Víkurfréttir - 04.07.2019, Side 14
Fimmtudaginn 27. júní efndu
Sögu- og minjafélagið í Vogum og
Reykjanes UNESCO Global Geop-
ark til gönguferðar í Vogum. Það
voru liðlega þrjátíu manns sem
mættu og tóku þátt, þrátt fyrir
rigningarsudda. Ferðinni var
heitið að Brekku undir Vogastapa,
þar sem búið var í tæp 100 ár, fram
til byrjunar 20. aldar.
Gangan hófst við Stóru-Vogaskóla,
undir öruggri leiðsögn Hauks Aðal-
steinssonar Á leiðinni var m.a.
staldrað við rústir Stóru-Voga, sem
talið er að hafi verið fyrsta steinsteypta íbúðarhúsið sem reist var á Suður-
nesjum. Áfram var haldið eftir góðum göngustíg sem umlykur byggðina
í Vogum, og staldrað næst við upplýsingaskiltið um Sæmundarnef. Þar
var drepið á útgerðasögu, einkum árabátaútgerð, sem var fyrirferða-
mikil í Vogum á öldum áður. Vogavíkin var gjarnan kölluð Gullkistan,
svo fengsæl voru fiskimiðin þar.
Þá var haldið sem leið liggur eftir fallegri svartri sandfjöru austan við
Hvammsgötu. Þar í fjöruborðinu má m.a. sjá leifar af mógröfum. Þessu
næst var staldrað við á s.k. Kristjánstanga, sem er innst í Vogavík. Haukur
leiðsögumaður sagði þar einnig frá útgerðarsögunni, en á þessum slóðum
stóðu m.a. salthús til fiskverkunar á 19. öld.
Áfram var haldið og stefnan nú tekin að Brekku undir Vogastapa. Háfjara
var, sem gerði hópnum kleift að ganga á sléttum sandbotninum, í stað þess
að klöngrast eftir þýfðu landslagi í brekkurótunum. Í sandinum mátti
sjá litla hrauka, sem eru eftir fjörumaðka sem þarna þrífast. Maðkarnir
voru fyrr á tímum tíndir og nýttir til beitu á línu. Þessu næst var komið
að rústum Brekku, eins þriggja býla þar sem heilsársbúseta var undir
Vogastapa.
Haukur sagði frá lífi fólksins á þessum slóðum, þegar mest var bjuggu
um 30 manns á þessum stað, á þremur býlum. Gengið var um svæðið
og rústir fleiri býla skoðaðar, og drepið á útgerðasögunni. Því næst var
haldið til baka sömu leið, eftir vel heppnaða ferð.
Tveimur tímum eftir brottför komu göngumenn sælir og glaðir til baka
að Stóru-Vogaksóla, en eilítið blautir og hraktir. Vel heppnuð ferð í alla
staði, og þátttakan góð.
Kveðja,
Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri.
Hópur dansara frá Danskompaní í Reykja-
nesbæ tekur nú þátt í heimsmeistaramótinu
í dansi, Dance World Cup, sem haldið er í
Braga í Portúgal.
Hingað til hefur hópurinn náð gríðarlega góðum árangri
en dansararnir sem um ræðir eru þær Díana Dröfn
Benediktsdóttir, Elma Rún Kristinsdóttir, Ingibjörg Sól
Guðmundsdóttir, Jórunn Björnsdóttir, Júlía Mjöll Jens-
dóttir, Sonja Bjarney Róbertsdóttir Fisher og Sóley Hall-
dórsdóttir. Þær keppa í hinum ýmsu dansflokkum með
mismunandi atriði. Fyrsta atriðið frá Danskompaní var
dansinn Mavavity eftir Auði B. Snorradóttur en það endaði
í 5. sæti og var flutt af þeim Jórunni og Sóleyju.
Þá hlaut annað atriði frá Danskompaní bronsverðlaun með
atriðið Harpies eftir Helgu Ástu, eiganda Danskompaní.
Dansararnir í því atriði voru þær Díana, Elma, Ingibjörg,
Júlía og Sonja.
Víkurfréttir náðu tali af Ingibjörgu Sól sem var virkilega
sátt með frammistöðu Danskompaní og íslenska lands-
liðsins í heild sinni.
„Við erum ótrúlega stoltar af því að hafa náð svona langt
og ætlum að gera okkar allra besta. Markmiðið okkar er
að kynnast dönsurum hvaðanæva að úr heiminum, sýna
okkur og sjá aðra. Þetta er frábært tækifæri til að læra
meira, fá innblástur og byggja vinasambönd við aðra
dansara,“ segir hún.
Framundan eru fleiri keppnir hjá stelpunum, æfingar og
uppskeruhátíð í einu stærsta leikhúsi Portúgal þar sem
heimsmeistaratitillinn verður veittur og flottustu atriði
keppninnar sýna.
„Við svífum um á bleiku skýi. Þetta er ótrúleg upplifun.
Íslenska landsliðið er búið að standa sig svo vel í keppninni
og við hlökkum til að halda áfram að gera okkar besta og
betra en það,“ bætir Ingibjörg við.
Hægt er að fylgjast með hópnum á Instagram- og Facebook-
síðu Danskompaní það sem eftir er móts en hópurinn vill
koma kærum þökkum til styrktaraðila sinna en þeir eru
Saltver, Landsbankinn, Víkurás, Eignamiðlun Suðurnesja,
Fasteignasalan Stuðlaberg, Tannlæknastofa Kristínar
Erlu, Tannlæknastofa Kristínar Geirmunds, Ráðhúskaffi
og Bílrúðuþjónustan.
Hópur dansara frá Danskompaní á Dance World Cup í Portúgal:
SVÍFA UM Á BLEIKU SKÝI OG
BYRJAÐAR AÐ SAFNA VERÐLAUNUM
Gönguferð um Voga
- með Sögu- og minjafélaginu í Vogum
og Reykjanes UNESCO Global Geopark
Fleiri myndir munu birtast með umfjölluninni á vf.is
Verið velkomin
á samkomu
alla sunnudaga
kl. 11.00
Hvítasunnu-
kirkjan í Keflavík,
Hafnargötu 84
Bílaviðgerðir
Smurþjónusta
Varahlutir
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
sími 421 7979
www.bilarogpartar.is
AUGLÝSINGASÍMINN ER
421 0001
SUNNUDAGA KL. 20:30
á Hringbraut og vf.is
14 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 4. júlí 2019 // 27. tbl. // 40. árg.