Fréttablaðið - 22.08.2019, Blaðsíða 34
Það versta við að
koma niður af sýru
á Óskarnum er þegar þú
áttar þig á að þú ert
ennþá á Óskarnum.
Hjördís Erna
Þorgeirsdóttir
hjordiserna@frettabladid.is
Frá því að þeir Parker og Stone komu fram á sjónarsviðið fyrir rúmum tuttugu árum
hafa þeir verið einhverjir áhrifa-
mestu og beittustu samfélagsgagn-
rýnendur okkar tíma. Þá hafa þeir
einnig slegið í gegn í kvikmynda-
og leikhúsbransanum og má þar
nefna hinn margverðlaunaða
söngleik Book of Mormon en hann
hefur verið sýndur úti um allan
heim um árabil.
Þegar þeim félögum, sem eitt
sinn var lýst sem hötuðustu mönn-
unum í Hollywood, var boðið á
Óskarsverðlaunahátíðina árið
2000, var ljóst að allt gæti gerst.
Fáa hefur þó eflaust grunað hvað
væri í vændum.
Hugdjarfir og hæfileikaríkir
Árið 2000 fengu þeir tilnefningu
fyrir lag ársins en það var lagið
„Blame Canada“ (eða „Áfellumst
Kanada) úr mynd þeirra South
Park: Bigger, Better, Uncut. Þeir
Parker og Stone gefa ekki mikið
fyrir uppstrílaða uppgerðina sem
einkennir heim stórstjarnanna
og var Óskarsverðlaunahátíðin
engin undantekning. Þeim fannst
hátíðin að eigin sögn hallæris-
leg og sögðust aldrei hafa ætlað
mæta „venjulegir“, markmiðið var
alltaf að skapa smá óreiðu. Þannig
ákváðu þeir að klæðast síðkjólum.
Upphaflega voru þeir að velta
fyrir sér að klæðast andabún-
ingum en töldu að það gæti orðið
til þess að þeim yrði vísað frá. Ef
þeir væru klæddir síðkjólum, aftur
á móti, þá væri býsna erfitt fyrir
skipuleggjendur að færa sann-
færandi rök fyrir því hvers vegna
þeir mættu ekki klæðast kjólum,
líkt og flestir kvenkyns gestir
hátíðarinnar.
En það var ekki nóg. Þegar
stóra stundin nálgaðist urðu þeir
tvístígandi. Það var þá sem þeir
tóku ákvörðun um að innbyrða
smá sýru. Klukkutíma síðar
fylltust þeir nýfengnum eldmóði
og sögðu síðar í viðtali að á þeim
tímapunkti hefði ekki neitt annað
komið til greina en að klæðast
kjólum.
Kvöldið töfrum líkast
Félagarnir tóku meðvitaða
ákvörðun um að minnast ekki á
kjólana sem þeir klæddust en eins
og flestir vita þá er mikið lagt upp
úr klæðnaði gesta hátíðarinnar.
Þegar þeir voru ítrekað spurðir
út í kjólana svöruðu þeir einfald-
lega aftur og aftur „þetta kvöld
er töfrum líkast“ eða „it‘s such a
magical night“ eins og það útleggst
á ensku.
Innblásnir af umtöluðum
kjólum þekktra leikkvenna
Síðkjólarnir sem þeir klæddust
voru að þeirra sögn innblásnir af
eftirminnilegum og umtöluðum
kjólum sem þær Jennifer Lopez
og leikkonan Gwyneth Paltrow
klæddust á verðlaunahátíðum
skömmu áður. Jennifer Lopez
klæddist grænum kjól frá Versace
á Grammy-hátíðinni og Gwyneth
Paltrow klæddist bleikum kjól frá
Ralph Lauren þegar hún tók við
Óskarsverðlaununum fyrir leik
Á sýru í síðkjólum
á rauða dreglinum
Skaparar South Park, þeir Trey Parker og Matt Stone, hlífa
engum í listsköpun sinni, hvorki sjálfum sér né öðrum, og
kom það skýrt fram á rauða dreglinum árið 2000.
Trey Parker og Matt Stone sögðu að kvöldið væri töfrum líkast.
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is
Verslunin Belladonna
NETVERSLUN WWW.BELLADONNA.IS
ERUM AÐ TAKA UPP NÝJAR VÖRUR FRÁ
sinn í kvikmyndinni Shakespeare
in Love árið áður.
Að „Charlie Sheen-a“
Þeir Parker og Stone mættu í
sófann til spjallþáttastjórnandans
Davids Letterman árið 2011 til
að ræða söngleikinn The Book
of Mormon. Þegar Letterman
spurði þá út í þetta eftirminni-
lega atvik þá sögðu þeir félagar
að þeir hefðu einfaldlega verið að
„Charlie Sheen“-a og voru þeir þá
að vísa til leikarans og vandræða-
pésans Charlie Sheen sem var á
þessum tíma fastagestur á síðum
slúðurblaðanna. „Jæja, þannig að
þið farið svona á hátíðina, og hvað
svo?“ spurði Letterman. „Þú tapar
fyrir Phil Collins,“ svaraði Parker
og bætti við: „Þá finnst þér þú ekki
svo svalur.“
Í spjallþætti Lettermans tóku
þeir þó ekki fram hvaða fíkniefna
þeir hefðu neytt og því voru uppi
getgátur um það að þeir hefðu
verið á kókaíni, enda fátt jafn
lýsandi fyrir Charlie Sheen. Þeir
sögðust þá tilneyddir til þess að
leiðrétta þann misskilning og tóku
þeir því fram skömmu síðar að
efnið sem um ræddi hefði verið
sýra en ekki kókaín.
Caine sáttur en ekki Estefan
Aðrir gestir hátíðarinnar tóku
misvel í uppátækið. Þannig var
Michael Caine ánægður með þá á
meðan Gloriu Estefan þótti ekki
mikið til þeirra koma. „Sumir voru
í sjöunda himni þegar við mættum
á Óskarinn í þessum kjólum.
Michael Caine var til dæmis mjög
spenntur. En ég man að Gloria
Estefan var virkilega pirruð,“ sagði
Stone.
Parker lýsti svo þessari upp-
lifun síðar á skoplegan hátt. „Það
versta við að koma niður af sýru
á Óskarnum er þegar þú áttar þig
á að þú ert ennþá á Óskarnum,“
útskýrði hann.
Lifum lengur
FRETTABLADID.IS
á frettabladid.is
hlustaðu þegar þér hentar
8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 2 . ÁG Ú S T 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R
2
2
-0
8
-2
0
1
9
0
5
:1
0
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
A
0
-2
F
3
C
2
3
A
0
-2
E
0
0
2
3
A
0
-2
C
C
4
2
3
A
0
-2
B
8
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
0
5
6
s
_
2
1
_
8
_
2
0
1
9
C
M
Y
K