Fréttablaðið - 22.08.2019, Síða 4

Fréttablaðið - 22.08.2019, Síða 4
Fáðu fréttablað dagsins í tölvupósti kl. 3.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista blaðsins á www.frettabladid.is#nyskraning Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið Höskuldur var alltaf mjög harður í launakröfum. Kirstín Flygenring, fyrrverandi stjórnarmaður í Arion banka JEEP® GRAND CHEROKEE FÁANLEGUR MEÐ 33” EÐA 35” BREYTINGU ® ALVÖRU JEPPI - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF • 3.0L V6 DÍSEL • 250HÖ / 570 NM TOG • 8 GÍRA SJÁLFSKIPTING • LOFTPÚÐAFJÖÐRUN • LÆSING Í AFTURDRIFI (TRAILHAWK OG OVERLAND) jeep.is JEEP® GRAND CHEROKEE KOSTAR FRÁ 9.990.000 KR. UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 VIÐSKIPTI Þáverandi fulltrúi Banka- sýslu ríkisins í stjórn Arion banka segist hafa „átt við ofurefli að etja“ þegar Höskuldur Ólafsson, fyrr- verandi bankastjóri, hafi sumarið 2017 farið fram á sex mánuði í við- bót í starfslokagreiðslu. „Mér fannst það of vel í lagt,“ útskýrir Kirstín Þ. Flygenring, sem var aðalmaður í stjórn bankans 2014 til 2018, en menn hafi „endi- lega viljað halda“ í Höskuld þar sem Monica Caneman, stjórnarfor- maður til fjölda ára, var þá nýhætt og útboð og skráning Arion stóð fyrir dyrum. „Því samþykkti ég þetta með semingi,“ segir Kirstín. Greint var frá því í Markaðinum í gær að fulltrúi Bankasýslunnar, sem hélt þá utan um 13 prósenta hlut í bankanum, hefði ekki gert athugasemdir við þær breytingar sem gerðar voru á ráðningarsamn- ingi Höskuldar. Þær tengdust upp- sagnarfresti og samningi um starfs- lok og þýddu að bankinn þurfti að bókfæra 150 milljóna launakostnað þegar Höskuldur lét af störfum í apríl á þessu ári. Voru breytingar á ráðningarsamningnum samþykkt- ar af öllum stjórnarmönnum. Kirstín segir að þegar hún hafi fyrst sest í stjórn bankans 2014 þá hafi Höskuldur þegar verið með starfslokasamning sem nam einum og hálfum árslaunum. „Mér þótti það ærið á þeim tíma enda viðtekið að menn í slíkum stöðum fái eitt ár í starfslokagreiðslur.“ Þá bendir hún á að bankinn hafi verið búinn að innleiða kaupaukakerfi. „Höskuldur var alltaf mjög harð- ur í launakröfum,“ bætir Kirstín við, og segir hann jafnan hafa verið dyggilega studdan af erlendum stjórnarmönnum bankans. „Mér fannst þessar launakröfur út úr korti og afar slæmar fyrir orðspor bankans.“ Kirstín vekur athygli á því að hún hafi setið hjá við atkvæðagreiðslu í stjórninni árið 2018 þegar Höskuld- ur hafi viljað fá þrettán, eða jafnvel sautján, prósenta launahækkun og „starfslokagreiðslan tengist að sjálf- sögðu laununum beint“. – hae Fulltrúi Bankasýslunnar segist hafa „átt við ofurefli að etja“ 1 Fulltrúi Bankasýslunnar: „Samþykkti þetta með sem­ ingi“ Þáverandi fulltrúi Bankasýslu ríkisins í stjórn Arion banka segist hafa „átt við ofurefli að etja“. 2 Sýna örin eftir baráttuna við krabba mein á tísku­ ljós myndum Kraftur, fé lag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabba mein, stendur fyrir ljós mynda s ýningu í Hörpu á Menningar nótt. 3 Bandaríkjamenn fjárfesta í íslensku vatni fyrir 4,4 milljarða BlackRock, eitt stærsta eignastýringarfyrirtæki Banda- ríkjanna, mun fjármagna íslenska drykkjarvöruframleiðandann Icelandic Glacial. 