Fréttablaðið - 17.08.2019, Page 36

Fréttablaðið - 17.08.2019, Page 36
Reynslubolti óskast Mæla og notendaþjónusta OR hefur það hlutverk að hafa umsjón með heimlagnarferli frá umsókn til áhleypingar og veitir fjölbreytta ráðgjöf til rafverktaka, hönnuða og húseigenda. Við leitum að þjónustufulltrúa í rafmagni sem mun taka þátt í verkefnum teymisins ásamt því að aðstoða við að tryggja gott flæði og forgangsraða í samráði við hópstjóra og umsjónarmann rafmagnsþjónustu. Ef þú hefur reynslu af faginu, góða skipulagsfærni og býrð yfir nákvæmni og þjónustulund viljum við fá umsókn frá þér. Hluti af starfinu felst í spennusetningum, tengingum og mælavinna og er því gerð krafa um sveinspróf í rafvirkjun. Próf í rafmagnsiðnfræði eða meistararéttindi í rafmagni er mikill kostur. Sótt er um starfið á ráðningarvef OR, starf.or.is, þar sem nánari upplýsingar er að finna. Umsóknarfrestur er til og með 1. september 2019. Við hvetjum öll kyn til að sækja um starfið. OR er fjölbreyttur og lifandi vinnustaður fólks með mikla þekkingu. Fyrirtækið leitast við að vera í fremstu röð hvað snertir öryggi, jafnrétti, vinnuumhverfi og möguleika til að samræma vinnu og einkalíf. Við leitum að þjónustufulltrúa í rafmagni RÁÐGJAFI Í LAUNALAUSNUM HÆFNISKRÖFUR: • Minnst þriggja ára reynsla af launavinnslu og launabókhaldi er skilyrði • Þekking á Kjarna, SAP eða öðrum sambærilegum launakerfum • Góð greiningarhæfni og geta til að leysa úr flóknum úrlausnarefnum • Nákvæm og öguð vinnubrögð • Góð almenn tæknikunnátta og færni á Excel • Skipulagshæfni og sjálfstæði í starfi • Góð samskiptahæfni og mikil þjónustulund HELSTU VERKEFNI: • Innleiðing á launalausnum Origo hjá nýjum viðskiptavinum • Ráðgjöf og þjónusta til núverandi viðskiptavina • Þátttaka í þróun og útfærslu á nýjum lausnum Viðskiptalausnir Origo leita að lausnamiðuðum einstaklingi með reynslu á sviði launamála sem hefur metnað og hæfni til að taka þátt í að gera okkar frábæru launalausnir enn betri. Við hvetjum jafnt konur sem karla til að sækja um starfið. Sótt er um starfið á vef Origo. Umsóknarfrestur er til og með 25. ágúst 2019. Allar umsóknir og fyrirspurnir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál og þeim svarað. Nánari upplýsingar veita sérfræðingar á mannauðssviði Origo, mannaudur@origo.is. Origo er þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni sem hjálpar viðskiptavinum að ná samkeppnisforskoti með sérsniðnum lausnum. Gildin okkar eru þjónustuframsýn, samsterk og fagdjörf. 4 ATVINNUAUGLÝSINGAR 1 7 . ÁG Ú S T 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R 1 7 -0 8 -2 0 1 9 0 4 :4 7 F B 0 9 6 s _ P 0 7 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 9 9 -C 4 4 8 2 3 9 9 -C 3 0 C 2 3 9 9 -C 1 D 0 2 3 9 9 -C 0 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 9 6 s _ 1 6 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.