Víkurfréttir - 27.06.2019, Page 14
SMÁAUGLÝSINGAR SMÁAUGLÝSINGAR
Laus störf
Blaðberi óskast til að bera út
Morgunblaðið í Innri-Njarðvík
Upplýsingar veitir Kristrún í síma
862-0382
Til leigu
Lítil iðnaðarbil til leigu að Bakka-
braut 10. Laus fljótlega. Upplýsingar
veitir Jóhann í síma 896-0096
Leikskólinn Holt
Sérkennslustjóri óskast
Leikskólinn Holt í Reykjanesbæ auglýsir stöðu sérkennslu-
stjóra lausa til umsóknar. Leikskólinn er fimm deilda
leikskóli sem starfar i anda Reggio Emillia, vinnur að
heilslueflandi leikskóla og er Grænfána skóli.
Starfssvið:
• Er faglegur umsjónarmaður sérkennslu í leikskólanum,
annast frumgreiningu og ráðgjöf til starfsmanna
• Hefur yfirumsjón með gerð verkefna og ber ábyrgð
á gerð einstaklingsnámskráa fyrir börn sem njóta
sérkennslu
• Veitir foreldrum barna sem njóta sérkennslu,
stuðning, fræðslu og ráðgjöf
• Sinnir þeim verkefnum er varða sérkennslu sem yfir-
maður felur honum
• Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla,
aðalnámskrá leikskóla og menntastefnu Reykjanes-
bæjar
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Leikskólakennaramenntun
• Framhaldsmenntun í sérkennslufræðum æskileg
• Reynsla af starfi með börnum á leikskólaaldri
• Góð færni í samskiptum
• Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
• Góð íslenskukunnátta
Um er að ræða 50% starf. Launakjör eru samkvæmt kjara-
samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutað-
eigandi stéttarfélag.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 20. ágúst 2019.
Starfið hentar jafnt konum sem körlum. Umsóknarfrestur
er til 1. ágúst 2019. Sækja skal um starfið á vef Reykjanes-
bæjar, www.reykjanesbaer.is undir Laus störf.
Nánari upplýsingar gefur María Petrína Berg leikskólastjóri
í síma 8485886 eða á maria.p.berg@leikskolinnholt.is
Fimm nemendur fæddir árið 2000, sem voru saman í Grunnskóla Grinda-
víkur, útskrifuðust úr Menntaskólanum á Akureyri þann 17. júní. Frá þessu
er greint á vef Grindavíkurbæjar.
Um mjög stóran útskriftarárgang var
að ræða þar sem MA var að útskrifa
tvo árganga. Annars vegar síðasta
árganginn sem tók stúdentsprófið
á fjórum árum og hins vegar fyrsta
árganginn sem tók stúdentsprófið
á þremur árum. Samtals voru þetta
330 nemendur.
Ekki er algengt að svona margir nem-
endur úr Grindavík útskrifist á sama
tíma frá Menntaskólanum á Akureyri
en auk þeirra sem kláruðu á þremur
árum voru tvö fædd 1999 einnig að
klára MA.
Meðfylgjandi myndir voru teknar
fyrsta skóladaginn þeirra fyrir
þremur árum og síðan á sjálfan út-
skriftardaginn.
Nemendurnir eru frá vinstri, Teitur
Leon Gautason, Telma Lind Bjarka-
dóttir, Belinda Berg Jónsdóttir, Mar-
grét Fríða Hjálmarsdóttir og Kristín
Anítudóttir McMillan.
Þá útskrifuðust einnig Gauti Ragnars-
son og Elín Björg Eyjólfsdóttir, fædd
árið 1999, frá MA.
Fimm bekkjarsystkin úr Grunn-
skóla Grindavíkur útskrifast úr MA
Ekki er vika án Víkurfrétta!
Njarðvíkingar áttu hræðilegan dag
á knattspyrnuvellinum á mánudags-
kvöld þegar þeir tóku á móti Haukum
á Rafholtsvellinum í Njarðvík í
Inkasso-deild karla á Íslandsmótinu
í knattspyrnu. Fyrri hálfleikurinn er
eitthvað sem heimamenn vilja gleyma
sem fyrst. Áður en dómarinn hafði
flautað til hálfleiks höfðu gestirnir
skorað fjögur mörk.
Haukar skorðuðu fyrsta markið á
16. mínútu og svo komu mörkin með
tíu mínútna millibili og engu líkara
en Njarðvíkingar væru að upplifa
martröð.
Heimamenn voru bara alls ekki góðir í
fyrri hálfleik en hafa greinilega fengið
hárblásara í hálfleik því þeir mættu
frískir til síðari hálfleiks og skoruðu
fljótlega og sýndu allt annan leik
en þeir höfðu boðið uppá fyrstu 45
mínúturnar.
Ekki tókst Njarðvíkingum að bæta
við marki og þurftu að horfa upp á
fimmta mark Hauka í uppbótartíma.
