Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.07.2019, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 04.07.2019, Blaðsíða 16
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00 facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir MUNDI S T Æ R S T A F R É T T A - O G A U G L Ý S I N G A B L A Ð I Ð Á S U Ð U R N E S J U M Það er ekkert óeðlilegt að kylfingar fái fugl og örn en hvað er að fá kríu? Þekking í þína þágu Vilt þú starfa á kraftmiklum og skemmtilegum vinnustað? Skilyrði er að viðkomandi hafi einstaka þjónustulund, góða samskiptahæfileika, sé hugmyndaríkur og árangursdrifinn. Umsóknir sendist til ina@mss.is fyrir 5. ágúst næstkomandi. Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum leitar að framúrskarandi starfsmanni sem vill starfa með okkur í Samvinnu starfsendurhæfingardeild. Starfssvið viðkomandi nær m.a. yfir • ráðgjöf og stuðning við einstaklinga í starfsendurhæfingu • taka þátt í teymisvinnu sérfræðinga sem koma að starfsendurhæfingunni • gera og hafa umsjón með endurhæfingar- áætlunum einstaklinga • skipulagning og umsjón með námskeiða- haldi og fræðslu • þátttaka í ýmsum verkefnum Menntunar- og hæfnikröfur • háskólamenntun á sviði heilbrigðis- eða félagsvísinda • reynsla og þekking á sviði einstaklingsráðgjafar og/eða starfsendurhæfingar • þekking og reynsla af atvinnulífinu • Sjálfstæð vinnubrögð og sveigjanleiki Mikil gróska hefur verið í starfi Þróttar undanfarin ár og vöxtur félagsins hraður að sögn Petru Ruth Rúnarsdóttur, formanns Þróttar. „Iðkendum og félagsmönnum hefur fjölgað hratt, félagið er með ýmsa starfsemi í gangi og með hærra starfs- hlutfalli framkvæmdastjóra fáum við meiri fagmennsku í starfið og getum haldið betur utan um félagið. Einnig hefur verkefnum fjölgað samhliða íþróttagreinum sem stundaðar eru hjá félaginu,“ segir Petra Rut. „Sveitarfélagið hefur reynst okkur vel í þessum vaxtaverkjum og styður vel við bakið á okkur. Hér eru allir að róa í sömu átt en núna stefnir í fjölgun íbúa og þá reynum við eftir fremsta megni að höfða til barnafjölskyldna sem vilja setjast að í Vogum vegna þess að hér er gott forvarnarstarf unnið og öflugt íþróttafélag. Síðustu árin hafa verið erfið, það hefur reynt mikið á sjálfboðaliða innan félags- ins og aðra sem starfa fyrir félagið. Við höfum verið að berjast við mikla vaxtaverki, höfum verið að vinna hörðum höndum við að láta hlutina ganga upp. Við þessar breytingar getum við vandað betur til verka, verið markvissari í okkar störfum, sinnt félagsmönnum, iðkendum, sjálfboðaliðum og þjálfurum betur í þeirri vegferð sem við erum,“ sagði Marteinn Ægisson, framkvæmdastjóri Þróttar, sem var í 60% starfshlutfalli og mun fara í fullt starf í sumar. „Reynum eftir fremsta megni að höfða til barnafjölskyldna í Vogum“ Framkvæmdastjóri í fullt starf hjá Þrótti Vogum Sexhundruð Sexhundruð eru félagsmennirnir orðnir í Golfklúbbi Suðurnesja. Það er gleðiefni enda er golf að öllum öðrum íþróttum ólöstuðum, besta íþrótt í heimi. Ég var svo heppinn að kynnast henni þessari árið 1986. Fékk bakteríuna um leið. Þótti stór- skrítinn að láta fótbolta lönd og leið til að elta lítinn hvítan bolta í Leir- unni. Afi minn heitinn var duglegur að spila með mér og skipti þá engu þótt aldursmunurinn á okkur væri 43 ár. Ég á unglingsárum og hann rétt um sextugt. Frábær leið til að brúa kynslóðabilið. Í Leirunni áttum við margar góðar stundir. Nú er svo í pottinn búið að félagar mínir í fótbaltanum eru einn af öðrum að leggja leið sína á golfvöllinn. Rétt rúmlega fimmtugir. Alltof seint náttúrlega. En betra er seint en aldrei. Ég hvet íbúa Suðurnesja til að feta í fótspor þeirra. Við eigum frábæra golfvelli í Leiru, Sandgerði, Grindavík og Vogum. Átján holu golfhringur er tíu kílómetra göngutúr sem maður myndi aldrei nenna af stað í nema til að elta lítinn hvítan bolta. Góða skemmtun á golfvellinum LOKAORÐ Margeirs Vilhjálmssonar „Sveitarfélagið hefur reynst okkur vel í þessum vaxtaverkjum og styður vel við bakið á okkur. Hér eru allir að róa í sömu átt en núna stefnir í fjölgun íbúa og þá reynum við eftir fremsta megni að höfða til barnafjölskyldna sem vilja setjast að í Vogum vegna þess að hér er gott forvarnarstarf unnið og öflugt íþróttafélag“.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.