Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.08.2019, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 22.08.2019, Qupperneq 30
TRI VERSLUN WWW.TRI.IS Perla design www.perladesign.is Persónuleg hengi fyrir verðlaunapeninga Upplögð afmælis- eða jólagjöf Einnig til persónuleg fatahengic jólakúlurc diskab skreytingarc kökutoppar o.m.fl. Geymið auglýsinguna. Sími: 8942176 Perla design er á facebook Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is 6 KYNNINGARBLAÐ 2 2 . ÁG Ú S T 2 0 1 9 F I M MT U DAG U RNETVERSLUN Breki Karlsson er hagfræðingur að mennt og formaður Neytendasamtak- anna. Hann hefur ekki áhyggjur af þróun verslunar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir erfitt að spá um framtíð verslunar. „Ég er hagfræðingur og hagfræðingum er tamt að segja á morgun af hverju spáin sem þeir gerðu í gær, sé röng í dag. Það er erfitt að spá um hvað framtíðin ber í skauti sér. En víst er að kaup- hegðun er að breytast mjög mikið og mjög hratt,“ segir hann og segir vísbendingar um miklar breyting- ar í nágrannalöndum okkar. „Þess vegna myndi ég vilja stór- efla neytendarannsóknir á Íslandi svo við getum betur gert okkur grein fyrir þróuninni og brugðist við henni,“ segir Breki. Hefðbundin verslun á undanhaldi? Víða í stórborgum erlendis eru hefðbundin verslunarrými á undanhaldi. Ekki þarf annað en að ganga um götur í London eða New York til að sjá auð verslunarrými á áður eftirsóttum götum. Leiguverð á atvinnuhúsnæði fer hækkandi víðar en í Reykjavík. „Ég hef satt að segja ekki stórkostlegar áhyggjur af þessu. Ég trúi því að þetta muni allt finna sér farveg og rýmin fyllist á ný.“ Mikilvægt sé þó að borgaryfir- völd séu meðvituð um þróunina. „Borgarumhverfið tekur sífelldum breytingum. Það er til dæmis magnað að sjá gamlar myndir af mjólkurbúðum í öllum hverfum Reykjavíkur. Með breyttri tækni og lögum hurfu þær allar og rýmin þar sem þær voru fengu annað hlutverk. Skipulag borga tekur þannig breytingum og verður á hverjum tíma að taka mið af breytingum í þjóðfélaginu.“ Breki segir eigendur hefð- bundinna verslana ekki eiga að óttast aukningu í netverslun. „Þeir geta brugðist við á margan hátt. Til dæmis má nefna að áhugi á hægari lífsstíl og verslun og framleiðslu í heimabyggð er að stóraukast. En aftur, ef við hefðum betri neyt- endarannsóknir gætu verslunar- eigendur einnig tekið betri ákvarðanir um hvernig sé best að bregðast við breyttum háttum.“ Ný reglugerð eflir neytendur Hingað til eru mörg dæmi þekkt um að neytendur hafi ekki getað fengið vöru eða þjónustu keypta á netinu nema að vera búsettir í því landi þar sem netverslunin er starfrækt eða að seljandi hafi ákveðið að selja eingöngu til ákveðinna landa. Þegar ný EES-til- skipun tekur gildi, sem samþykkt var í desember 2018, verður slíkt óheimilt. Breki segir þetta munu hafa mikil og jákvæð áhrif á neyt- endur. „Reglugerðin snýr raunar að afnámi óréttmætra landfræði- legra hindrana og annars konar mismununar á grundvelli þjóð- ernis viðskiptavina, búsetu eða staðsetningu starfsstöðvar á EES-svæðinu. Þetta þýðir að vef- verslunum er bannað að mismuna neytendum á grunni þjóðernis eða búsetu. Seljendum er því ekki lengur heimilt að neita því að selja vörur eða þjónustu vegna þess að kaupandi býr í öðru landi eða notar erlent greiðslukort,“ segir Breki. „Seljanda er þó ekki skylt að annast sendingu vöru. Því gæti komið til þess að kaupandi þurfi að annast sendinguna sjálfur.“ Mörg mál á borði samtakanna Mikill fjöldi mála kemur á borð samtakanna vegna þjónustukaupa á netinu. „Yfirleitt eru það mál sem varða ferðaskrifstofur og kaup á flugferðum. Þá leita margir til samtakanna til að leita upplýsinga um stöðu sína gagnvart vefversl- unum sem telja sig eingöngu vera milligönguaðila. Ef vara reynist gölluð vísa þeir yfirleitt til þriðja aðila, sem á að vera söluaðilinn. Oft reynist þá erfitt að ná til þessa þriðja aðila. Réttarstaðan í slíkum málum er stundum umdeild, en Neytendasamtökin telja að sá aðili sem annast sölu sé í f lestum tilvikum ábyrgur fyrir seldri vöru,“ útskýrir Breki en bætir við að neytendur hafi í raun ríkari rétt, kaupi þeir vöru eða þjónustu á netinu, en ef þeir kaupa á fastri starfsstöð seljanda. „Þannig hafa neytendur 14 daga til að falla frá samningi án þess að þurfa að gefa upp ástæðu. Þann rétt hafa þeir ekki ef þeir kaupa vöru eða þjónustu í verslun.“ Kauphegðunin breytist hratt Formaður Neytendasamtakanna segir vanta rannsóknir á netverslun Íslendinga og vill stórefla neytendarannsóknir. Mikill fjöldi mála kemur á borð samtakanna vegna þjón- ustukaupa á netinu. Ný Evrópureglugerð mikil búbót fyrir þann sífellt stækkandi hóp sem kýs að versla á netinu. Hefðbundin verslun er að taka stórfelldum breytingum. Það setur svip á borgir heimsins. Vísbendingar eru um miklar breytingar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON 2 2 -0 8 -2 0 1 9 0 5 :1 0 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 A 0 -0 7 B C 2 3 A 0 -0 6 8 0 2 3 A 0 -0 5 4 4 2 3 A 0 -0 4 0 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 2 1 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.