Fréttablaðið - 22.08.2019, Page 40
Ef strákar hafa
tækifæri til að fara
utan í góða klúbba þá er
erfitt að standa í vegi fyrir
því.
Þorvaldur Örlygs-
son, landsliðs-
þjálfari U19
FÓT B O LT I Þor va ldu r Örlyg s-
son, landsliðsþjálfari U19 karla,
hefur valið hóp sem tekur þátt í
landsliðs æfingum dagana 2.-6.
september á Framvelli. Þorvaldur
valdi 26 stráka en þetta er liður í
undirbúningi liðsins fyrir undan-
keppni EM 2020 13.-19. nóvember
þar sem Ísland leikur í riðli með
heimamönnum Belgum, Albaníu,
og Grikklandi. Þrettán leikmenn
eru atvinnumenn, þar á meðal
Andri Lucas Guðjohnsen frá Real
Madrid en restin spilar hér heima,
meðal annars ungstirni Pepsi Max
deildarinnar, Valgeir Valgeirsson.
Einn spilar í C-deildinni með
Vestra, Þórður Gunnar Haf þórs-
son, en hann er kominn með 60
leiki í meistaraflokki þrátt fyrir að
vera aðeins 18 ára. Nýlegar fréttir
af íslenskum atvinnumönnum sem
fóru ungir út til að láta drauminn
rætast sýna að þeir eru flestir stadd-
ir í varaliðum eða jafnvel bara fastir
í unglingaliðum.
Þorvaldur segir að ekkert eitt rétt
svar sé við þeirri spurningu hvort
leikmenn eigi að fara út í atvinnu-
mennsku til að æfa með unglinga-
og varaliðum eða vera hér á Íslandi
og spila fótbolta í meistaraf lokki.
„Þetta er spurning sem við erum
endalaust að velta fyrir okkur og
búnir að gera það í mörg ár. Frá
mínum bæjardyrum séð þá finnst
mér að ef strákar hafa tækifæri til
að fara utan í góða klúbba sé erfitt
að standa í vegi fyrir því. Við höfum
séð það heppnast með betri leik-
menn okkar og þá er það betra til
lengri tíma en það er ekki algilt að
það sé rétta aðferðin.
Ég bendi stundum á að fólk fer í
mennta- eða háskóla og það gengur
ekki alltaf upp þá braut sem við-
komandi fetar fyrst. Menn geta
líka verið óheppnir í ákvörðunar-
töku. Ég held samt að þegar ungur
drengur fær tækifæri til að fara
utan, hvort sem það er í unglinga-
liðið eða b-lið þá er erfitt að standa
í vegi fyrir honum. Stefna flestra er
yfirleitt að ná langt í fótboltanum.
Miðað við fjöldann sem er að fara
Stór spurning og mörg svör
Þorvaldur Örlygsson, landsliðsþjálfari U-19 ára landsliðs Íslands, valdi í gær hóp til æfinga í september.
Hann segir ekkert eitt rétt svar til við spurningunni hvort leikmenn fari of snemma í atvinnumennsku.
Andri Lucas Guðjohnsen, leikmaður Real Madrid, er í hópnum sem kemur saman til æfinga í Safamýri í september. NORDICPHOTOS/GETTY
Róbert Orri Þorkelsson
Afturelding
Andri Fannar Baldursson
Bologna
Karl Friðleifur Gunnarsson
Breiðablik
Kristall Máni Ingason
FC Köbenhavn
Hákon Haraldsson
FC Köbenhavn
Danijel Dejan Djuric
FC Midtjylland
Sigurjón Daði Harðarson
Fjölnir
Jóhann Árni Gunnarsson
Fjölnir
Arnór Ingi Kristinsson
Fylkir
Hákon Rafn Valdimarsson
Grótta
Orri Hrafn Kjartansson
Heerenveen
Valgeir Valgeirsson
HK
Jón Gísli Eyland Gíslason
ÍA
Ísak Bergmann Jóhannesson
IFK Norrköping
Oliver Stefánsson
IFK Norrköping
Davíð Snær Jóhannsson
Keflavík
Vuk Óskar Dimitrijevic
Leiknir R.
