Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.07.2019, Qupperneq 12

Víkurfréttir - 04.07.2019, Qupperneq 12
Störf í boði hjá Reykjanesbæ Bæjarstjóri – aðstoðarmaður Velferðarsvið – lýðheilsufræðingur Þjónustukjarni Suðurgötu – deildarstjóri Fjármálasvið – fjármálastjóri Stjórnsýslusvið – forstöðumaður Súlunnar Leikskólinn Holt – sérkennslustjóri Vinnuskólinn – ný umsókn fyrir 8., 9. og 10 bekk Akurskóli – hönnunar- og smíðakennari Holtaskóli – dönskukennari Fjörheimar/88 húsið og Bardagahöll – ræstingar Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Viðburðir í Reykjanesbæ Duus Safnahús - sýningar í gangi Listasalur: Fjölskyldumyndir, verk eftir Erlu S. Haraldsdóttur. Stendur til 18. ágúst. Gryfjan: Varnarlið í verstöð, myndir og munir úr sögu Varnarliðsins. Stendur til 4. nóvember. Bíósalur: Verk úr safneign - málverk, skissur og steindir gluggar. Stendur til 18. ágúst. Stofan: Ást á íslenskri náttúru, ljósmyndir eftir Oddgeir Karlsson og fuglar og grjót úr safni Áka Gränz heitins. Stendur til 12. júlí. Duus Safnahús er opin kl. 12-17 alla daga. Sundmiðstöð/Vatnaveröld - sumaropnun Klukkan 6:30 - 21:30 virka daga Klukkan 9:00 - 18:00 laugardaga og sunnudaga Úthlutun úr Mennta-, menningar og afrekssjóði Sveitarfélagsins Voga fór fram í vikunni. Sjóðurinn var stofnaður árið 2015 og tekjur hans eru ávöxtun söluandvirðis 0,1% hluts í Hitaveitu Suðurnesja sem seldur var árið 2011. Tilgangur sjóðsins er að hlúa að menntun og menningu sem og að veita viður- kenningar fyrir unnin afrek í íþróttum, menningu og listum. Að þessu sinni fengu þrír nemendur úr 10. bekk Stóru-Vogaskóla styrk en það eru: Elísabet Freyja Ólafsdóttir. Hún hlaut viðurkenningu fyrir námsárangur á grunnskólaprófi Stóru - Vogaskóla. Umsögn skóla: „Frábær árangur í námi og þátttöku í Skólahreysti.” Gabríella Sif Bjarnadóttir. Hún hlaut viðurkenningu fyrir námsárangur á grunnskólaprófi Stóru-Vogaskóla. Umsögn skóla: „Fyrir framúrskarandi árangur í námi og tónlist.” Súsanna Margrét Tómasdóttir. Hún hlaut viðurkenningu fyrir námsár- angur á grunnskólaprófi Stóru-Voga- skóla.Umsögn skóla: „Frábær árangur í námi og þátttöku í félagsstörfum nemenda.” Einnig fengu Eydís Ósk Símonar- dóttir, Gunnlaugur Atli Kristinsson og Stefán Svanberg Harðarson styrk. Gunnlaugur Atli og Eydís Ósk hafa lokið stúdentsprófi og Stefán Svan- berg hefur lokið helmingi náms til stúdentsprófs. Bæjarráð Suðurnesjabæjar hefur samþykkt tillögu frá stýrihópi um húsnæðismál Gerðaskóla. Húsrými almenningsbókasafns á neðri hæð Gerðaskóla verði nýtt sem kennslu- rými fyrir 1. bekk á komandi skóla- ári. Íbúum í Garði verður veitt bóka- safnsþjónusta frá almenningsbóka- safninu í Sandgerði meðan þessi tímabundna ráðstöfun stendur yfir. Bæjarráð leggur áherslu á að út- færsla á bókasafnsþjónustu fyrir íbúa í Garði liggi fyrir sem allra fyrst. Þó svo að Ísland sé ekki stórt land, þá engu að síður er Ísland næst stærsta fiskveiðiþjóðin í Evrópu. Einungis Noregur er stærri fiskveiðiþjóð og í því landi er óhemju mikið af allskonar bátum af öllum stærðum sem stunda fiskveiðar. Í Noregi hafa margir báta sem hafa verið smíðaðir á Íslandi verið seldir og er plastsmiðjan Trefjar í Hafnar- firði mjög öflug í því að smíða plast- báta og selja þangað. Bátanna frá Trefjum þekkjum við Suðurnesja- menn mjög vel undir nafninu Cleo- patra og er t.d. Von GK, Gísli Súrsson GK og Vésteinn GK bátar sem eru smíðaðir þar. Til Noregs hafa líka verið seldir eldri bátar og nýjasti báturinn sem var seldur þangað á sér mikla sögu á Suðurnesjum. Í Grindavík var bátur gerður út í 22 ár sem hét Kópur GK 175 og var síðan seldur til Tálkna- fjarðar og hét þar Kópur BA 175. Báturinn var seldur fyrir