Fréttablaðið - 22.08.2019, Page 26
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumaður auglýsinga: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652,
Nýjungar Heimkaup.is slá í
gegn hjá neytendum
Öll fjölskyldan getur notað
sömu körfuna
Viðskiptavinir Heimkaup.is geta
deilt körfu með öllum í fjölskyld-
unni. Jóhann segir það einfalda
matarinnkaupin til muna þegar
hver og einn getur bætt í körfuna
þegar eitthvað klárast. „Þetta er
hinn nýi innkaupalisti fjölskyld-
unnar, fólk er alltaf með símann
við höndina og sá fjölskyldumeð-
limur sem sér að eitthvað vantar
smellir því einfaldlega í körfuna
á nokkrum sekúndum. Þá er allt
á sínum stað þegar gengið er frá
kaupum.“
Síðasti söludagur alltaf
sjáanlegur á síðunni
Viðskiptavinir Heimkaup.is sjá
síðasta söludag á öllum matvörum,
rétt eins og þegar valið er úr hillum
í hefðbundinni verslun. Þeir geta
valið þyngd á t.d. kjötvörum og
fengið nákvæmlega það magn sem
þá vantar. Þetta er mjög mikilvægt
þegar verið er að kaupa vörur eins
og lambalæri eða súpukjöt þar sem
þyngdin getur hlaupið á heilu og
hálfu kílóunum. „Við erum líka
mjög ströng varðandi afhendingu
á grænmeti og ávöxtum og send-
um aðeins ferskt og fallegt. Ávextir
sem stand ast ekki ströngustu
kröfur fara í kæli í þjónustuverinu
og fást þar gefins.“
Minni matarsóun – afsláttur
af vörum sem nálgast
síðasta söludag
Hvað vöruverð varðar segir Jóhann
að Heimkaup.is keppi við hina
stórmarkaðina og stefni að því að
vera alltaf ódýrastir á netinu. „Það
er ömurlegt að henda mat,“ segir
hann. „Vörur sem nálgast síðasta
söludag fara sjálfkrafa á afslátt, allt
að 50%. Alla daga mánaðarins er
hægt að fá ferskvörur með afslætti
og í kringum 20. hvers mánaðar
fer töluvert af þurrvörum á afslátt
þar sem síðasti söludagur þeirra er
um mánaðamót. Vörur sem renna
út hjá okkur eru settar fram í þjón-
ustuverið og þeir sem eiga leið hjá
geta gripið með sér fríar matvörur.
Engin matarsóun!“
Fjölskyldan getur sparað sér
margar klukkustundir
á mánuði
„Tímasparnaður hleypur á
mörgum klukkustundum á mán-
uði,“ segir Jóhann. „Þegar þú hefur
pantað einu sinni á Heimkaup.is
tekur næsta skipti enga stund, þér
er strax boðið að panta það sama
og síðast, en ætli við séum ekki flest
þannig að við notum sömu matvör-
urnar aftur og aftur á heimilinu.“
Jóhann hvetur fólk hins vegar til að
kynna sér úrvalið. „Við erum með
mikið af vörum sem engir aðrir
bjóða þar sem við flytjum beint inn
frá erlendum birgjum og erum því
með mikið af nýjungum.“
Frí heimsending heim
eða í Orkuna
„Ég held ég geti fullyrt að þeir
sem prófa að kaupa í matinn á
netinu halda því áfram, þægindin
eru svo mikil. Þú getur lokið við
helgarinnkaupin áður en þú
ferð úr vinnunni og við komum
samdægurs innan tveggja tíma.
Einnig getur fólk valið að fá vör-
urnar afhentar í box á Orkunni
við Dalveg eða við Kringluna. Fólk
rennir þá við á leiðinni heim úr
vinnu – það tekur 1-2 mínútur að
stoppa og ná í pokana sína. Þú sérð
tímasparnaðinn í því.“
Heimkaup.is sendir einnig
út á landsbyggðina
Frá upphafi hefur Heimkaup. is
lagt mikla áherslu á að þjóna öllu
landinu á sömu kjörum. Heim-
sending er frí ef pantað er fyrir
5.900 kr. eða meira og gildir þá
einu hvort þú býrð í Kópavogi
eða á Egilsstöðum. Eitt gildir
fyrir alla. „Við getum eðli málsins
samkvæmt þó ekki sent kæli- eða
frystivöru út á landsbyggðina, en
allar aðrar matvörur, ekkert mál.“
Umhverfisvænn kostur
Það er umhverfisvænna þegar einn
bílstjóri keyrir matvörur heim til
20 fjölskyldna í einum rúnti. Þau
sem eru í bíllausum lífsstíl og eldri
borgarar eru mjög dugleg að nýta
þjónustuna að sögn Jóhanns. „Það
er gríðarlegur vöxtur í netverslun á
matvöru. Þeir sem prófa að kaupa
mat á netinu fara aldrei til baka!“
Framhald af forsíðu ➛
Þú sérð síðasta söludag vörunnar á síðunni. Ein karfa fyrir alla fjölskylduna. Sá fjölskyldumeðlimur sem uppgötvar að eitthvað vantar
smellir því einfaldlega í körfuna á nokkrum sekúndum.
Þeir sem prófa að
kaupa mat á netinu
fara aldrei til baka!
Vörur sem nálgast
síðasta söludag
fara sjálfkrafa á afslátt,
allt að 50%.
Fólk getur valið
að fá vörurnar af-
hentar í box hjá
Orkunni við Dalveg
eða við Kringluna.
Við komum sam-
dægurs , innan
tveggja tíma
2 KYNNINGARBLAÐ 2 2 . ÁG Ú S T 2 0 1 9 F I M MT U DAG U RNETVERSLUN
2
2
-0
8
-2
0
1
9
0
5
:1
0
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
A
0
-1
6
8
C
2
3
A
0
-1
5
5
0
2
3
A
0
-1
4
1
4
2
3
A
0
-1
2
D
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
5
6
s
_
2
1
_
8
_
2
0
1
9
C
M
Y
K