Atli Barkason
Norwich City
Ísak Snær Þorvaldsson
Norwich City
Teitur Magnússon
OB Odense
Jökull Andrésson
Reading
Andri Lucas Guðjohnsen
Real Madrid
Mikael Egill Ellertsson
SPAL
Sölvi Snær Guðbjargarson
Stjarnan
Valgeir Lundal Friðriksson
Valur
Þórður Gunnar Hafþórsson
Vestri
✿ Hópurinn
út að spila þá eru alltaf einhverjir
sem koma heim, út af mismunandi
hlutum. Að sama skapi eru margir
sem ná að búa til góðan feril. Við
erum ekki búnir að finna lausn á
þessari gátu en það eru drengir að
fara utan og leitast við að verða
atvinnumenn og verða betri og við
reynum að styðja þá eins vel og við
getum.“
Íslenska leiðin
Þorvaldur og Davíð Snorri Jónsson
aðstoðarlandsliðsþjálfari völdu þrjá
árganga til að koma saman á þessar
æfingar sem er ekki algengt. Þrír
eru fæddir 2003, 11 eru fæddir 2002
og afgangurinn er á elsta og síðasta
árinu í U19, fæddir 2001. Þó nokkrir
hafa fengið hlutverk í sínum liðum í
Pepsi Max deildinni og nokkrir eru
í stórum hlutverkum í sínum liðum
í Inkasso. Þá er Ísak Bergmann
kominn í aðallið Norrköping í Sví-
þjóð. „Yfirleitt erlendis er bara einn
árgangur þar sem valið er úr stórum
hópi stráka. Við erum aðeins öðru-
vísi og blöndum tveimur saman en
okkur langaði að fá þarna inn alla
þessa árganga saman í góða æfinga-
viku og teljum okkur heppna að fá
bestu strákana á þessu aldursbili
saman til æfinga. Það eru tveir
landsliðsgluggar fram að mótinu í
Belgíu og við vildum nota septem-
bergluggann í æfingar.“
Liðið hefur síðustu tvö ár farið í
þessum septemberglugga til Wales
og Albaníu til að spila en fer þess í
stað til Finnlands í næsta glugga og
leikur þar æfingaleiki við heima-
menn og Svía. „Við ákváðum að
prófa þetta svona. Ég er þakklátur
sambandinu fyrir að leyfa það því
við teljum að við verðum betur
undirbúnir fyrir komandi verkefni.“
Fylgjast vel með
Þorvaldur er með 13 atvinnumenn
í hópnum og því eðlilegt að spyrja
hvort hann nái að fylgjast jafn
mikið með þeim og hann vildi. „Við
höfum ekki farið eins oft út og við
viljum, það segir sig sjálft. En við
höfum farið þegar við getum. Við
erum í góðu sambandi við félögin
og strákana sjálfa. Strákar fæddir
2002 hafa verið með mörg verkefni á
síðasta ári og við þekkjum þá orðið
ansi vel. Það væri ósk okkar að sjá
meira en við sjáum leiki í gegnum
nútímatækni.
Að sama skapi erum við að horfa
á eins marga leiki og við komumst
yfir hér heima. Þetta eru um 120-
130 leikir sem við erum að horfa
á hér heima frá meistaraflokki og
niður í þriðja flokk. Við reynum að
vera eins mikið á tánum og mögu-
legt er. Fylgjast með og fá upplýsing-
ar. Við Davíð Snorri náum að mínu
mati að fylgjast vel með.“
benediktboas@frettabladid.is
FÓTBOLTI Ísak Bergmann Jóhanns-
son hélt upp á fyrsta leik sinn fyrir
Norrköping í Svíþjóð með marki í
gær þegar þessi ungi miðjumaður
skoraði eitt marka Norrköping í 6-1
sigri á Timra.
Skagamaðurinn, sem varð 16 ára
fyrr á þessu ári, er á fyrsta ári sínu
hjá sænska félaginu eftir að Norr-
köping keypti Ísak og frænda hans,
Oliver Stefánsson, í vetur. Ísak
ferðaðist með liðinu á dögunum
í Evrópuleik og var í fyrsta sinn í
byrjunarliðinu í gær gegn Timra
sem leikur í 4. deild sænsku deilda-
keppninnar.
Ísak var ekki lengi að þakka
traustið því hann skoraði þriðja
mark Norrköping í uppbótartíma
í fyrri hálfleik og lék allan leikinn
fyrir Norrköping sem komst áfram
í næstu umferð með sigrinum. – kpt
Óskabyrjun hjá
Ísaki í gær
KÖRFUBOLTI Ísland mun ekki senda
lið til leiks í lokakeppni EuroBasket
þriðju keppnina í röð eftir 24 stiga
tap gegn Sviss í gær sem gerði út
um vonir Íslands. Íslenska liðið átti
slakan dag á báðum endum vallar-
ins og var vörn Íslands eins og smjör
fyrir svissneskan hníf í Montreux í
gær. Nú er ljóst að íslenska liðið
leikur ekki keppnisleik í tvö ár eða
allt þar til að undankeppni HM
2023 hefst.
Staða íslenska liðsins var afar
vænleg fyrir leikinn í gær, eftir
26 stiga sigur á Portúgal á dög-
unum mátti Ísland tapa með nítján
stigum en samt fara áfram á næsta
stig undankeppninnar. Það virtist
ekki skipta máli í byrjun leiks því
Ísland byrjaði leikinn af krafti og
var með frumkvæðið allan fyrsta
leikhlutann.
Eftir það hrundi spilamennska
liðsins eins og spilaborg og gekk
Sviss á lagið. Slök vítanýting Sviss
hélt Íslandi inni í leiknum lengi vel
en með öf lugum spretti í upphafi
fjórða leikhluta náði Sviss 23 stiga
mun og náði Ísland aldrei að brúa
það bil.
Ísland virtist engin svör eiga
við sóknarleik Sviss í gær og þegar
skotin geiguðu voru leikmenn Sviss
duglegir að taka sóknarfráköst og
fengu með því f leiri sóknarfæri. Á
sama tíma var sóknarleikur Íslands
ragur og náðu Svisslendingar að
knýja Íslendinga í erfið skot trekk í
trekk sem skóp sigurinn. – kpt
EM-draumur
úr sögunni eftir
stórtap í Sviss
Martin var stigahæstur í íslenska
liðinu í Sviss. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
2 2 . Á G Ú S T 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R20 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT
2
2
-0
8
-2
0
1
9
0
5
:1
0
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
A
0
-0
2
C
C
2
3
A
0
-0
1
9
0
2
3
A
0
-0
0
5
4
2
3
9
F
-F
F
1
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
5
6
s
_
2
1
_
8
_
2
0
1
9
C
M
Y
K