Fréttablaðið - 22.08.2019, Side 27
Vöruúrval okkar
gerir okkur kleift
að koma til móts við
eftirspurn viðskiptavina
okkar, burtséð frá því
hvert tilefnið er.
Ásta María Karlsdóttir
Það getur verið hægara sagt en gert að skreppa frá í amstri hversdagsins. Því
er kjörið fyrir önnum kafið fólk
að virða fyrir sér úrvalið í net-
verslun Pennans. Verslunin er
einstaklega aðgengileg og sparar
notendum bæði tíma og fyrir-
höfn. „Netverslun Pennans er með
einstaklega breitt vöruúrval, allt
frá smárri rekstrarvöru á borð
við bréfaklemmur og strokleður,
yfir í eitt stærsta úrval landsins af
íslenskum og erlendum bókum
fyrir alla aldurshópa auk heild-
stæðra skrifstofulausna, húsgagna
og fallegrar hönnunarvöru,“ segir
Ásta María Karlsdóttir, sölustjóri
fyrirtækjasviðs Pennans.
Breytilegt eftir árstíðum
Ásta segir kauphegðun viðskipta-
vina breytast samhliða tíma árs.
„Vöruflokkar okkar eru misvin-
sælir eftir árstímum,“ segir Ásta.
„Til dæmis eru skrifstofuvörur
og -húsgögn vinsælli í ársbyrjun
og við skólasetningar, á meðan
sala á gjafavöru eykst gjarnan
um fermingar, við útskriftir og í
brúðkaupsvertíð sumarsins og svo
eru bækurnar auðvitað sívinsælar
um jólin,“ segir Ásta. Hún segir
Pennann Eymundsson vel í stakk
búinn til þess að sinna þörfum við-
skiptavina óháð tilefni. „Vöruúrval
okkar gerir okkur kleift að koma
til móts við eftirspurn viðskipta-
vina okkar, burtséð frá því hvert
tilefnið er,“ segir Ásta.
Spennandi nýjungar
Ásta segir mikið lagt upp úr því
að bjóða upp á nýjar og vand-
aðar vörur í takt við síbreytilegan
heim. „Við erum alltaf að leita
að nýjum og spennandi vörum
fyrir okkar viðskiptavini,“ segir
Ásta. „Nýlega bættust „Skittle
Bottle“, umhverfisvænu hita- og
kælibrúsarnir frá Lund London,
við úrvalið okkar. Þeir hafa verið
mjög vinsælir,“ segir hún. Þá séu
þau einnig nýfarin að bjóða upp á
fallega og handhæga ferðahátalara
frá Gingko. „Nýju, nettu og stíl-
hreinu Bluetooth-ferðahátalar-
arnir frá Gingko eru nú fáanlegir
hjá okkur,“ segir Ásta.
Aðrar nýjungar sem Ásta nefnir
eru gæðavörur frá Hugo Boss. „Það
allra nýjasta hjá okkur eru minnis-
bækur, ráðstefnumöppur og
pennar frá Hugo Boss,“ segir Ásta.
Hægt er að virða fyrir sér úrvalið
og festa kaup á vörunum í net-
verslun Pennans „Þetta er vönduð
og falleg vara sem að sjálfsögðu
er hægt er að panta í vefverslun
okkar,“ segir hún.
Sérsniðin þjónusta að
þörfum viðskiptavina
Viðskiptavinirnir eru í fyrirrúmi
að sögn Ástu Maríu sem segir
alla nálgun við þá miðast út frá
þægindum. „Leitin á vefnum gerir
þér kleift að finna allt sem þig
langar með því að slá inn upphafs-
stafina í vöruheiti, lýsingu, vöru-
númeri eða öðru sem þér dettur í
hug,“ segir hún. „Hægt er að ganga
frá kaupum á öllum vörum sem
Penninn Eymundsson og Penninn
Húsgögn hafa upp á að bjóða á
einum og sama vefnum. Viðskipta-
vinir geta ýmist sótt pantanirnar
í þá verslun sem hentar þeim best
eða fengið pakkann sendan heim
að dyrum,“ segir Ásta. Þá henti
þjónustan bæði einstaklingum og
fyrirtækjum. „Þetta eru fyrirtæki
jafnt sem einstaklingar að nýta
sér,“ bætir Ásta við.
