Fréttablaðið - 22.08.2019, Page 6
UTANRÍKISMÁL Íslensk stjórnvöld
hafa áhyggjur af því hversu fáir
Íslendingar í Bretlandi hafa skilað
inn umsóknum um svokallaðan
„settled status“ til þess að tryggja
dvöl sína þar í landi eftir að Bretar
ganga út úr Evrópusambandinu.
Þetta var haft eftir Stefáni Hauki
Jóhannessyni, sendiherra Íslands
í Lundúnum, á vef utanríkisráðu-
neytisins í gær.
Þar segir að einungis um 200
umsóknir hafi borist til þessa.
„Við mælum eindregið með því að
fólk sæki um sem allra fyrst þar
sem óvissa ríkir enn um útfærslu
á útgöngu Bretlands úr Evrópu-
sambandinu. Þó að samningar hafi
náðst við bresk stjórnvöld um rétt-
indi borgara eftir Brexit þá þurfa
allir sem hér dvelja og hyggjast
gera svo áfram að hafa réttindi til
búsetu, þ.e. settled status eða pre-
settled status,“ var haft eftir sendi-
herra aukinheldur.
Bretland gengur úr Evrópusam-
bandinu þann 31. október næst-
komandi, að minnsta kosti ef
Áhyggjur af Íslendingum í Bretlandi sem ekki hafa sótt um
DANMÖRK Stjórnmálamenn í Dan-
mörku lýstu margir undrun sinni í
gær eftir að Donald Trump Banda-
ríkjaforseti af lýsti fyrirhugaðri
heimsókn sinni til landsins. Mar-
grét 2. Danadrottning hafði boðið
Trump í heimsókn þann 2. septem-
ber næstkomandi en í fyrrinótt til-
kynnti forsetinn um það á Twitter
að ekkert yrði af heimsókninni.
„Danmörk er afar sérstakt land
og Danir frábært fólk en vegna
ummæla Mette Frederiksen for-
sætisráðherra, um að hún hefði ekki
áhuga á að ræða kaupin á Græn-
landi, hef ég frestað fundi okkar
sem átti að fara fram eftir tvær
vikur. Forsætisráðherrann hefur
sparað mikinn kostnað og vinnu
fyrir bæði Bandaríkin og Dan-
mörku með hreinskilni sinni. Ég
þakka henni fyrir það og hlakka til
að funda í framtíðinni,“ tísti Trump.
Grænlandskaupin sem hann
nefnir eru hugmynd forsetans um
að Bandaríkin myndu kaupa Græn-
land af Dönum. Þessu hefur Frede-
riksen hafnað og Kim Kielsen,
forsætisráðherra Grænlendinga,
einnig. Sá síðarnefndi lagði til í
viðtali við Politiken að Grænlend-
ingar ættu kannski frekar að kaupa
Bandaríkin.
Frederiksen boðaði til blaða-
mannafundar í Eigtveds Pakhus í
Kaupmannahöfn í gær þar sem hún
sagði það bæði svekkjandi og óvænt
að Trump hefði hætt við. „Líkt og
margir aðrir hlakkaði ég til heim-
sóknarinnar og við erum búin að
leggja mikið í undirbúning,“ sagði
Frederiksen. Bætti við að Bandarík-
in væru einn mikilvægasti banda-
maður Dana og ákvörðunin breytti
engu um vilja Dana til samstarfs.
„Við höfum rætt um sölu Græn-
lands og þessu hefur Kim Kielsen
hafnað. Ég er sammála honum,“
sagði Frederiksen enn fremur.
Aðspurð um áhrif ákvörðunarinnar
á þátttöku danska hersins í aðgerð-
um við Hormuz-sund nærri Íran
sagðist hún ekki halda þau nokkur.
Að sögn Mortens Østergaard, for-
manns flokksins Radikale Venstre,
sem ver stjórn Frederiksen van-
trausti, sýnir ákvörðun Trumps að
Danir ættu frekar að líta á Evrópu-
sambandsríki sem sína nánustu
bandamenn. „Þessi maður er óút-
reiknanlegur. Raunveruleikinn er
farinn fram úr ímyndunaraflinu,“
sagði hann.
Søren Espersen, utanríkismála-
talsmaður stjórnarandstöðuflokks-
ins Dansk Folkeparti, var á sama
máli. „Þetta er afar, afar sláandi.
