Fréttablaðið - 22.08.2019, Page 32
8 KYNNINGARBLAÐ 2 2 . ÁG Ú S T 2 0 1 9 F I M MT U DAG U RNETVERSLUN
Það eykur enn á kaupgleðina ef
flíkin úr netversluninni passar.
Með tilkomu netverslana er hægt að versla við næstum hvaða fataverslun
heimsins sem er heiman úr stofu.
Þó þarf að fara varlega þegar kemur
að stærðum enda er fátt meira
svekkjandi en að fá draumaflíkina
heim og hún passar ekki. Hér eru
heilræði við fatakaup á netinu:
l Stærðir eru mismunandi eftir
framleiðendum og því ekki
óhætt að kaupa sömu stærð og
þú varst í síðast eða telur þig vera
í. Því er mikilvægt að hafa öll
mál rétt og bera þau saman við
stærðartöflur hverrar verslunar
fyrir sig. Taktu nákvæmt mál af
mjöðmum, mitti og brjóstkassa
til að spara þér vonbrigðin þegar
flíkin reynist of lítil vegna þess
að þú valdir eftir fatanúmerinu.
l Ef þú ferð oft í sömu fataverslun
á netinu er gott að hafa við
höndina lista yfir stærðir sem
þú hefur áður keypt hjá þeim
söluaðila.
l Flestar netverslanir leyfa komm
entakerfi fyrir viðskiptavini
sína. Það getur verið gagnlegt að
lesa það sem öðrum fannst um
flíkina sem þú ert spá í að kaupa;
stærðina, efnið og fleira.
l Lestu vel skilmála verslunarinn
ar um skilafrest til að geta skilað
og skipt í tæka tíð.
Fatakaup án vonbrigða
Það borgar sig að vera vel vakandi
og fara varlega í netverslunum.
NORDICPHOTOS/GETTY
Stundum eru fötin sem berast í pósti ekki eins og þau sem við pöntuðum, eða héldum
að við værum að panta. Hér er
nokkur góð ráð af vefsíðu News
Anyway til að koma auga á falsanir
í netverslunum.
Of gott til að vera satt: Ef þú
finnur ódýra flík frá merki sem er
venjulega dýrt eru góðar líkur á að
það sé fölsuð vara. Stóru merkin
lækka verðið aldrei mikið, jafnvel
á útsölum.
Ótraustvekjandi seljandi: Það
er gott að kynna sér umsagnir
sem netverslunin hefur fengið frá
notendum áður en maður pantar
frá nýrri búð sem maður veit lítið
um. Yfirleitt er auðvelt að finna
þær með leit á Google.
Ósamræmi í myndum: Flest
stór merki birta myndir af vörum á
vef sínum, jafnvel þótt þar sé ekki
vefverslun. Það er því yfirleitt auð
velt að bera þær myndir saman við
myndir af vörum í vefverslunum.
Vondar eða óskýrar myndir eru
góð vísbending um fölsun. Það
sama gildir ef það er ekki hægt
að finna vöruna á heimasíðu
merkisins.
Gagnrýnin hugsun: Það er líka
alltaf gott að hugsa einfaldlega
um hvort það sé líklegt að einhver
óþekkt síða sé að selja þekkta
merkjavöru á lægra verði en allir
aðrir. Það borgar sig að skoða allt
með gagnrýnu auga og leita að
göllum, annars gætu þeir komið
manni leiðinlega á óvart.
Að forðast fölsuð
föt í netverslun
Danir nota símann mikið í sumar-
fríinu þótt þeir séu í útlöndum.
Netnotkun Dana í útlöndum hefur aldrei verið meiri en í sumar. Danir notuðu netið
33% meira í gegnum símann í þeim
löndum sem þeir ferðast mest til en
í fyrra. Þetta sýna tölur frá dönsku
símafyrirtæki sem mældi notkun í
27.33. viku sumars.
Tölurnar þykja sýna að Danir
taka venjulega farsímanotkun með
sér í sumarfríið. Síminn inniheldur
að sjálfsögðu ótrúlega mikið af
nauðsynlegum upplýsingum sem
fólk er vant að hafa við höndina.
Þá þykir sýnt að netsamband er
víða svo aðgengilegt, til dæmis á
hótelum, að fólk hikar ekki við að
streyma kvikmyndum, sjónvarps
þáttum og YouTubemyndböndum.
Gagnanotkun Dana var mæld í 64
löndum, þar með talið í gegnum
3LikeHome sem er símkort sem
notað er í löndum utan Evrópu en
kostnaðurinn er þá sá sami og í
Danmörku. Frá árinu 2016 er sama
farsímagjald í mörgum löndum
Evrópu, að minnsta kosti þeim
sem eru í EB eða EFTA. Fólk varar
sig kannski ekki á að símanotkun
í öðrum löndum getur verið mjög
dýr, til dæmis í Tyrklandi þangað
sem margir fara í frí.
Í símanum
í fríinu
2
2
-0
8
-2
0
1
9
0
5
:1
0
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
A
0
-1
B
7
C
2
3
A
0
-1
A
4
0
2
3
A
0
-1
9
0
4
2
3
A
0
-1
7
C
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
5
6
s
_
2
1
_
8
_
2
0
1
9
C
M
Y
K