Fimm tapleikir í röð og útlitið er svart.
Njarðvíkingar eru í fallsæti og aðeins
með sjö stig eftir níu umferðir.
MANNLÍF Á SUÐURNESJUM
Njarðvíkingar teknir í bakaríið
Það var algjört Stjörnuhrap í Keflavík á mánudagskvöld þegar Keflavík tók
á móti Stjörnunni í Pepsi Max-deild kvenna á Íslandsmótinu í knattspyrnu.
Heimakonur unnu stórsigur á Stjörnunni, 5-0, og náðu með sigrinum að
komast úr fallsæti.
Keflavík var betra liðið og Stjarnan
sá aldrei til sólar. Sophie Mc Mahon
Groff kom Keflavík yfir strax á annari
mínútu. Hún átti stangarskot sem
barst aftur til hennar og þá lá beinast
við að skalla boltann af öryggi í netið.
Sveindís Jane Jónsdóttir var svo búin
að skora annað mark Keflavíkur þegar
rétt stundarfjórðungur var liðinn af
leiknum. Staðan í hálfleik var 2-0 fyrir
Keflavík. Krafturinn og sjálfstraustið
var til staðar hjá Keflvíkingum sem
höfðu yfirburði á vellinum og voru
betra liðið í kvöld.
Það sannaðist strax á annarri mínútu
síðari hálfleiks. Þá skoraði Natasha
Moraa Anasi þriðja mark Keflavíkur.
Dröfn Einarsdóttir skoraði fjórða
markið á 47. mínútu og Sophie Mc
Mahon Groff gulltryggði svo glæstan
sigur Keflavíkur með sínu öðru marki
á 68. mínútu.
Eftir leikinn eru Keflavíkurstúlkur
komnar upp í 8. sæti deildarinnar
með sex stig.
Stórsigur Keflavíkur á Stjörnunni
Suðurnesjaliðin
töpuðu í 2. deildinni
Víðismenn töpuðu með þremur
mörkum gegn einu þegar þeir sóttu
Fjarðabyggð heim á Eskjuvöllinn fyrir
austan um helgina í 2. deild Íslands-
mótsins í knattspyrnu karla.
Atli Freyr Ottesen Pálsson skoraði
mark Víðis í leiknum.
Í síðustu viku tók Þróttur Vogum á
móti ÍR á Vogaídýfuvellinum í Vogum.
Heimamenn töpuðu leiknum með
tveimur mörkum gegn engu.
Á föstudag fá Víðismenn ÍR-inga í
heimsókn í Garðinn en Þróttur fer
á Selfoss.
Víðismenn eru í 4. sæti 2. deildar með
13 stig en Þróttur Vogum er í 9. sæti
með 9 stig.
Grindavík tapaði
Grindvíkingar töpuðu fyrir Vals-
mönnum með einu marki gegn engu
í Pepsi MAX-deild karla á Íslands-
mótinu í knattspyrnu um liðna helgi.
Grindvíkingar eru í 10. sæti deildar-
innar með 10 stig. Þeir hafa aðeins
unnið einn leik af síðustu fimm
leikjum, gert tvö jafntefli og tapað
tveimur.
Keflavík í 3. sæti
Keflavík og Þór skildu jöfn í marka-
lausum leik norður á Akureyri um
helgina í viðureign liðanna í 8. umferð
Íslandsmótsins í knattspyrnu karla,
Inkasso-deildinni.
Keflvíkingar eru í þriðja sæti deildar-
innar með 14. stig en Þór og Fjölmir
eru á toppnum með 16 stig.
Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hefur samið við Evaldas Zabas um
að ganga til liðs við félagið fyrir komandi keppnistímabil í Domino´s-
deild karla.
Evaldas er fæddur árið 1988 í Lit-
háen en flutti á unglingsárum til
Kanada. Hann er 188 cm, líkam-
lega sterkur og hraður bakvörður
og hefur leikið sem atvinnumaður
síðan árið 2008. Hann hefur leikið
víða, í sterkum deildum í Þýska-
landi, Englandi, Svíþjóð, Tékklandi,
Kanada, Litháen, Eistlandi, Grikk-
landi og Belgíu og í vetur lék hann
með TAU Castello í LEB gold á Spáni
en það er sama lið og Ægir Steinars-
son lék með 2017/2018. Hann lék
meðal annars með okkar fyrrum
leikmönnum, þeim Giordan Wat-
son og Jeb Ivey, þegar hann var á
mála hjá Bremerhaven í Þýskalandi
í upphafi atvinnumannaferils síns.
Evaldas Zabas semur við Njarðvík
Snarpar Keflavíkurkonur
yfirspiluðu Stjörnuna.
VF-mynd: Hilmar Bragi
Fimm tapleikir í röð og útlitið er svart.
Njarðvíkingar eru í fallsæti og aðeins með sjö
stig eftir níu umferðir. VF-mynd: Hilmar Bragi
14 ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 27. júní 2019 // 26. tbl. // 40. árg.