Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.07.2019, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 04.07.2019, Blaðsíða 15
Rekstrarstjóri Skólamatur ehf. leitar að metnaðarfullum og skipulögðum rekstrarstjóra. Rekstrarstjóri starfar náið með öðrum stjórnendum fyrirtækisins. Leitað er að einstaklingi sem býr yfir frumkvæði, metnaði og vilja til nýsköpunar. Rekstrarstjóri þarf að búa yfir framúrskarandi leiðtogafærni, samskipta- hæfileikum og hafa styrk til að taka ákvarðanir og vinna undir álagi. Umsókn fylgi starfsferilsskrá ásamt kynningarbréfi. Umsóknarfrestur er til og með 16. júlí 2019 Helstu verkefni • Ábyrgð á framleiðsluáætlunum • Ábyrgð á skipulagi framleiðslu • Ábyrgð á viðhaldi og endurnýjun tækja og búnaðar • Innkaup og samningagerð • Umsjón lagerbókhalds • Kostnaðareftirlit • Sala og reikningagerð • Þátttaka í stefnumótun og markmiðasetningu Hæfniskröfur • Reynsla og/eða menntun sem nýtist í starfi • Miklir samskipta- og skipulagshæfileikar • Framúrskarandi þekking og færni á upplýsingakerfum sem nýtast í starfi • Sjálfstæði og frumkvæði • Lausnamiðuð hugsun • Afburða leiðtoga- og stjórnunarhæfni • Reynsla af stjórnun Skólamatur ehf. er fjölskylduvænt fyrirtæki sem býður upp á ferskan, hollan og næringa- ríkan mat - eldaðan frá grunni. Fyrirtækið þjónustar um fimmtíu mötuneyti á suðvestur- horni landsins og eru starfsmenn þess rúmlega eitthundrað. Fyrirspurnir um starfið og umsóknir berist til Fannýjar Axelsdóttur, mannauðsstjóra: skolamatur@skolamatur.is Nýverið skýrðu Víkurfréttir frá því, að lausaganga katta yrði áfram leyfð í Grindavík. Samkvæmt reglugerð fyrir öll sveitarfélög á Suðurnesjum er lausaganga katta skilyrt: „Leyfishafa er skylt að gæta þess að köttur hans valdi ekki tjóni, hættu, óþægindum, óþrifum eða raski ró manna. Leyfis- hafa ber að greiða það tjón sem köttur hans veldur, svo og allan kostnað við fjarlægja dýrið gerist þess þörf.“ Svo er að skilja af umgetinni frétt, að stjórnendur G r i n d a v í k u r hefðu þegið þá ábendingu frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja (HS), að erfitt yrði að framfylgja lausagöngubanni. Það er að sönnu einkennileg ráðgjöf almennt séð. Það er í öllum greinum snúið að framfylgja lögum og reglum. Engu að síður virða reglurnar flestir. Ráðgjöfin fær á sig þversagnakenndan blæ, þegar hún er skoðuð í ljósi viðbragða við erindi undirritaðs til sama stjórn- valds. Erindið hljómaði svo: „Ég er íbúi í hinum friðsæla Garði. Bý þar í parhúsi. Við, grannarnir, verðum fyrir stöðugum óþægindum af katt- aróféti annars granna, sem veður hér um garða og hús, tætir upp sáningu, gerir þarfir sínar og drepur fuglana, sem við reynum að laða að okkur. Þar við bætist að undirritaður er með ofnæmi fyrir hári katta, þann- ig að heilsu minni gæti verið hætta búin, því kötturinn sætir stundum lagi og skýst inn í húsið, þegar dyr eru upp á gátt og gluggar opnir. Þrí- vegis hefur ástandinu verið lýst fyrir hlutaðeigandi granna og hann góðfús- lega beðinn um að halda kettinum frá húsum okkar og görðum. Hann skellir við því skollaeyrum.“ Væntanlega hefur erindi ónefnds Grindvíkings verið svipaðs eðlis. Hið áhugaverða svar, sem fékkst með nokkrum eftirgangsmunum, hljómar svo: „Eignarétturinn þ.m.t. eign á dýrum er stjórnarskrárvarinn. Hinsvegar er að finna í ýmsum lögum heimild til eignaupptöku ef hlutir eða önnur verðmæti standa í tilteknu sambandi við refsiverðan verknað. Í samþykkt um kattahald á Suður- nesjum er ekki að finna ákvæði um haldlagningu katta, nema þegar um villi- eða flækingsketti er að ræða. Þá er ekki tekið með skýrum hætti á ofnæmi sem kettir kunna að valda. Til þess að stjórnvald eins og Heil- brigðiseftirlit Suðurnesja geti aðhafst á grundvelli samþykktarinnar þarf að sanna að refsiverður verknað hafi átt sér stað, þ.e.a.s. að eigandi dýrsins hafi með sinni háttsemi brotið reglur. Embættið þarf með öðrum orðum að sanna [að] eigandi hafi með ásetningi valdið öðrum tjóni, óþægindum, óþrifum o.s.frv. Ekki nægir að ná- granni telji sig verða fyrir þessum miska. Það þarf að sanna að tjón sé af völdum þessa tiltekna dýrs auk þess sem meta þarf það í krónum og aurum. Ónæði og röskun á ró eru óljós hugtök í lögfræðilegum skilningi og til sönnunar á slíku verða starfsmenn Heilbrigðiseftirlitsins annað hvort að hafa sannreynt það sjálfir eða fá það staðfest í lögregluskýrslum. Óljóst er hvort samþykktin taki yfir heilsutjón af völdum kattarofnæmis. Ef svo er þarf að sanna að þessi tiltekni köttur hafi valdið ofnæmisviðbrögðum en ekki eitthvað annað. Það er ekki að Heilbrigðiseftirlitið vilji ekki hlutast til í málum sem þessum, heldur frekar hitt að við teljum hendur okkar bundnar af gildandi löggjöf og þeim úrskurðum og dómum sem vísa eiga veginn um framkvæmdina.