Víkurfréttir - 27.06.2019, Side 13
Gildi ÁTVR eru LIPURÐ – ÞEKKING – ÁBYRGÐ.
Ráðningar í stöður hjá fyrirtækinu taka mið af þessum gildum.
ÁTVR rekur 51 Vínbúð um allt land. Stefna ÁTVR er að vera eitt
af fremstu þjónustufyrirtækjum landsins og fyrirmynd á sviði
samfélagsábyrgðar. Fyrirtækið vill að vinnustaðurinn sé öruggur,
heilsueflandi og skemmtilegur þar sem samskipti einkennast af
lipurð, þekkingu og ábyrgð.
Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri og sakavottorðs er krafist.
Umsóknarfrestur er til og með 8. júlí nk. Umsóknir óskast fylltar út á vinbudin.is.
Nánari upplýsingar: Guðlaug Íris Margrétardóttir – grindavik@vinbudin.is, 426 8787
og Thelma Kristín Snorradóttir – starf@vinbudin.is, 560 7700.
Hæfniskröfur
• Jákvæðni og rík þjónustulund
• Góð hæfni í mannlegum samskiptum
• Almenn tölvukunnátta
• Reynsla af verslunarstörfum er kostur
Helstu verkefni og ábyrgð
• Afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini
• Framstilling á vöru og vörumeðhöndlun
• Umhirða búðar
Við leitum að jákvæðum og röskum einstaklingi sem er tilbúinn
að veita framúrskarandi og ábyrga þjónustu.
VÍNBÚÐIN GRINDAVÍK ÓSKAR EINNIG EFTIR STARFSMANNI Í TÍMAVINNU
Unnið er að jafnaði alla föstudaga og annan hvern laugardag.
VÍNBÚÐIN GRINDAVÍK
Við óskum eftir
starfsmanni
Starfshlutfall er 93,8%.
Haustið 2019 hefst nýtt nám til stúdentsprófs í Menntaskólanum á Ásbrú.
Skólinn sem er staðsettur í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú í Reykjanesbæ
hefur verið nokkur ár í burðarliðnum og eru skólastjórnendur ánægðir
með viðbrögðin.
Samkvæmt Nönnu Kristjönu Trausta-
dóttur, forstöðumanns stúdents-
brauta Keilis, bárust ríflega eitt
hundrað umsóknir um skólavist
á haustönn 2019 en skólinn hefur
vilyrði fyrir 40 nemendaígildum á
ársgrundvelli samkvæmt samningi
við Mennta- og menningarmálaráðu-
neytið sem var undirritaður fyrr á ár-
inu. „Við tökum inntökuviðtöl við alla
umsækjendur og við vorum gríðar-
lega ánægð með hversu fjölbreyttur
hópurinn var og hversu áhugasamir
krakkarnir voru fyrir náminu,“ segir
Nanna Kristjana en hún verður fyrsti
skólameistari Menntaskólans á Ásbrú.
„Þetta er ástæðan fyrir því að við
tökum inn fleiri nemendur en við
fáum ígildi fyrir.“
Rúmlega helmingur nemenda
búsettir utan Reykjanessins
„Gæði umsóknanna gerði okkur ein-
staklega erfitt fyrir að velja úr ein-
staklinga í þennan fyrsta hóp nem-
enda í tölvuleikjanámið en markmiðið
var að búa til öflugan og samheldinn
hóp fólks með breiðan bakgrunn og
fjölbreytt áhugasvið. Það er nefni-
lega þannig að tölvuleikjagerð er
svo sannarlega ekki samansafn ein-
sleitra einstaklinga með áhuga á for-
ritun, heldur skiptir máli að hafa fólk
sem hefur líka áhuga á listgreinum,
skapandi hugsun, verkefnastjórnun,
frumkvöðlastarfi og teymisvinnu svo
eitthvað sé nefnt,“ bætir Nanna við.