nokkrum árum til Noregs til útgerðar sem heitir Esköy og er þetta fyrirtæki í eigu bræðranna Hrafns og Helga Sigvaldssona ásamt Bjarna Sigurðs- syni. Þeir keyptu bátinn Kóp BA og gáfu honum nafnið Valdimar H. Báturinn hefur stundað veiðar með beitningavél í Norður Noregi og ísar aflann um borð, sem er ólíkt öðrum stórum línubátum í Noregi, því þeir hausa flestir fiskinn og heilfrysta svo um borð. Þegar þetta er skrifað þá er Valdimar H í 9. sæti yfir allra línubáta í Noregi og er aflahæsti línubáturinn í Noregi sem veiðir í ís og frystir ekki aflann um borð. Núna er báturinn á risa- siglingu því fimm manna áhöfn er að sigla bátnum um 2650 km leið frá Norður Noregi og alla leið til Gdansk í Póllandi, þar sem að báturinn er að fara í slipp. Afhvejru byrja ég þennan pistil á Noregi? Jú, kannski af því að ég sjálfur skellti mér til Noregs núna um helgina að hlusta á þungarokk- stónlist í þrjá daga. Já, maður keyrir rútur, skrifar á aflafrettir, gefur út aflatölurrit, skrifar þessa pistla og hlustar á mikið þungarokk. Og talandi um skrif, þá er pistill- inn sem ég skrifaði fyrir 3 vikum síðan um slippinn í Njarðvík búinn að vekja miklu meiri athygli en ég nokkurn tíman gerði mér grein fyrir. Síðasti pistill fjallaði mikið um það og meðal annars um bátinn Hauk Böðvarsson ÍS, sem þá var nýsmíðaður og er núna í slippnum í Njarðvík og heitir þar Valbjörn. Ég fékk send skilaboð þá skipstjóra frá Suðurnesjunum sem heitir Guð- mundur Falk. Hann sagði ansi merki- lega stutta sögu. Hún var á þá leið að þegar að Haukur Böðvarsson ÍS lá nýsmíðaður í Njarðvíkurhöfn nótt- ina eftir sjósetningu var hann á leið um borð í bátinn sem hann var á þá og hét Harpa RE. Harpa RE var þá á leið til loðnuveiða morgunin eftir. Sá þá Guðmundur að mikil slagsíða var kominn á Hauk Böðvarsson ÍS og sjór flaut inn á dekk bátsins og um lensportin og var báturinn að slíta af sér öll bönd. Guðmundur ók rakleiðis niður á slökkvistöð og sagði þeim þar að Haukur Böðvarsson ÍS væri að sökkva. Mætti dælubíll frá slökkviliðinu og mannskapur frá Vél- smiðjunni Herði sem smíðaði bátinn. Kom þá í ljós að botnloki hafði verið opinn, sem ekki var búið að tengja. Því má segja að snögg viðbrögð Guð- mundar hafi bjargað bátnum. Engar þakkir fékk hann nú samt fyrir það en nú fær hann þær þakkir, í það minnsta frá mér. Já og talandi áfram um Njarðvíkur- höfn, þá hafa þeir sem rúnta um þá bryggju tekið eftir grænum fallegum báti sem þar er. Það er Grundfirð- ingur SH sem Hólmgrímur Sigvald- son er búinn að kaupa en hann gerir út, eins og við vitum, Grímsnes GK, Halldór Afa GK, Maron GK og kaupir fisk af Hraunsvík. Hólmgrímur mun fara með nýja bátinn í slipp í haust og mun hann þá fá fallega rauða litinn sem einkennir bátana hans og án efa mun hann taka þátt í netaveiðunum á vertíðinni 2020. Minni svo á að Vertíðaruppgjörið 2019-1969 er til sölu hjá mér í síma 774 3616. AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is AFLA FRÉTTIR Þungarokk og norskir þorskar Styðja ungt fólk í Vogum með ávöxtun hitaveitusjóðs Úthlutað úr mennta-, menningar- og afrekssjóði sveitarfélagsins Voga Bókasafnið í Garði tekið undir kennslurými Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma  HERDÍS HAFSTEINSDÓTTIR Lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þann 28. júní í faðmi fjölskyldunnar. Útför fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Rúnar Þ. Magnússon Tómas Árni Tómasson Aron Rúnarsson Bjarki Rúnarsson Íris Björk Rúnarsdóttir Björk Magnúsdóttir Sólveig S. Sigurvinsdóttir Sverrir Birgisson Barnabörn 12 FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 4. júlí 2019 // 27. tbl. // 40. árg.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.