Fréttablaðið - 22.08.2019, Page 52

Fréttablaðið - 22.08.2019, Page 52
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Svava O’Brien svava@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is. FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is SVO FER HANN NIÐUR Á HNÉN OG HÚN FER AÐ GRÁTA. ÞAU HALDA ÁFRAM AÐ TALA OG SVO ER EINS OG HANN BIÐJI HANA AFTUR UM SVAR. FRETTABLADID.IS SÖGUR AF PLÖTUM – með Bubba Morthens á frettabladid.is – hlustaðu þegar þér hentar Sögur af plötum er unnið í samstar við: Sögur af plötum er nýtt vikulegt hlaðvarp með Bubba Morthens á frettabladid.is þar sem hann rekur tilurð valdra plata úr safni sínu. Hægt er að hlusta á þættina á frettabladid.is/hladvarp Alltaf góður fílingur, alltaf nóg af grasi Tó n l i s t a r m a ð u r i n n og sálfræðineminn Grímur Gunnarsson er nýf luttur til landsins frá Danmörku. Hann er Hólmvík ingur í húð og hár. „Já, ég er landsbyggðar­ strákur,“ segir Grímur. Í dag kemur út lagið Close Enough með Grími, en hann heldur upp á útgáfuna í kvöld með tónleikum á Vínyl Bistro á Hverfisgötu. „Ég er bara nýkominn heim og svona aðeins að reyna að koma mér inn í íslensku tónlistarsenuna. Þetta var allt öðruvísi úti því þar gat maður sent fimmtíu tölvupósta á tónleikastaði og fékk svo kannski svar frá fimm. Hérna heima snýst þetta aðeins meira um tengsla­ netið.“ Hann segir að það að hafa flutt út hafi aukið þorið til að spila tónlistina sína opinberlega, enda hafi enginn þekkt hann þar og því áhættan minni. „Í næsta mánuði er ég svo á leið­ inni út að spila á tónleikum og tón­ listarhátíð,“ segir hann, svo ljóst er að tónlist Gríms hefur náð ágætlega til Dana. „Ég spila indítónlist sem er létt til hlustunar. Því miður er ég ekki sextán ára rappari, þá væri kannski auðveldara fyrir mig að koma mér á framfæri,“ segir Grímur hlæjandi og heldur áfram: „Þá væri ég kannski kominn með helling af spilunum á Spotify.“ Grímur byrjaði að spila af alvöru fyrir þremur árum. „Ég var alltaf með tónleika í kringum jólin fyrir vini og vandamenn í mörg ár. Þá samdi ég alltaf nýtt lag fyrir hver jól. Þegar ég var kominn með ágætis bunka hugsaði ég að það væri kominn tími til að láta reyna á þetta.“ Í síðustu viku lenti G r í m u r í n o k k u ð skemmtilegri lífsreynslu í kjölfar tónleika sem hann hélt í Frystiklefanum á Rifi. „Eftir tónleikana nálgaðist mig einn áhorfendanna. Hann var frá Sviss og hvíslar að mér í f lýti: „Þetta voru geggjaðir tón­ leikar og kærustunni minni fannst það líka, ekki ertu laus á morgun?“ spurði hann. Svo segir hann mér að hann ætli að biðja hennar og vilji endilega að ég sé á staðnum til að spila undir bónorðinu.“ Grímur var til í það, en hann var á svæðinu vegna brúðkaups bróður síns. Hann hafi því mætt á æfingu fyrir brúðkaupið, enda svaramaður, og svo farið beinustu leið á fund svissneska parsins. „Þau voru búin að vera saman í þrettán ár og hann var alltaf að bíða eftir rétta tæki­ færinu til að biðja hennar. Þau voru bæði að vinna í list sinni þarna í húsi rétt hjá ásamt fleirum.“ Kærastan vissi að von væri á Grími, kærastinn dregur hana frá listaverkefni inn í stórt rými á jarð­ hæðinni þar sem Grímur byrjar að spila. „Svo talar hann auðvitað bara frönsku, tungumál ástarinnar, og ég skil ekkert hvað hann er að segja. Hann valdi lagið Í draumaheimi til að spila undir bónorðinu. Svo fer hann niður á hnén og hún fer að gráta. Þau ha lda á f ra m að tala og svo er eins og hann biðji hana aftur u m sva r. Sem betur fer náði ég að greina orðaskil, að hún sagði „Oui, oui, oui,“ eða já á frönsku.“ Vinir parsins voru með á svæðinu en þau voru ekki einu gestirnir á þessum sérstöku tónleikum. „Þarna á jarðhæðinni var stærð­ arinnar gluggi. Fyrir framan hann stóðu sjö rollur og fylgdust spenntar með öllu.“ Aðspurður hvort þetta væru eft­ irminnilegustu tónleikar sem hann hefði spilað á stendur ekki á svari. „Örugglega í topp tuttugu að minnsta kosti.“ Lagið Close Enough er hægt að nálgast á öllum helstu streymis­ veitum og tónleikarnir á Vínyl Bistro hefjast klukkan 20.00 í kvöld. steingerdur@frettabladid.is Spilaði undir bónorði á meðan sjö rollur fylgdust með Grímur Gunnars- son gefur út lagið Close Enough í dag og heldur upp á það með tónleikum á Vínyl Bistro í kvöld. Í síðustu viku spilaði hann undir bónorði, þar sem sjö rollur fylgdust spenntar með öllu. Grímur segir það hafa hjálpað mikið að hafa flutt til Dan- merkur, þá hafi hann haft meira þor til að spila opinberlega enda þekkt fáa þar. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI 2 2 . Á G Ú S T 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R32 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 2 -0 8 -2 0 1 9 0 5 :1 0 F B 0 5 6 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 A 0 -0 C A C 2 3 A 0 -0 B 7 0 2 3 A 0 -0 A 3 4 2 3 A 0 -0 8 F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 5 6 s _ 2 1 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.