Fréttablaðið - 17.08.2019, Side 6

Fréttablaðið - 17.08.2019, Side 6
KJARAMÁL „Viðræður eru að skríða af stað eftir sumarfrí. Ég hef strax áhyggjur af því að það verði ekki hægt að standa við endurskoðaðar viðræðuáætlanir og ljúka kjara- samningum fyrir 15. september næstkomandi,“ segir Þórunn Svein- bjarnardóttir, formaður BHM, um stöðuna í kjaraviðræðum. Samningar opinberra starfs- manna hafa verið lausir í nokkra mánuði en hlé var gert á viðræðum fyrr í sumar og viðræðuáætlanir endurskoðaðar. Þar var gert ráð fyrir að samningum BHM-félaga við Reykjavíkurborg yrði lokið um miðjan september en samningum við ríki og önnur sveitarfélög um miðjan nóvember. Þórunn segir að sérstakur vinnu- hópur vinni nú að því að skoða hvernig stytta megi vinnuviku vaktavinnustétta. Bæði BHM og BSRB hafa lagt mikla áherslu á stytt- ingu vinnuvikunnar í viðræðunum. Þá segist Þórunn vona að starfs- hópur sem unnið hefur að því að finna leiðir til að létta endur- greiðslubyrði námslána skili til- lögum í mánuðinum. BHM hafi um árabil barist fyrir því að stjórnvöld skoði þessi mál af alvöru, bæði vegna endurgreiðslu- byrðinnar en líka vegna ábyrgðar- mannakerfisins. „Ég geri mér vonir um að tillögur þessa hóps verði uppbyggilegt inn- legg í gerð kjarasamninga,“ segir Þórunn. Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að fólk sé nú að tínast úr sumarfríum og viðræður fari aftur á fullt eftir helgi. Alls semur sambandið við 61 stéttar- félag starfsmanna sveitarfélaga og eru 43 kjarasamningar undir. Líkt og hjá BHM gera endurskoð- aðar viðræðuáætlanir ráð fyrir að viðræðum ljúki ýmist um miðjan september eða nóvember. Inga Rún segir annasaman tíma fram undan. „Við förum bjartsýn inn í haustið en það er verk að vinna. Ég er sann- færð um að það munu allir leggja sig fram,“ segir Inga Rún. Deila Starfsgreinasambandsins (SGS) og Eflingar við sambandið er á borði ríkissáttasemjara og munu aðilar funda í næstu viku. SGS og Ef ling vísuðu deilunni til ríkissáttasemjara þar sem Sam- band sveitarfélaga hefði ekki verið reiðubúið til viðræðna um jöfnun lífeyrisréttinda. Í síðustu viku ákvað SGS að höfða mál fyrir Félagsdómi til að láta reyna á túlkun samningsákvæðis frá 2009 um skyldu sveitarfélaga til að ganga til kjarasamningsvið- ræðna um jöfnun lífeyrisréttinda. Samkvæmt upplýsingum frá SGS er verið að leggja lokahönd á stefn- una og gert ráð fyrir að hún verði klár eftir helgi. sighvatur@frettabladid.is Efast um samninga fyrir 15. september Kjaraviðræður opinberra starfsmanna eru nú að fara af stað aftur eftir sumar- frí. Formaður BHM hefur áhyggjur af því að ekki verði hægt að standa við endurskoðaðar viðræðuáætlanir um að klára samninga fyrir 15. september. BHM leggur áherslu á styttingu vinnuvikunnar og léttari endurgreiðslubyrði námslána. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI NEY TE NDUR Algengasti munur á hæsta og lægsta verði á nýjum námsbókum fyrir framhaldsskóla er á bilinu 20 til 30 prósent sam- kvæmt nýrri verðkönnun ASÍ. Verðlagseftirlit ASÍ framkvæmdi könnunina síðastliðinn fimmtudag. Þann dag var boðið upp á 25 pró- senta afslátt hjá A4 og sé tekið tillit til hans var verðið oftast lægst þar. Þar sem umræddur afsláttur gilti aðeins í þennan eina dag tekur ASÍ ekki tillit til hans. Miðað við þær forsendur reyndist Penninn oftast vera með lægsta verðið eða í 37 til- fellum af 52. Næstoftast var verðið lægst í Iðnú eða átta sinnum. Mál og menning var hins vegar oftast með hæsta verðið en þar voru einnig fæstir titlar fáanlegir. ASÍ tekur fram að verð skólabóka sé mjög breytilegt á þessum árs- tíma og eru neytendur hvattir til að vera vakandi yfir verðbreytingum og tilboðum. Mesti verðmunur reyndist á Gísla sögu Súrssonar og nam hann tæpum 74 prósentum. Kostaði bókin 2.299 krónur í Pennanum en 3.990 krónur hjá Máli og menningu. Alls var verð kannað á 52 titlum. Flestir voru til hjá Pennanum eða 48 og næstflestir hjá A4 eða 45 talsins. – sar Neytendur fylgist með verðbreytingum Námsbækur eru nú áberandi í bóka- búðum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Ég geri mér vonir um að tillögur þessa hóps verði uppbyggi- legt innlegg í gerð kjara- samninga. Þórunn Svein- bjarnardóttir, formaður BHM 74% prósent var mesti verðmun- ur samkvæmt könnun ASÍ. markaður Bænda um helgina! ... hjá ok ku r í d a g H já b ó nd a í gær ... www.kronan.is Bókaðu draumaferðina þína á VITA.is Njóttu þess að hlakka til Kanarí í haust með VITA Flogið með Icelandair Einstök veðursæld árið um kring Flott tilboð – eitthvað fyrir alla 1 7 . Á G Ú S T 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 7 -0 8 -2 0 1 9 0 4 :4 7 F B 0 9 6 s _ P 0 9 1 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 9 9 -B 5 7 8 2 3 9 9 -B 4 3 C 2 3 9 9 -B 3 0 0 2 3 9 9 -B 1 C 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 9 6 s _ 1 6 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.