Af samþykktum umsóknum er um
fimmtungur nýnema stelpur en auk-
inn áhugi kvenna hefur verið á tölvu-
leikjagerð og forritun á undanförnum
árum. Flestir nemendur eru búsettir
í Reykjanesbæ, eða tólf talsins, en
samtals koma 22 nemendur í þessum
fyrsta árgangi frá Reykjanesi. Nítján
nemendur koma af höfuðborgarsvæð-
inu, þar af eru flestir, eða níu talsins,
búsettir í Hafnarfirði. Þá koma aðrir
nemendur víðs vegar af landinu, svo
sem Akureyri og Grundarfirði.
Nýstárleg skólastofa í
samstarfi við IKEA
Þessa dagana er unnið að því að
klára aðstöðu nemenda og náms-
rými skólans sem verður staðsett í
þeim hluta aðalbyggingar Keilis sem
áður hýsti tæknifræðinám Háskóla
Íslands. „Við höfum verið í góðu sam-
starfi við hönnunarteymi IKEA sem
hefur verið okkur innan handar við
þróun á námsrýminu og útkoman
verður vonandi ein nýstárlegasta og
skemmtilegasta skólastofa landsins.“
Markmiðið verður að skapa vinnuað-
stöðu í sérklassa sem verður sérstak-
lega hannað með það að leiðarljósi
að vera nútímalegt, fjölbreytt og
aðlaðandi starfsumhverfi þar sem
nemendum líður vel og langar til þess
að sinna vinnu sinni.
Nútímalegt og sveigjanlegt
staðnám
Samkvæmt Nönnu er skólastofa
kannski ekki réttnefni, þar sem
leitast verður við að hanna og setja
upp fjölbreytt og sveigjanlegt rými
sem hentar mismunandi kröfum
og þörfum nútíma nemenda. „Þetta
verður í anda þeirrar nýbreytni í
kennsluaðferðum sem hefur einkennt
skólastarf Keilis á undanförnum
árum. Við verðum með nútíma
kennsluhætti, vendinám, þverfaglega
vinnu og verkefnamiðað vinnulag. Það
verða engin lokapróf heldur leggjum
við áherslu á fjölbreytt námsmat sem
sinnt er jafnt og þétt. Þá munum við
seinka upphafi vinnudags nemenda
í svartasta skammdeginu. “
Menntaskólinn á Ásbrú verður
settur í fyrsta sinn þann 16. ágúst
næstkomandi með nýnemadegi og
hefst kennsla samkvæmt stundaskrá
mánudaginn 19. ágúst.
45 nýnemar samþykktir í Menntaskólann á Ásbrú
Sérhæfðir kennsluhættir barna
með hegðunarvanda
Þegar Hvatningarverðlaunin voru afhent var einnig vakin sérstök athygli
á tveimur öðrum verkefnum sem þóttu skara fram úr. Annað þeirra var
námsúrræðið Goðheimar sem er sérhæft námsúrræði fyrir nemendur í
1.–6. bekk í Reykjanesbæ sem eru í brýnni þörf fyrir sérhæfða kennslu-
hætti og er þjálfun sem tekur mið af þörfum barna með hegðunarvanda.
Að verkefninu standa þeir Guðlaugur Ómar Guðmundsson, Jón Haukur
Hafsteinsson og Sigurður Hilmar Guðjónsson frá Háaleitisskóla.
Vidubiology stóreykur áhuga á líffræði
Hitt verkefnið, sem vakin var sérstök athygli á, er Notkun Vidubiology
í kennslu en Ragnheiður Alma Snæbjörnsdóttir stendur á bakvið það.
Vidubiology er alþjóðlegt verkefni sem er í stöðugri þróun en áhersla
verkefnisins er að skoða áhrif verkefnavinnu á viðhorf, skilning, virkni
og áhuga á líffræði. Ragnheiður Alma er kennari í 5. bekk í Njarð-
víkurskóla og hefur verið að rannsaka og prófa sig áfram með notkun
myndmiðlunar en rannsóknin er hluti af meistaraverkefni hennar.
Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að áhugi nemenda hefur
stóraukist við notkun Vidubiology í kennslu.
MANNLÍF Á SUÐURNESJUM
SUNNUDAGA KL. 20:30
á Hringbraut og vf.is
13FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 27. júní 2019 // 26. tbl. // 40. árg.