Fljótlegt og skilvirkt
Fyrirtæki sem nýta sér vefverslun
Pennans geta á auðveldan hátt
haldið utan um pöntunarsögu
sína. „Þannig er til dæmis einfalt
að endurtaka síðustu kaup ef sá
sem sér venjulega um að panta er
frá vinnu og óvissa ríkir um hvers
konar skrifstofugögn eru jafnan
keypt,“ segir Ásta. Allar upplýsing-
ar séu innan handar. „Fyrirtækin
sjá svo kjör sín á öllum vörum og
einfalt er að leita í vefversluninni
eftir vörulýsingum og finna þann-
ig hvað hentar hverjum og einum
best.“
Sívaxandi vettvangur
Ásta María segir þau sjá fram á
gríðarlegan vöxt á næstu árum,
sérstaklega þar sem tilfærsla á
verslun frá hefðbundnum búðum,
yfir í stafrænar lausnir, hefur verið
að vaxa í stökkum á heimsvísu.
„Þá skiptir ekki máli hvort litið
er til Bandaríkjanna, Norður-
landa eða Evrópu,“ segir Ásta.
Hún segir að greina megi verulega
aukningu í netverslun í Banda-
ríkjunum á síðastliðnum áratug.
„Bara í Bandaríkjunum hefur
netsala vaxið úr 5,1% af heildar-
viðskiptum yfir í 14,3% á áratug
á sama tíma og vöxtur verslunar
hefur verið að meðaltali um 3,4%
á ári. Netverslun hefur hins vegar
aukist að umfangi um 15% á ári á
síðustu tíu árum,“ segir Ásta.
Vörurnar frá Vitra sívinsælar
Karólína Porter, verslunarstjóri
húsgagnaverslunar Pennans, segir
vissar vörur alltaf njóta vinsælda.
Hún nefnir sérstaklega vörurnar
frá Vitra og segir húsgögn og gjafa-
vörur frá þeim hafa verið afar vin-
sælar um árabil. „Einna vinsælast
í vefversluninni eru klassísku
hönnunarvörurnar frá Vitra,“ segir
Karólína.
Hún segir vörurnar frá Vitra
henta við hvaða tilefni sem er. „Við
erum með allt frá lítilli gjafavöru
og upp í stærri húsgögn eins og
Lounge Chair og Eames eldhús-
stólana,“ segir hún. Þá segir hún að
hinn sígildi Eames House Bird og
Hang it all snagarnir njóti stöðugra
vinsælda, enda einstaklega falleg
og vönduð vara með mikið nota-
gildi, nú fáanleg í mörgum litum,
þar á meðal svörtum, og úr eik. Þá
vekur Karólína sérstaka athygli á
því að Eames House Bird, fuglinn
fagri, er á tilboði út ágúst.
Hagstæð kjör og tilboð
Karólína segir enn fremur eitt
helsta markmið hjá Pennanum
Húsgögn vera að bjóða upp á sam-
keppnishæf verð á öllum vörum
frá Vitra. Hún segir ánægjulegt
að geta gert viðskiptavinum sem
eiga erfitt með að komast frá kleift
að festa kaup á þessum vönduðu
hönnunarvörum. „Það er mjög
gaman að geta boðið slíka gæða-
vöru fyrir fólk sem jafnvel kemst
ekki í verslun okkar að Skeifunni
10,“ segir hún.
Karólína nefnir að salan sé mjög
þétt og jöfn yfir árið enda bæði
fyrirtæki og einstaklingar sem
versla í netverslun. Hún mælir með
því að fólk fylgist vel með því sem
er um að vera í netversluninni.
„Vert er að fylgjast með mánaðar-
tilboðum okkar á heimasíðunni en
þar er að finna ný tilboð í hverjum
mánuði á húsgögnum og gjafavöru
í hæsta gæðaflokki,“ útskýrir Kar-
ólína. Þá bætir hún við að slagorð
húsgagnadeildar Pennans sé ein-
faldlega „Farðu vel með þig“.
Sjá nánar á www.penninn.is.
Notendavæn netverslun
Pennans Eymundsson
Það er líf og fjör í Pennanum Eymundsson allt árið um kring. Hvort sem það
er skólasetningin á haustin, aðdragandi jólanna, útskriftirnar á vorin, brúð-
kaupin á sumrin eða öll afmælin, þá er alltaf hægt að stóla á Pennann.
Karólína Porter og Ásta María Karlsdóttir segja bæði einstaklinga og fyrirtæki nýta sér netverslun Pennans.
KYNNINGARBLAÐ 3 F I M MT U DAG U R 2 2 . ÁG Ú S T 2 0 1 9 NETVERSLUN
2
2
-0
8
-2
0
1
9
0
5
:1
0
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
A
0
-0
7
B
C
2
3
A
0
-0
6
8
0
2
3
A
0
-0
5
4
4
2
3
A
0
-0
4
0
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
5
6
s
_
2
1
_
8
_
2
0
1
9
C
M
Y
K