Fréttablaðið - 17.08.2019, Síða 46

Fréttablaðið - 17.08.2019, Síða 46
IÐJUÞJÁLFI Seltjörn hjúkrunarheimili Seltjarnarnesi óskar eftir að ráða iðjuþjálfa í 50 til 60% starfshlutfall. Um er að ræða nýtt starf og væri æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar veitir Svanlaug Guðnadóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar í síma 864 4184. Hægt er að senda inn umsókn á heimasíðu Sunnuhlíðar, sunnuhlid.is. Hafnarfjarðarbær auglýsir tvær stöður sem gegna mikilvægu hlutverki við að endurhanna þjónustu og vinna að stafrænum umbreytingum með þarfir notenda í forgangi. Störfin heyra undir sviðsstjóra þjónustu- og þróunarsviðs sem vinnur náið með öðrum sviðum sveitarfélagsins. Við leitum að fólki sem sýnir frumkvæði, staðfestu og metnað til að ná árangri í starfi. Störfin krefjast leiðtogahæfileika og góðrar færni í samskiptum. Nánari upplýsingar um störfin veitir: Sigurjón Ólafsson, sviðsstjóri, sigurjono@hafnarfjordur.is Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um störfin. Við kunnum vel að meta frumkvæði, nákvæmni, sköpunargleði og hraða í vinnubrögðum. Í báðum tilvikum er um að ræða fullt starf og laun samkvæmt gildandi kjarasamningi. Umsóknarfrestur er til og með 1. september 2019. Umsóknum skulu fylgja starfsferilskrár og kynningarbréf. Sækja skal um störfin á vef Hafnarfjarðar https://radningar.hafnarfjordur.is hafnarfjordur.is585 5500 Meginhlutverk deildarstjóra er að móta stefnu um hagnýtingu upplýsingatækni og nýsköpunar þjónustu við íbúa sveitarfélagsins. Helstu verkefni og ábyrgð • Dagleg stjórnun og rekstur deildarinnar, þ.m.t. áætlana- og skýrslugerð • Ábyrgð á þróun, nýsköpun og stefnumótun fyrir notkun upplýsingatækni í ytri og innri þjónustu • Vinnur með sviðsstjóra þjónustu- og þróunar- sviðs að stefnumótun við hagnýtingu rafrænna upplýsinga • Umsjón með greiningu, smíði og innleiðingu stærri upplýsingatækniverkefna • Upplýsingagjöf til stjórnenda um stöðu og framgang verkefna sem undir hann heyra • Samningagerð við birgja og þjónustuaðila, hefur eftirlit með aðkeyptri vinnu • Frumkvæði í þróun upplýsingatækni og tryggir að upplýsingakerfi og tækjabúnaður uppfylli kröfur og þarfir notenda • Ábyrgð á tölvuöryggismálum Helstu hæfniskröfur • Háskólamenntun á sviði upplýsingatækni eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi • Stjórnunar- og rekstrarreynsla • Reynsla af samningagerð og samskiptum við birgja • Reynsla af árangursríkri stjórnun og verkstýringu stórra upplýsingatækniverkefna • Þekking á stafrænum umskiptum og hugmynda- fræði notendamiðaðra hönnunaraðferða er kostur DEILDARSTJÓRI ÞRÓUNAR– OG TÖLVUDEILDAR Bókasafnið gegnir mikilvægu hlutverki í bænum og nýtur vinsælda. Framundan eru spennandi tímar í starfsemi bókasafna og leitað er eftir framsýnum stjórnanda til að leiða þá þróun. Helstu verkefni og ábyrgð • Dagleg stjórnun og rekstur, þ.m.t. áætlana- og skýrslugerð • Yfirumsjón með eftirliti og mati á þjónustu bókasafnsins • Stefnumótun og forysta við þróun og innleiðingu nýrra áherslna • Þátttaka í þróun á þjónustu sveitarfélagsins, innleiðingu tækninýjunga, nýsköpun og eftirfylgni • Frumkvæði í þróun þjónustu safnsins • Annast starfsmannamál • Upplýsingagjöf til stjórnenda um stöðu og framgang verkefna sem undir hann heyra Helstu hæfniskröfur • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, háskólapróf á sviði upplýsingafræða æskilegt • Stjórnunar- og rekstrarreynsla • Þekking á stafrænum umskiptum og hugmyndafræði notendamiðaðra hönnunaraðferða