Fréttablaðið - 17.08.2019, Side 22

Fréttablaðið - 17.08.2019, Side 22
Gleðigangan í Reykja-vík hefur verið árviss viðburður frá árinu 1999 og ein fjölsótt-asta hátíð á Íslandi. Yngstu þátttakendur hennar njóta góðs af baráttunni síð- ustu áratugi, eru þakklátir en segja mikilvægt að halda baráttunni áfram. Þau nefna sem dæmi að enn ríki fordómar gagnvart hópum hinsegin fólks og  intersex fólk sé hlunnfarið um réttindi hér á landi. Þrjú ungmenni ræddu málin við blaðamann Fréttablaðsins. Ólöglegt að vera ég í hundrað löndum Salka Snæbrá Hrannarsdóttir er sextán ára, vinnur í Krónunni og hefur nám í Kvennaskólanum í haust. Hún tekur þátt í gleðigöng- unni í annað sinn. „Ég kom fyrst út úr skápnum fyrir þremur árum en þá aðeins fyrir vinum mínum. Ári seinna kom ég út fyrir öllum,“ segir Salka Snæbrá sem segist svo heppin að hafa alist upp við marg- breytileika og fordómaleysi. „Besta vinkona mín á tvær mömmur og ég er alin upp við það að ólíkar kyn- hneigðir séu í lagi. Ég veit samt að það er margt í samfélaginu sem þarf að skoða, það eru fordómar gagnvart transfólki og tvíkyn- hneigðum. Við erum komin langt en það er samt svo mikið eftir, ég hugsa til dæmis oft út í það að það er ólög- legt að vera ég í hundrað löndum, það finnst mér hrollvekjandi.“ Salka Snæbrá segir það hafa breytt miklu í sinni tilveru að hafa sótt félagsstarf í Hinsegin félags- miðstöðinni. „Þetta er í raun bara eins og venjuleg félagsmiðstöð en við eigum það mörg sameiginlegt að vera hinsegin. Það er mikilvægt að eiga þennan stað og geta hitt aðra hinsegin. Sérstaklega fyrir fólk sem á til dæmis bara gagnkynhneigða fjölskyldu og vini,“ segir Salka Snæbrá. „Þetta hjálpaði mér mikið, eiginlega breytti þetta lífi mínu. Því ég sker mig úr hópnum annars stað- ar, er sú sem er öðruvísi eða þykir skrýtin, en í félagsmiðstöðinni er ég bara ein af hópnum og hef þá til- finningu að ég eigi heima þar,“ segir hún og minnir á að mæta með góða skapið í gleðigönguna. „Vagninn okkar verður f lottur og tónlistin verður geggjuð!“  Glatað að skilja intersex fólk eftir Silja Sól Ernudóttir er sextán ára og skartar ljósfjólubláum lokkum, það kemur í ljós að hún hefur mikinn áhuga á hárgreiðslu og er á leiðinni í háriðnnám í Tækniskólanum í Reykjavík. „Ég verð líka á palli í annað sinn. Ég hef fylgst með göngunni í fjögur ár, ég kom fyrst út úr skápnum 10-11 ára og fyrst skilgreindi ég mig sem tvíkynhneigða. Það hefur breyst, nú skilgreini ég mig sem pankyn- hneigða. Fjölskylda mín hefur alltaf stutt við mig og ég hef líka getað stutt við aðra sem hafa viljað ræða sín vandamál og sína sýn á málin. Ég sæki líka Hinsegin félags- miðstöðina og það hjálpaði mér að eignast vini. Ég þekkti áður engan á mínum aldri sem var með sömu áhugamál og ef ég hefði ekki farið þá hugsa ég að ég hefði einangrast mjög mikið. Ég er svo miklu opnari í dag, „out and proud!“ eins og þau segja.“ Silja Sól segir ný lög um kynrænt sjálfræði framfaraspor en segir með ólíkindum að réttindi intersex fólks hafi verið borð borin. „Það er bara glatað, þau voru bara skilin eftir. Samfélaginu er að sjálfsögðu skylt að varðveita þeirra réttindi einnig og geta ekki litið fram hjá þeim eins og gert er nú.“ Þakklátur fyrir að fá að vera ég sjálfur Ísak Birgisson er einnig sextán ára og hefur nám í Kvennaskólanum í haust. Þar ætlar hann að leggja stund á náttúruvísindi og hlakkar mikið til áfangans. Hann man upp á hár daginn sem hann ákvað að segja frá samkynhneigð sinni. „Já, það var 18. mars 2018. Ég nennti ekki að koma út fyrir einum í einu. Ég teikn- aði mynd af mér og setti á Facebook og lýsti því yfir að ég væri samkyn- hneigður. Þetta var mín leið, en það voru nú flestir í kringum mig búnir að átta sig á þessu hvort sem er,“ segir Ísak. Hann segir réttindabaráttuna mikilvæga enn sem fyrr. „Það hefur svo margt áunnist en á sama tíma koma oft upp atvik þar sem ég skil ekki hvað fólk er að hugsa. Mér finnst til dæmis koma Mike Pence til landsins algjörlega fáránleg,“ segir Ísak og segir fólk sem heldur uppi vörnum fyrir hann ekki skilja um hvað málið snýst enda sé hann valdamikill maður sem hafi beitt sér mikið gegn hinsegin fólki og það séu einmitt stjórnmálamenn sem geti rænt fólk mannréttindum eins og gerst hefur víða um heim. „Ég er þakklátur þeim sem börðust fyrir svo mörgu. Það er svo margt sem við þurfum ekki að ganga í gegnum. Og fyrst og fremst er ég þakklátur fyrir að fá að vera ég sjálfur en við megum ekki sofna á verðinum.“ Sofna ekki á verðinum Spenntur hópur ungs hinsegin fólks sem flest stundar félags- starf í Hinsegin félagsmið- stöðinni. Mið- stöðin er fyrir öll ungmenni á aldrinum 13-18 ára sem eru hins egin eða tengja við hin- segin málefni á einn eða annan hátt. Frá vinstri: Stefán, Ísak, Bergdís, Óðinn, Silja, Bernharð Máni, Rakel, Salka Snæbrá, Diljá, Silja Sól, Robin, Emma, Sigrún Ósk, Þór, Birgitta, Salka, Arna, Sigrún Helga, Sky og Ívar. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Hinsegin dagar í Reykjavík fagna 20 ára afmæli. Margt hefur áunnist og hinsegin ung- menni eru þakklát réttindabarátt- unni. En minna á að margir sigrar séu enn óunnir og það sé nauðsyn- legt að standa vörð um mannréttindi. ÉG HEF FYLGST MEÐ GÖNGUNNI Í FJÖGUR ÁR, ÉG KOM FYRST ÚT ÚR SKÁPNUM 10-11 ÁRA OG FYRST SKILGREINDI ÉG MIG SEM TVÍKYNHNEIGÐA. ÞAÐ HEFUR BREYST, NÚ SKILGREINI ÉG MIG SEM PANKYNHNEIGÐA. Silja Sól Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is 1 7 . Á G Ú S T 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R22 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð HELGIN 1 7 -0 8 -2 0 1 9 0 4 :4 7 F B 0 9 6 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 9 9 -A 6 A 8 2 3 9 9 -A 5 6 C 2 3 9 9 -A 4 3 0 2 3 9 9 -A 2 F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 9 6 s _ 1 6 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.