4 Ofáætlun tekna bendi til minnkandi hlutdeildar Grein- endur Arion banka telja að Sýn sé áfram að tapa markaðshlutdeild. FERÐAÞJÓNUSTA Norðurþing hefur farið fram á það við hvalaskoðunar- fyrirtækið Gentle Giants að fjarlægt verði mannvirki sem fyrirtækið nýtir við Hafnarstétt á Húsavík. Ekki hafa fengist tilætluð leyfi að mati sveitarfélagsins fyrir mann- virkinu og er það því kallað óleyfis- mannvirki. Skipulags- og byggingarfulltrúi Norðurþings sendi fyrirtækinu Gentle Giants bréf þann 16. ágúst þar sem þess er einfaldlega krafist að fjarlægt verði það mannvirki sem stendur utan lóðar fyrirtækisins við Hafnarstétt 13. Mannvirkið er í raun hlaðinn veggur sem umlykur lóðina, steinveggur sem er utan lóðarmarka. Gaukur Hjartarson, skipulags- og byggingarfulltrúi Norðurþings, segir málið hafa hafist í ágúst í fyrra þegar hann hafi orðið þess áskynja að framkvæmdir væru hafnar við þennan steinvegg utan lóðarmarka. Var þá farið fram á verkstöðvun og að veggurinn yrði fjarlægður. „Sú ákvörðun sveitarfélagsins var svo kærð til úrskurðarnefndar umhver f is- og auðlindamála. Úrskurðarnefndin kvað svo upp í lok síðasta árs sveitarfélaginu í vil,“ segir Gaukur. „Þá fór sveitarfélagið í það að reyna að koma á samkomu- lagi við fyrirtækið en forsvarsmenn fyrirtækisins hafa ekki viljað ganga að því samkomulagi.“ Því eru skiptar skoðanir á mál- inu og menn ekki á eitt sáttir um lyktir mála. Ljóst er samkvæmt fundargerðum skipulags- og fram- kvæmdaráðs Norðurþings að nú sé mál að linni og umleitanir um samkomulag ekki í höfn. „Fyrir- tækið hefur síðan haldið áfram að framkvæma utan lóðarmarka eftir að úrskurður var kveðinn upp, umfram það sem áður var,“ bætir Gaukur við. Saga hvalaskoðunar á Húsavík er nokkuð löng og hún er ein af undir- stöðum ferðaþjónustu í bænum. Að minnsta kosti fjögur fyrirtæki, misstór að vanda, hafa starfað við hvalaskoðun á svæðinu í gegnum tíðina og er Gentle Giants eitt það stærsta á landinu og sinnir tug- þúsundum gesta ár hvert. Um það bil níu skip eru í notkun hjá fyrir- tækinu og eru svokallaði RIB-bátar, hraðskreiðir opnir harðskeljabátar, þeir vinsælustu innan flotans. Stefán Guðmundsson, forstjóri fyrirtækisins Gentle Giants, vildi ekki veita viðtal vegna málsins þegar Fréttablaðið náði tali af honum. sveinn@frettabladid.is Vilja láta taka niður steinvegg hvalaskoðunarfyrirtækis Norðurþing krefst þess að eitt stærsta hvalaskoðunarfyrirtæki landsins taki niður hlaðinn vegg sem umlykur lóð þess við höfnina á Húsavík. Umræddur veggur sé ekki inni á lóð fyrirtækisins og ekki hafi fengist leyfi hjá sveitarfélaginu. Málið kom upp í fyrra og hafa samningaumleitanir farið út um þúfur. Hlaðni steinveggurinn sem um ræðir umlykur lóð hvalaskoðunarfyrirtækisins við Hafnarstétt á Húsavík. Allar nýjustu fréttir og blað dagsins eru fáanleg á www.frettabladid.is Fyrirtækið hefur síðan haldið áfram að framkvæma utan lóðar- marka eftir að úrskurður var kveðinn upp, umfram það sem áður var. Gaukur Hjartarson, skipulags- og byggingarfulltrúi Norðurþings 2 2 . Á G Ú S T 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 2 -0 8 -2 0 1 9 0 5 :1 0 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 9 F -F D D C 2 3 9 F -F C A 0 2 3 9 F -F B 6 4 2 3 9 F -F A 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 5 6 s _ 2 1 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.