“ Í svari þessu má t.d. lesa ýmislegt gagnlegt um lög og kattaréttar- höld. Það hefði óneitanlega einnig verið fróðlegt að sjá útleggingu HS á stjórnarskránni um rétt þolenda kattaágangs, bæði með tilliti til heilsu- fars og eignatjóns, svo og túlkunar á þessu ákvæði í reglugerð um hollustu- hætti: „Gæludýr skulu þannig haldin að ekki valdi hávaða, ónæði, óhollustu eða óþrifnaði.“ Fátt er um heilbrigði sagt frá heilbrigðiseftirlitinu. Þó er véfengt, að tilgreind reglugerð taki til heilsutjóns af völdum kattaofnæmis. Samkvæmt orðanna hljóðan er það beinlínis spaugilegt, enda er stjórn- sýslan stundum bráðskemmtileg. Ég hlýt að geta gert ráð fyrir því, að HS kunni skil á kattaofnæmi og algengi þess (svona nokkurn veginn). (Líklegt er, að um það bil fjórðungur til þriðj- ungur manna hafi óþægindi/sjúkdóm af völdum kattahárs og –vessa. Sumir gera sér ekki grein fyrir því.) HS vill svo gjarnan sinna vinnunni sinni, en saknar skýrrar reglugerðar. Því mætti ætla, Grindvíkingar hefðu verið hvattir til reglugerðarbreytingar, sem ótvírætt bannaði lausagöngu katta eins og víða meðal siðaðra þjóða. Slík reglugerð hefði vafalaust skapað kæti í höllu HS og þar jafnvel borin fram kattarhlandslegin jarðarber eða salat ræktað í kattarkúki. Undirritaður leyfir sér hins vegar að skora á sveitastjórnir Suðurnesja að banna lausagöngu katta með þeim rökstuðningi, sem felst í grein þess- ari og annarri fyrri um efnið í sama miðli. Hver veit nema ástir katta og eigenda þeirra blómstri enn við aukið samneyti á heimavettvangi beggja. Arnar Sverrisson Höfundur er ellilífeyrisþegi, áhuga- maður um ábyrgt kattahald ásamt góðu katta- og mannlífi. Kattaást í Grindavík og Suðurnesjabæ Þann 10. júní sl. var liðið eitt ár frá því sameinað sveitarfélag Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs tók til starfa. Þetta fyrsta starfsár sveitarfélagsins hefur verið viðburða- ríkt og annasamt. Unnið hefur verið að því að formgera sveitarfélagið, það hefur falið í sér að unnið hefur verið að mjög mörgum stórum og minni verkefnum. Þá hefur verið unnið að samræmingu margra hluta, þar sem mismunandi hefðir og venjur voru hjá fyrri sveitarfélögum. Á þessu fyrsta ári hafa náðst margir áfangar í því verk- efni að móta nýtt sveitarfélag. Einn af stóru áföngunum var þegar heiti sveitarfélagsins, Suðurnesjabær tók gildi þann 1. janúar 2019 og í framhaldi af því var unnið að hönnun byggðamerkis, sem endaði með því að full samstaða var í bæjarstjórn í mars sl. þegar b y g g ð a m e r k i Suðurnesjabæjar var samþykkt. Hönnun þess var unnin í samstarfi við auglýsinga- stofuna Hvíta húsið. Það var ánægjulegt og í senn styrkleika- merki hve bæjar- stjórn var algerlega samstiga við ákvörðun um heiti sveitar- félagsins og byggðamerkis. Byggðamerki Suðurnesja- bæjar var staðfest samhljóða í bæjarstjórn í mars 2019. Merkið hefur fengið mjög jákvæðar viðtökur meðal íbúa sveitarfélagsins. Fleiri merkir áfangar urðu í starfsemi Suðurnesjabæjar á fyrsta starfsárinu. Sem dæmi um það má nefna að bæjar- stjórn samþykkti fyrstu fjár- hagsáætlun Suðurnesjabæjar í desember sl., þá afgreiddi bæjarstjórn ársreikning fyrir árið 2018 í byrjun júní, en sá ársreikningur náði fyrri hluta ársins yfir rekstur gömlu sveitarfélaganna, en yfir rekstur Suðurnesjabæjar frá 1. júlí 2018. Hvor tveggja eru þetta merkir áfangar. Hér er aðeins stiklað á stóru um fyrsta starfsár Suður- nesjabæjar, en margt fleira væri þess virði að fjalla um og verður það gert síðar. Það má segja að sveitarfélagið sem varð til fyrir ári síðan hafi farið gegnum mikilvægt þroskaskeið á sínu fyrsta ári. Framundan eru margar áskoranir sem unnið verður úr á næstu vikum, mánuðum og árum. Mótun nýs sveitar- félags lýkur ekki á einu ári, heldur er um langtíma verk- efni að ræða. Hins vegar má fullyrða að vel hafi gengið hjá kjörnum fulltrúum og starfsfólki sveitarfélagsins að leysa fjölmörg verkefni á þessu fyrsta ári. Magnús Stefánsson bæjarstjóri (Pistillinn var upphaflega birtur á vef bæjarins). Suðurnesjabær í eitt ár 15UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM f immtudagur 4. júlí 2019 // 27. tbl. // 40. árg.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.