Fréttablaðið - 22.08.2019, Side 28
Pósturinn er að
gefa töluvert í
í þjónustu við
íslenskar net-
verslanir og við-
skiptavini þeirra.
Fyrir rekstrarað-
ila netverslana
hér á landi hefur
Pósturinn hann-
að einfaldar
veflausnir sem
sniðnar eru að
þörfum þeirra.
Póststoð er skráningarkerfi fyrir fyrirtæki sem auð-veldar skráningu, merkingu
og umsýslu sendinga. „Á síðustu
mánuðum hefur Pósturinn hannað
smáforrit sem beintengir net-
verslanir við Póststoðina í gegnum
Shopify-kerfið. Með þessari lausn
fara allar pantanir úr netverslun
beint í Póststoðina, engin milli-
skref, heldur beint inn í dreifikerfi
Póstsins og til neytenda,“ segir
Elvar Bjarki Helgason, forstöðu-
maður söludeildar hjá Póstinum.
„Netverslunin getur þá stjórnað
því og sérsniðið hvaða þjónusta
kemur fram á vefsíðu söluaðila
þegar lokið er við pöntun. Sama
lausn fyrir netverslanir sem
notast við WooCommerce-kerfið
er væntanleg von bráðar og fyrir
stærri netverslanir sem notast ekki
við stöðluð netverslanakerfi eins
og Shopify eða WooCommerce
bjóðum við upp sérstaka vefþjón-
ustugátt,“ bætir Elvar Bjarki við
og heldur áfram: „Sá möguleiki
býður rekstraraðilum netverslana
að forrita á móti okkar þjónustu,
hanna og birta eftir sínu höfði þá
þjónustu sem hann vill bjóða upp
á. Þegar kemur að síðasta leggnum
eða svokallaðri „last mile“ þá skipta
afhendingarvalkostir miklu máli.
Við hvetjum rekstraraðila íslenskra
netverslana til að hafa samband við
söluráðgjafa okkar í síma 580 1000
fyrir frekari kynningu og upp-
lýsingar,“ segir Elvar Bjarki.
Póstbox opin
alla daga, allt árið
„Við hjá Póstinum erum sífellt
að leitast við að mæta auknum
kröfum viðskiptavina þegar kemur
að afhendingu sendinga. Minn
Póstur er þitt eigið svæði á vefnum
og í appinu þar sem þú velur það
þjónustusnið og afhendingarmáta
sem hentar þér best. Þú einfaldlega
skráir þig þig á minnpostur.is og
leyfir okkur að sjá um allt fyrir þig,“
segir Sigmar Sigfússon, stafrænn
sérfræðingur hjá Póstinum.
„Markmið okkar er að koma með
lausnir sem auðvelda viðskipta-
vinum lífið, hvort sem um er ræða
sendendur eða móttakendur. Eins
og staðan er í dag geta viðskipta-
vinir valið um þrjár mismunandi
leiðir til að fá sendingar afhentar,
hægt er að fá afhent á pósthúsi
að eigin vali, fá sendingu heim að
dyrum eða fá sendingu í Póstbox,“
upplýsir Sigmar.
„Póstbox Póstsins eru mjög
spennandi afhendingarleið en um
er að ræða sjálfsafgreiðslukassa
sem eru staðsettir á átta stöðum á
höfuðborgarsvæðinu þar sem við-
skiptavinir geta nálgast sending-
arnar sínar þegar þeim hentar
en kassarnir eru aðgengilegir
allan sólarhringinn og það tekur
örskamma stund að sækja pakka.
Það kostar ekkert aukalega að fá
sendingu í Póstbox og öll samskipti
eru auk þess rafræn sem gerir það
að verkum að þú ert með þjónust-
una við höndina, hvort sem það er í
snjallsímanum eða tölvunni. Þegar
sótt er í Póstbox er annar augljós
kostur að geta áframsent SMS eða
tölvupóststilkynningar til vina eða
vandamanna til þess að sækja fyrir
þig sendinguna ef þú kemst ekki
sjálfur í Póstboxið.“
Allar nánari upplýsingar um
afhendingarval og Póstbox eru að-
gengilegar á heimasíðu Póstsins,
postur.is
Beint úr netverslun
í dreifikerfi Póstsins
Póstboxin eru frábær nýjung og þægileg þegar sækja þarf sendingar.
Markmiðið er að
koma með lausnir
sem auðvelda fólki lífið,
hvort sem um er ræða
sendendur eða móttak-
endur.
