Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.06.2019, Page 15

Víkurfréttir - 27.06.2019, Page 15
Eftir langa og stranga helgi er lokaniðurstaðan hjá ÍRB á AMÍ 2019 annað sætið. „Við getum verið afar stolt af okkar fólki sem ljómaði af keppnis- hörku, samstöðu, gleði og einbeitingu. Við sáum mjög mikið af bætingum og oft á tíðum ótrúlega stórar bætingar. Í ár áttum við færri toppa en oft áður en unnum mjög mörg verðlaun í heildina og það var það sem skilaði liðinu öðru sætinu,“ segir Steindór Gunnarsson. Stærstu afrek mótsins hjá ÍRB voru að Eva Margrét Falsdóttir varð sjöfaldur aldursflokkameistari og Katla Mar- ía Brynjarsdóttir fjórfaldur aldurs- flokkameistari. Þeir sem urðu Aldursflokka- meistarar á AMÍ 2019: Denas Kazulis: 100m flug. Eva Margrét Falsdóttir: 100m bringa, 200m skrið, 200m flug, 100m skrið, 200m bringa og 400m fjór og 4 x 100m fjórsund. Fannar Snævar Hauksson: 100m flug. Katla María Brynjarsdóttir: 400 skrið, 200m bak, 200m skrið og 100m bak. Sunneva Bergmann Ásbjörnsdóttir: 200m bringa. Telpnasveit ÍRB í 4 x 100m fjórsundi. Rebekka Marín Arngeirsdóttir; Eva Margrét Falsdóttir, Elísbet Jóhannesdóttir og Thelma Lind Einarsdóttir. „Við þjálfarnir erum gríðarlega stoltir af sundfólkinu okkar. Það gerði allt sem var lagt upp með og miklu meira en það. Samstaðan, gleðin, keppnis- harkan, hvatningin og einbeitingin sem einkenndi okkar fólk var stór- kostleg. Enn og aftur áttum við frá- bæran lokadag, en þar spilar inn einbeiting og skipulag, eins og t.d. hvíld en við stóðum okkur best í þeim þætti. Við áttum næst fjölmennasta liðið í ár en stefnum á að verða stærri, sterkari, betri og hraðari á næsta ári,“ segir Steindór og bætir við: „Öll framkvæmd mótsins var frábær og eiga stjórnarfólk og foreldrar mikið hrós skilið. Svona mót er mikil fram- kvæmd og það að eiga fólk sem er tilbúið í svona mikið sjálfboðaliða- starf er stórkostlegt. Allar hendur klárar fyrir liðið og allir samtaka. Reykjanesbær og starfsfólk sund- laugarinnar eiga einnig mikið hrós skilið og Reykjanesbær sem íþrótta- rbær getur verið afar stoltur af okkar fólki“. Aldursflokkameistaramót Íslands í sundi haldið í Reykjanesbæ: Eva Margrét sjöfaldur meistari og Katla María fjórfaldur meistari Eva Margrét Falsdóttir. Katla María Brynjarsdóttir. Sveinasveitin. Fyrirliðar ÍRB á AMI,́ Birna Hilmarsdóttir og Kári Snær Halldórsson. Aldursflokkameistarar ÍRB. Ljósmyndir frá ÍRB. Frammistaða liðsins frábær hingað til „Þetta var alveg hreint magnaður leikur af okkar hálfu. Það er ekkert betra en að finna sigurtilfinningu aftur sem hefur kannski ekki verið til staðar nógu oft á þessu tímabili. Við eigum alveg nóg eftir og ég vil hvetja alla sanna Keflvíkinga að mæta á næstu leiki hjá okkur,“ segir Sveindís Jane Jónsdóttir en Keflvíkingar byrjuðu vikuna á því að rústa Stjörnunni, 5-0, í Pepsi Max deildinni í knattspyrnu. Með sigrinum gegn Stjörnunni tókst stelpunum að koma sér upp um sæti í deildinni og verma nú áttunda sætið eftir tvo sigra í röð. Sveindís segist sátt með frammistöðu liðsins sem hafi lagt sitt allra best fram í öllum leikjum sumarsins. „Frammi- staða liðsins hefur verið frábær hingað til. Stigataflan eins og hún er í dag segir ekkert til um frammistöðu liðsins í þeim leikjum sem eru búnir. Í efstu deild eru leikmenn með meiri reynslu, gæðin eru meiri og tempóið hærra. Verkefnið er alls ekki erfiðara en við áttum von á, við höfum haldið okkur vel inni í öllum leikjum og gefið stóru liðum deildarinnar góða leiki.“ Aðspurð um restina af sumrinu segir Sveindís það erfitt að segja til um hvernig það fari. Markmiðið sé þó að halda sér í deildinni og einn leikur verði tekinn í einu. „Ég er að bæta mig með hverjum leiknum og þeir fara allir í reynslubankann. Við stelpurnar munum leggja okkur allar fram.“ Sveindís Jane Jónsdóttir er að gera góða hluti í liði Keflavíkur Sveindís Jane Jónsdóttir. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson 15ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 27. júní 2019 // 26. tbl. // 40. árg.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.