Víkurfréttir - 04.07.2019, Page 13
Tillaga að deiliskipulagi
Hafnargata, Suðurgata,
Vatnsnesvegur og Skólavegur
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti 18. júní 2019 að
auglýsa tillögu að deiliskipulagi Hafnargata, Suðurgata,
Vatnsnesvegur og Skólavegur Reykjanesbæ skv. 1. mgr.
41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Deiliskipulag felst í auknu byggingarmagni og fjölgun
íbúða við Hafnargötu, nýrri vegtengingu við Skólaveg og
innkeyrsla verður frá Hafnargötu. Heimild fyrir viðbygging-
um við hús við Suðurgötu og Vatnsnesveg, bílastæðum á
lóðum, auknu byggingamagni og fjölgun íbúða. Heimild
verður til uppskiptingar á lóðum við Suðurgötu. Lóðamörk
breytast þannig að nokkrar lóðir stækka yfir bæjarland.
Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Reykjanesbæjar að
Tjarnargötu 12 frá og með 4. júlí 2019 til 22. ágúst 2019.
Tillagan er einnig aðgengileg á vef Reykjanesbæjar,
www.reykjanesbaer.is
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með
gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar.
Frestur til að skila inn athugasemdum er til 22. ágúst 2019.
Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu
Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 eða á netfangið
gunnar.k.ottosson@reykjanesbaer.is þar sem nafn, kennitala
og heimilisfang sendanda kemur fram.
Aðalskipulag - Skipulagslýsing
Skipulagslýsing vegna endurskoðunar aðalskipulags
Reykjanesbæjar.
Skipulagslýsingin verður til sýnis á skrifstofu Reykjanes-
bæjar að Tjarnargötu 12 frá og með 4. júlí 2019 til
30. ágúst 2019. Frestur til að skila inn athugasemdum
er til 30. ágúst 2019.
Skipulagslýsingin er einnig aðgengileg á vef Reykjanes-
bæjar, www.reykjanesbaer.is
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með
gefinn kostur á að gera athugasemdir við lýsinguna.Skila
skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Reykjanes-
bæjar að Tjarnargötu 12 eða á netfangið gunnar.k.ottosson@
reykjanesbaer.is þar sem nafn, kennitala og heimilisfang
sendanda kemur fram.
Reykjanesbæ, 26. júní 2019.
Skipulagsfulltrúi
ATVINNA / WORK
Smiðjuvöllum 5a // 230 Reykjanesbær // Sími: 578-6070
Umsókn sendist með upplýsingum um starfsferil (CV) og mynd á: iceland@mcrent.is. Tekið er við umsóknum fram til 10.7.2019.
Please send your CV with picture to: iceland@mcrent.is. Applications will be received until 10.7.2019.
Allar nánari upplýsingar eru veittar með tölvupósti: iceland@mcrent.is
For further information please send us an e-mail to: iceland@mcrent.is
MCRENT ICELAND, HÚSBÍLALEIGA, AUGLÝSIR EFTIR STARFSFÓLKI Í EFTIRFARANDI STARF.
MCRENT MOTORHOME RENTAL ADVERTISES FOR PEOPLE IN THE FOLLOWING POSITION.
HÖ
NN
UN
: V
ÍK
UR
FR
ÉT
TIR
AFGREIÐSLA/CUSTOMER SERVICE
Laus er tímabundin staða fram til loka október 2019, með möguleika
á framlengingu starfstímabils. Starfið felur í sér almenna þjónustu við
viðskiptavini fyrirtækisins, kennslu á tæki og skjalafrágang.
Available is a position in customer service on a temporary basis,
until the end of October 2019, with a possibility of a longer period.
The work includes general service to our customers
and filing of information.
Hæfniskröfur/Hiring standards:
Rík þjónustulund, tölvukunnátta, tungumálakunnátta, bílpróf
og áhugi á ferðaþjónustu. Lágmarks aldur er 22 ár.
Positive attitude towards customer service, computer skills,
knowledge of languages, applicants must have a driver’s license
and to have an interest in tourism. Minimum age is 22 years.
Börkur hefur verið skorinn af stofni á einu hæsta grenitrénu í skógræktinni
í Háabjalla í landi Sveitarfélagsins Voga. Um 20 sentimetra hluti hefur verið
skorinn úr berkinum allan hringinn en sárið er í um það bil eins og hálfs
metra hæð, segir í færslu sem Oktavía Jóhanna Ragnarsdóttir skrifar á
fésbókarsíðu Skógfells, skógræktarfélags í Vogum.
Skógrækt hófst á Háabjalla 1948 en
þar hafa mælst hæstu tré á Suður-
nesjum. Oktavía segir að haft hafi
verið samband við skógfræðing hjá
Skógræktarfélagi Íslands sem taldi
lífslíkur trésins afar litlar eða einungis
um 5%.
„Þó var ráðist í að flytja börk af ný-
felldu tré og líma hann yfir sárið með
þá von í brjósti að það muni bjarga
lífi þessa öldungs,“ segir í færslunni.
Stjórn og félagsmönnum Skógfells
er það mikil ánægja að þeim fari
fjölgandi sem njóta útivistar í fagurri
náttúru skógarins og nærsvæða hans.
„Öll umgengni hefur verið til fyrir-
myndar, við vorum því virkilega
sorgmædd að sjá skemmdirnar og
létum lögreglu vita,“ skrifar Oktavía
Jóhanna Ragnarsdóttir.
Bláa lónið
greiðir 4,3 millj-
arða króna í arð
til eigenda
Bláa lónið hagnaðist um 26,4 millj-
ónir evra á síðasta ári eða því sem
nemur um 3,7 milljörðum króna.
Þetta kemur fram í ársreikningi
félagsins sem birtur var fyrir
skömmu og fjallað er um á vef Við-
skiptablaðsins, vb.is, í dag. Hagn-
aður fyrirtækisins dróst saman um
17,5% í milli ára þegar hann nam 31
milljón evra. Tekjur félagsins námu
122,6 milljónum evra á síðasta ári
eða um 17,4 milljörðum króna og
jukust um 20% milli ára.
Eignir félagsins námu í lok síðasta
árs 157,2 milljónum evra eða um 22,3
milljörðum króna. Eigið fé félagsins
var 87,8 milljónir evra og eiginfjár-
hlutfall því um 56%. Á aðalfundi sem
fram fór í dag var samþykkt að greiða
út um 30 milljóna evra arðgreiðslu til
eigenda eða því sem nemur um 4,3
milljörðum króna.
HÆSTA GRENITRÉ Á
SUÐURNESJUM DAUÐVONA
EFTIR SKEMMDARVERK
Ekki er vika án Víkurfrétta ... nema kannski næsta vika!
Skógrækt hófst á Háabjalla
1948 en þar hafa mælst hæstu
tré á Suðurnesjum. Oktavía
segir að haft var samband við
skógfræðing hjá Skógræktarfé-
lagi Íslands en hann taldi lífs-
líkur trésins afar litlar eða
einungis um 5%.
13FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 4. júlí 2019 // 27. tbl. // 40. árg.