Víkurfréttir - 04.07.2019, Síða 8
GeoSilica vörumerkið hefur allt fengið nýtt útlit, nýjar markaðsáherslur
og nýja vefsíðu. Nýjar vörur fyrirtækisins koma í hillur allra sölustaða
GeoSilica í byrjun júlí en ásamt því opnar endurbætt vefsíða. Fyrirtækið
hefur unnið hörðum höndum að þessum breytingum síðastliðna mánuði
og útkoman er fram úr öllum væntingum, segir í frétt frá fyrirtækinu.
Samhliða þessum breytingum kemur ný vara á markað í júlí.
Fimmta varan bætist í vörulínu GeoSi-
lica í júlí, REFOCUS fyrir hug og orku.
Varan inniheldur 100% náttúrulegan
jarðhitakísil með viðbættu járni og
D-vítamíni í hreinu íslensku vatni
sem stuðlar að eðlilegri heilastarf-
semi, orkubrennslu og dregur úr
þreytu. Auk þess stuðlar bæði járn
og D-vítamín að heilbrigðu ónæmis-
kerfi. REFOCUS er framleitt á Íslandi.
Varan hentar öllum en járn og D-víta-
mínskortur er algengur og þá sérstak-
lega fyrir svæði líkt og Norðurlöndin.
REFOCUS mun fást í öllum helstu
apótekum og heilsuverslunum og
betri matvöruverslanir á Íslandi, sem
og glænýrri vefverslun GeoSilica, en
þar er hægt að fá vörur í mánaðarlegri
áskrift með 20% afslætti.
„Við fengum innblástur af vörunni
vegna D-vítamíns- og járnskorts
sem er mjög algengur sérstaklega
á Norðurlöndunum. Varan hefur
mikla sérstöðu vegna þess að hún
inniheldur vegan D3-vítamín í vökva-
formi sem er afar sjaldgæft á markaði.
Allar vörurnar okkar eru vegan og
við lögðum mikla vinnu í að þróa
REFOCUS í samræmi við það,“ segir
Fida Abu Libdeh, framkvæmdastjóri
GeoSilica.
GeoSilica hefur nýlega endurnýjað
útlit og áherslur vörumerkisins.
Viðbrögð við breytingunum hafa
verið afar jákvæð bæði á íslenskum
og erlendum markaði. Umbúðir og
markaðsefni er einfaldara sem er í
samræmi við vörurnar, sem innihalda
fá en áhrifarík innihaldsefni og engin
skaðleg aukaefni.
„Við viljum að varan okkar sér lífs-
stílsvara, við viljum að neytendur
kaupi og neyti varanna vegna þess
að þau vilja lifa heilbrigðum lífsstíl.
Við ákváðum að einfalda umbúðir og
markaðsefni til þess að ná til víðari
hóps og ungs fólks. Með því að taka
vöruna er neytandi að fyrirbyggja
heilsufarsleg vandamál og því er
mikilvægt að koma kísli inn í daglega
rútínu sína sem fyrst,“ segir Fida Abu
Libdeh, framkvæmdastjóri GeoSilica.
Keflavíkurflug-
völlur hætti
kolefnislosun í
starfsemi sinni
fyrir 2050
Á 29. ársþingi ACI EUROPE, evrópu-
deildar Alþjóðasamtaka flugvalla, á
Kýpur skrifaði Sveinbjörn Indriðason,
forstjóri Isavia, undir skuldbindingu
um að Keflavíkurflugvöllur muni
hætta allri kolefnislosun í beinni
starfsemi sinni í síðasta lagi árið 2050.
Þessi yfirlýsing var gefin út samfara
því að ACI EUROPE tilkynntu um Net-
Zero 2050-skuldbindingu rekstrarað-
ila flugvalla með formlegum hætti.
Hún felur í sér að flugvellirnir hætti
kolefnislosun í sinni starfsemi í síð-
asta lagi árið 2050. Þessi sameiginlega
skuldbinding, sem undirrituð var af
194 flugvöllum sem reknir eru af 40
rekstraraðilum í 24 löndum, er stórt
skref í baráttu flugvalla gegn lofts-
lagsbreytingum.
Fresturinn til ársins 2050 er í sam-
ræmi við nýjustu gögn IPCC og þá
stefnu framkvæmdastjórnar ESB sem
tekin var upp af ráðherraráði Evrópu-
sambandsins, um að þróa notkun
orkugjafa í átt að lægra hlutfalli ko-
lefna (decarbonization).
Sveinbjörn Indriðason,
forstjóri Isavia:
„Við á Keflavíkurflugvelli styðjum
þessa yfirlýsingu. Með undirritun
hennar lýsum við yfir ásetningi okkar
í umhverfismálum með ótvíræðum
hætti. Við höfum unnið markvisst
að því að minnka kolefnaútblástur
okkar síðan árið 2015 og höfum lokið
við annað stig af fjórum í innleiðingu
á kolefnisvottun ACA (Airport Car-
bon Accreditation). Það þýðir að við
höfum kortlagt kolefnisspor okkar,
gripið til aðgerða til að minnka kol-
efnislosun og sett markmið í þeim
efnum.“
Hamborgarabúlla Tómasar er
mætt til Reykjanesbæjar. Búllu-
bíllinn hefur komið sér fyrir á
bílastæðinu við Nettó í Njarðvík
og þar verður bíllinn í sumar.
Tómas Tómasson hefur reynslu
af því að steikja hamborgara
ofan í Suðurnesjamenn. Hann
byrjaði á Keflavíkurflugvelli og
þaðan fór hann til Grindavíkur
og sá um veitingarekstur í Festi í
nokkur ár. Árið 1981 opnaði hann
Tommaborgara við Hafnargöt-
una í Keflavík og síðar á Fitjum.
Nú er Tommi, sem er orðinn
sjötugur, mættur aftur og er að
bregðast við áskorunum íbúa í
Reykjanesbæ. Tommi hefur verið
hvattur til að opna Hamborgara-
búlluna í Reykjanesbæ. Hann
ákvað hins vegar að byrja á því að
koma með Búllubílinn til bæjar-
ins og kanna viðtökur heima-
manna áður en stærri ákvarð-
anir væru teknar. Hann væri þó
með augun opin fyrir hentugu
húsnæði en sagðist í samtali við
Víkurfréttir bara gefa loðin svör
eins og stjórnmálamaður við
spurningunni um hvort Búllan
væri á leið til bæjarins.
Búllubíllinn opnaði á laugar-
dagsmorgun og alla helgina var
mikið að gera og ljóst að Suður-
nesjamenn eru móttækilegir
fyrir Búllu-borgurum. Tommi
segist þó ekkert vera að gera eitt-
hvað nýtt, því fyrir væru nokkrir
góðir hamborgarastaðir á Suður-
nesjum
Nýtt útlit
og ný vara
GeoSilica
á markað
REFOCUS
- Hugur og Orka
Tommi mættur með Búllubílinn
til Reykjanesbæjar í sumar
Tómas Tómasson hefur
reynslu af því að steikja
hamborgara ofan í
Suðurnesjamenn.
VF-myndir: Hilmar Bragi
8 VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM f immtudagur 4. júlí 2019 // 27. tbl. // 40. árg.