiða aðganginn inn
á reikning Skötumessunnar fyrir
fram eins og okkar fólk er vant en
reiknisnúmerið er; 0142-05-70506,
kt. 580711-0650.
Nú er Skötumessan í fyrsta skipti
haldin í sameiginlegu sveitarfélagi
og því sérstakt tækifæri fyrir íbúa
að gera Skötumessuna að sinni ár-
legu bæjarskemmtun, mæta vel og
styðja við verkefni í heimabyggð í
Suðurnesjabæ.
Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest
í Gerðaskóla miðvikudaginn 17. júlí,
mæta tímanlega og finna sér sæti og
hlusta á harmonikkutóna frá Dóa og
Baldvin fyrir kvöldverðinn.
Helstu stuðningsaðilar Skötumess-
unnar eru; Fiskmarkaður Suðurnesja,
Skólamatur ehf, Icelandair Cargo,
Suðurnesjabær og fl.
Skötumessan er áhugafélag
um velferð fatlaðra.
SKÖTUMESSAN 2019
VERÐUR HALDIN Í MIÐGARÐI GERÐASKÓLA Í GARÐI
Störf í boði
hjá Reykjanesbæ
Bæjarstjóri – aðstoðarmaður
Fjármálasvið – fjármálastjóri
Stjórnsýslusvið – forstöðumaður Súlunnar
Leikskólinn Holt – sérkennslustjóri
Holtaskóli – samfélagsfræðikennari
Vinnuskólinn – ný umsókn fyrir 8., 9. og 10 bekk
Velferðarsvið – lýðheilsufræðingur
Akurskóli – hönnunar- og smíðakennari
Holtaskóli – dönskukennari
Fjörheimar/88 húsið og Bardagahöll – ræstingar
Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum
vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru
jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf.
Viðburðir
í Reykjanesbæ
Ljósanótt 2019 - styrkir vegna viðburðahalds
Viltu standa fyrir viðburði, uppákomu, tónleikum,
námskeiði, smiðju eða einhverju öðru skemmtilegu á
Ljósanótt?
Menningarráð Reykjanesbæjar býður einstaklingum eða
hópum fimm 100.000 króna styrki til viðburðahalds á
Ljósanótt.
Umsóknir sendar á netfangið ljosanott@ljosanott.is fyrir
12. ágúst nk.
Nánar á vefsíðu Reykjanesbæjar undir Auglýsingar og á
Facebooksíðu Ljósanætur.
10 FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 27. júní 2019 // 26. tbl. // 40. árg.