Samkvæmt sænskri rannsókn kaupir fólk dýrari vörur ef netsíðan er glæsileg. Netsíðan
getur þannig virkað eins og sál-
fræði á fólk. Dýrari merkjavörur
eru frekar keyptar frá netverslun í
eigin landi en frá útlöndum, að því
er rannsóknin sýnir. Óöryggi er
ástæða þess að fólk veðjar fremur á
verslun í heimalandi. Margir vilja
þekkja til seljandans.
Góðar upplýsingar á netsíðunni
geta þó aukið sölu á erlendum
síðum. Sömuleiðis ef einfalt er að
nota síðuna. Netsala innanlands
í Svíþjóð hefur aukist mikið á
síðustu árum. Miklar rannsóknir
hafa verið gerðar þar í landi á
rafrænni verslun. Notendavæn
netverslun virðist draga að sér
mun fleiri kaupendur á netinu en
þær sem eru flóknar. Sumir veigra
sér við að versla við netverslun
í fjarlægu landi þótt varan sé
mun ódýrari en í heimalandinu.
Vantraust á seljandanum er ein
aðalorsök þess, fólk er hrætt við að
gefa upp kreditkortanúmer ef það
þekkir ekki verslunina.
Norðurlandabúar virðast versla
mikið við nágrannalönd á netinu.
Netsala vinsæl
Í könnun sem norski Pósturinn
gerði kom fram að 85% Norð-
manna höfðu einhvern tíma
verslað á netinu. Vinsælustu
netverslanir hjá Norðmönnum
eru í Bretlandi, Bandaríkjunum
og Kína. Norðmenn þurfa að
greiða tolla og skatta af vörum sem
keyptar eru í gegnum erlendar vef-
síður ekkert síður en Íslendingar.
Norðmenn eru einmitt hvattir
til að kynna sér skatta og tolla af
vörum áður en þær eru keyptar frá
útlöndum. Þótt varan sé ódýr verð-
ur hún það kannski ekki þegar hún
kemur yfir landamærin. Þá er bent
á lakari viðskiptahætti og réttindi
neytenda. Ef um heimamarkað er
að ræða eru réttindin þau sömu og
þegar farið er í verslunina. Reglur
geta verið aðrar í öðrum löndum.
Það getur til dæmis verið erfitt að
skila vöru til Kína en skilaréttur er
á öllum vörum í heimalandinu.
Margar innlendar netverslanir
bjóða upp á að sækja vöru í versl-
un. Það sparar sendingarkostnað.
Aðrar bjóða upp á heimsendingu á
vörum án kostnaðar.
Norðmenn vara við sjóræningja-
verslunum á netinu. Ekki er víst
að varan skili sér til kaupanda
en kaupandinn verður mörgum
krónum fátækari.
Samkvæmt norska viðskipta-
vefnum E24 í Noregi eyða Norð-
menn um 45 þúsund krónum í
netkaup hvern mánuð að meðal-
tali. Stærsti kaupendahópurinn er
á aldrinum 25-44 ára. Karlmenn
eyða stærri fjárhæðum en konur á
netinu. Samkvæmt miðlinum eru
sumir karlar „Mr. Big Spender“, sér-
staklega þeir sem búa úti á landi í
meðalstórum bæjum. Sá karlmaður
kaupir fatnað, skó og fylgihluti á
netinu auk flugferða og hótela.
Bæði kynin nota farsímann til að
kaupa á netinu. Er bent á að stjórn-
endur fyrirtækja verði að athuga
að gera heimasíður sínar aðgengi-
legar fyrir síma. Rafræn verslun
mun aukast á næstu árum eftir því
sem traffíkin eykst. Umtalsverð
aukning hefur verið í netsölu alls
staðar í heiminum á undanförnum
árum og er alltaf að verða meiri.
Kaupa meira á góðum síðum
Ef fólk er óöruggt með netverslunina sem það er að skoða á vefnum kaupir það síður þótt það
langi í vöruna. Gott útlit á netverslun skiptir gríðarmiklu máli. Einnig þarf síðan að vera símavæn.
Elín
Albertsdóttir
elin@frettabladid.is
Netið kemur í
góðar þarfir þegar
skoða á ferðalag
til annarra landa.
En einnig er
gaman að skoða
ýmsar vörur sem
boðnar eru í net-
verslunum.
4 KYNNINGARBLAÐ 2 2 . ÁG Ú S T 2 0 1 9 F I M MT U DAG U RNETVERSLUN
2
2
-0
8
-2
0
1
9
0
5
:1
0
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
A
0
-0
2
C
C
2
3
A
0
-0
1
9
0
2
3
A
0
-0
0
5
4
2
3
9
F
-F
F
1
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
5
6
s
_
2
1
_
8
_
2
0
1
9
C
M
Y
K