er kostur • Hæfni til að miðla upplýsingum í töluðu og rituðu máli • Góð íslensku- og enskukunnátta og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti • Góð þekking á menningarstarfi FORSTÖÐUMAÐUR BÓKASAFNS MÓTAÐU STAFRÆNA FRAMTÍÐ OG ÞJÓNUSTU MEÐ OKKUR Í HAFNARFIRÐI Nýtt fólk Tilkynningar um nýtt fólk Atvinnublað Fréttablaðsins kemur út á laugardögum í viku hverri. Umsjónarmaður blaðsins er Hrannar Helgason. Blaðið birtir valdar greinar um ráðningu nýrra starfsmanna. Sendið til- kynningar ásamt mynd af viðkomandi á netfangið: nyttfolk@frettabladid.is Þórhildur framkvæmdastjóri fjármálasviðs Íslandspósts Birna Erlingsdóttir til Digido Þórhildur Ólöf Helgadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs Íslandspósts. Þórhildur hefur mikla reynslu á sviði fjármála og rekstrar en síðastliðin tvö ár hefur hún starfað sem fjármálastjóri 66°Norður. Áður en hún tók við því starfi var hún fjármálastjóri bílaumboðsins Heklu frá 2014 til 2017 og þar á undan var hún fjármálastjóri Securitas en áður hafði hún starfað sem verkefnastjóri hjá Deloitte. Þá sat hún í stjórn Sjóvá Almennra um árabil og átti sæti í stjórnum dótturfélaga 66°Norður og Heklu. Þórhildur er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Hún er gift Stefáni Árna Auðólfssyni og á þrjú börn. Birna Erlingsdóttir hefur verið ráðin til netmarkaðsstofunnar Digido sem sérfræðingur í staf- rænni markaðssetningu. Þar mun hún vinna með viðskiptavinum að stafrænni vegferð í net- og markaðsmálum. Birna starfaði áður í markaðsdeild WOW air þar sem hún var ábyrg fyrir stafrænni markaðssetningu flugfélags- ins, markaðsherferðum og hugmyndavinnu. Birna er með BA-gráðu í listfræði og viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Digido vinnur með fyrirtækjum að því að ná betri árangri í markaðsstarfi með nýtingu gagna, auknum sýnileika á leitarvélum, skilvirkari vefauglýsingum og vef- mælingum. Ragnhildur til starfsmanna- sviðs Háskóla Íslands Jensína gengur til liðs við Valcon consulting Ragnhildur Ísaksdóttir hefur tekið við starfi sviðsstjóra starfs-mannasviðs Háskóla Íslands. Hún mun leiða mannauðsmál skólans þar sem hún mun vinna náið með rektor og öðrum stjórn- endum í mótun háskólans sem vinnustaðar. Ragnhildur hefur mikla reynslu af mannauðsmálum og kemur til Háskóla Íslands frá Reykjavíkurborg þar sem hún var starfsmannastjóri. Hún hefur meistarapróf í mannauðs- stjórnun, diplómapróf í opinberri stjórnsýslu og BA-próf í stjórnmálafræði, öllum frá Háskóla Íslands. Jensína Kristín Böðvarsdóttir hefur gengið til liðs við Valcon sem Associate Partner. Valcon er alþjóðlegt ráðgjafarfyrirtæki með höfuðstöðvar í Danmörku og um 300 starfsmenn í yfir 40 löndum. Fyrirtækið hefur verið með starfsemi á Íslandi síðan 2012. Jensína var áður framkvæmdastjóri hjá Alvogen, VP Global Strategic Plann- ing & HR, á árunum 2015 – 2018 og framkvæmdastjóri þróunar og mannauðs hjá Landsbankanum 2010-2015. Á árunum 2007-2010 var hún forstöðumaður sölu á ein- staklingssviði hjá Símanum. Á árunum 2001-2004 var Jensína framkvæmdastjóri mannauðssviðs og viðskiptaþróunar hjá ráðgjafarfyrir- tækinu IMG (nú Capacent). 14 ATVINNUAUGLÝSINGAR 1 7 . ÁG Ú S T 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R 1 7 -0 8 -2 0 1 9 0 4 :4 7 F B 0 9 6 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 9 9 -E 1 E 8 2 3 9 9 -E 0 A C 2 3 9 9 -D F 7 0 2 3 9 9 -D E 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 9 6 s _ 1 6 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.