Sérstaklega þegar við erum að tala
um svona nána bandamenn og góða
vini.“
Og Kristian Jensen, þingmaður
Venstre og utanríkisráðherra frá
2015 til 2016, var sammála. „Algjör
glundroði eftir að Donald Trump
af lýsti heimsókninni til Græn-
lands. Tækifæri til að styrkja sam-
band bandamanna er orðið að
utanríkismálakrísu,“ tísti þing-
maðurinn.
Samkvæmt greiningu Steffens
Gram, utanríkismálablaðamanns
danska ríkisútvarpsins DR, má
draga þá ályktun af ákvörðun
Bandaríkjaforsetans að utanríkis-
málastefna ríkisstjórnar hans stýr-
ist af geðþótta Trumps. „Þetta snýst
um tilfinningaleg viðbrögð. Er hann
úr jafnvægi núna, móðgaðist hann?
Það felst áhætta í því þegar utan-
ríkismálastefna stórveldis er rekin
með þessum hætti,“ sagði Gram og
velti upp spurningunni hvort það
væri skynsamlegt fyrir Dani að
reiða sig á Bandaríkin.
thorgnyr@frettabladid.is
Danir pirraðir eftir
að Trump hætti við
Danskir stjórnmálamenn lýsa óánægju sinni með að Bandaríkjaforseti hafi
hætt við heimsókn sína því að forsætisráðherra Dana vill ekki ræða sölu á
Grænlandi. Forsætisráðherrann sagði ákvörðunina svekkjandi og óvænta.
Mette Frederiksen, danski forsætisráðherrann, sagðist svekkt yfir ákvörðun Trumps forseta. NORDICPHOTOS/AFP
Undirbúningurinn í
vaskinn hjá Dönum
Danska ríkisútvarpið tók saman
þær ýmsu ráðstafanir sem
þurfti að gera vegna heimsókn-
arinnar. Ljóst er að töluverð
vinna var þegar farin af stað við
undirbúninginn. Hún er nú til
einskis.
Farið var að undirbúa lend-
ingu flugvélar Bandaríkjaforseta
á Kastrup og lögreglan hafði
þegar kallað til lið hvaðanæva
af landinu til þess að tryggja
öryggi leiðtogans. Þá átti herinn
einnig að leggja til liðsafla til
öryggisgæslu sem og þyrlur. Sú
vinna var hins vegar ekki nema á
undirbúningsstigi og því styttra
komin en á Kastrup og hjá
dönsku lögreglunni.
Íslendingar ættu að drífa sig í að sækja um. NORDICPHOTOS/AFP
Miðflokkurinn stendur fyrir
opnum fundi um orkupakka 3
Fundurinn verður haldinn í Duus húsum Reykjanesbæ
miðvikudaginn 21. ágúst kl. 20:00
Erindi flytja:
Fyrirkomulagið er pallborðsumræður og leyfðar verða spurningar úr sal.
Bjóðum alla hjartanlega velkomna
Stjórn Miðflokksfélags Suðurkjördæmis
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
Frosti
Sigurjónsson
Ingibjörg
Sverrissdóttir
Styrmir
Gunnarsson
Ögmundur
Jónasson
Fundurinn verður haldinn í norður al Hót l Selfo s
fimmt i 2.ágúst kl. 20:0 .
marka má endurtekin loforð Boris
Johnson forsætisráðherra um að
útgöngudegi verði ekki frestað eins
og áður hefur verið gert þegar ríkis-
stjórn Theresu May tókst ekki að
ná samningi sínum um útgöngu í
gegnum þingið.
Skilafrestur fyrir fyrrnefndar
umsóknir er til ársloka 2020. Sagði
Stefán Haukur þó að Íslendingar
ættu að sækja um sem fyrst því
farið er handvirkt yfir umsóknir og
afgreiðslutími gæti lengst þegar nær
dregur skilafresti. – þea
Við auglýsum eftir
STYRKTAR
UMSÓKNUM
Umsóknarfrestur er til 7. sept. 2019
www.kronan.is
Við veitum styrki til verkefna sem tengjast
lýðheilsu barna og/eða hafa jákvæð áhrif
á uppbyggingu samfélagsins.
Ert þú með hugmynd?
Sendu inn umsókn á
Kronan.is/styrktarumsokn
2 2 . Á G Ú S T 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
2
-0
8
-2
0
1
9
0
5
:1
0
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
A
0
-1
1
9
C
2
3
A
0
-1
0
6
0
2
3
A
0
-0
F
2
4
2
3
A
0
-0
D
E
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
5
6
s
_
2
1
_
8
_
2
0
1
9
C
M
Y
K