Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 19.12.2012, Síða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 19.12.2012, Síða 2
° °2 Eyjafréttir / Miðvikudagur 19. desember 2012 Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið. Útgefandi: Eyjasýn ehf. 480278-0549. Ritstjóri: Júlíus Ingason - julius@eyjafrettir.is. Blaðamenn: Ómar Garðarsson - omar@eyjafrettir.is. og Sæþór Þorbjarnarson. - sathor@eyjafrettir.is. Ábyrgðarmenn: Júlíus Ingason og Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjasýn/ Eyjaprent. Ljósmyndir: Óskar Pétur Friðriksson og blaðamenn. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegur 47, Vestmannaeyjum. Símar: 481 1300 og 481 3310. Netfang: frettir@eyjafrettir.is. Veffang: www.eyjafrettir.is EYJAFRÉTTIR koma út alla miðvikudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, Tvistinum, Toppn um, Vöruval, Herjólfi, Flughafnar versluninni, Krónunni, Ísjakanum, Kjarval og Skýlinu. EYJAFRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. EYJAFRÉTTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. FRÉTTIREYJA 17 nemar voru útskrifaðir frá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum á haustönn. 10 útskrifuðust af náttúrufræðibraut, 4 af félagsfræðibraut, einn af viðskipta- og hagfræðibraut, einn af málabraut og einn af sjúkraliðabraut. Útskriftarnemarnir voru Andri Guðmundsson, Anna Vigdís Magnúsardóttir, Andon Levchenko, Ágúst Sölvi Hreggviðsson, Berglind Karlsdóttir, Guðrún Ósk Jóhannesdóttir, Halla Þórdís Magnúsardóttir, Hulda Erna Eiríksdóttir, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Jónas Bergsteinsson, Kjartan Guðjónsson, Klara Ingólfsdóttir, Kristjana Sigurðardóttir, Matthías Páll Harðarson, Ragnheiður Perla Hjaltadóttir, Rakel Ýr Leifsdóttir og Viktor Rittmüller. Verðskrá Herjólfs hækkar um 10% um áramótin en þetta kemur fram á heimasíðu Herjólfs. Al- menn fargjöld hækka úr 3060 í 3360 í Þorlákshöfn en úr 1150 í 1260 kr. Fargjöld Herjólfs hafa hækkað reglulega undanfarin ár, síðast 1. nóvember 2011 þegar fargjöldin hækkuðu um 15%. Stuðst er við svokallaða ferjuvísitölu þegar fargjöld með Herjólfi eru ákvörðuð en inni í ferjuvísitölunni er launaþróun, byggingavísitala, hafn - argjöld og ekki síst olíuverð. Fjögurra manna fjölskylda greiðir rúmar 38 þúsund Bæjarráð mótmælti harðlega fyrir - hugaðri hækkun á gjaldskrá Herjólfs á fundi sínum í síðustu viku. „Í því samhengi bendir bæjarráð Vegagerð, þingmönnum og öðrum, sem að málum þessum koma, á að kostnaður fyrir fjögurra manna fjölskyldu sem ferðast milli Vestmannaeyja og Þor- lákshafnar með bíl sinn og nýtir kojur er í dag hvorki meiri né minni en 34.740 krónur í hvert skipti. Eftir það tekur við allur sami ferða - kostnaður og aðrir íbúar þessa lands greiða svo sem eldsneyti, slit á bifreið og annað sem við á. Með fyrirhugaðri hækkun verður kostn - aður þessarar fjölskyldu við að komast í vegasamband með því að nýta Herjólf 38.214 krónur. Fari fjöl- skyldan 5 sinnum á ári þessa leið er kostnaðurinn, bara við Herjólfs ferðir, hvorki meiri né minni en 191.070 kr. Slíkar álögur á fjölskyldur í Vest- mannaeyjum eru ekki á neinn máta eðlilegar og því mótmælir bæjarráð harðlega. Þingmenn Suðurlands eru hvattir til að láta að sér kveða í þessu máli,“ segir í bókun bæjarráðs. Notast við ferjuvísitölu Á undanförnum þremur árum hefur farþegafjöldi Herjólfs margfaldast en Ólafur William Hand, upplýsinga- fulltrúi Eimskips, segir að fjölgun farþega megi m.a. skýra með fleiri ferðum. „Á sama tíma í fyrra höfðu 260 þúsund farþegar farið með Herjólfi en við erum að horfa á 7- 10% aukningu í ár. Frá því í septem- ber og til dagsins í dag, hafa hins vegar verið farnar um það bil helmingi fleiri ferðir í Landeyjahöfn miðað við í fyrra og að einhverju leyti má skýra fjölgun farþega með því. Hins vegar var betri nýting í ferðum í sumar en í fyrra, þannig að það er sannarlega aukning í far - þegafjölda, burt séð frá fleiri ferðum.“ Hver ákveður hækkunina? „Við biðjum um hækkanir út frá ferju vísitölunni. Vegagerðin fer svo yfir umsókn okkar og gefur síðan leyfi fyrir hækkun ef hún telur ástæðu til. Ferjuvísitala hefur hækkað um 10% og olíuverð skekkir myndina verulega, miðað við t.d. neysluvísitölu og launavísitölu. Hækkunin tengist ekki samningi um rekstur ferjunnar, heldur er bara eðlilegur hluti af rekstrinum,“ sagði Ólafur. Eimskip er með samning við Vegagerðina um rekstur Herjólfs út árið 2014 en áætlað er að ný ferja verði tilbúin 2015. Olíuverð hækkað um 11% Eins og Ólafur bendir á, þá er stuðst við ferjuvísitölu þegar fargjöld eru ákvörðuð. Stærstu liðir ferjuvísi - tölunnar eru olíuverð, bygginga - vísitala, launakostnaður og hafnar - gjöld. Frá 1. nóvember 2011 hafa hafnargjöld í Vestmannaeyjum ekkert hækkað en þau munu reyndar hækka um 5,1% um næstu áramót. Launavísitala hefur hækkað um 6,4% en byggingavísitala um 2,5%. Samkvæmt gjaldskrá Skeljungs hefur skipagasolía hins vegar hækkað um 10,9% frá 4. nóvember 2011 en eins og áður sagði var gjald- skrá Herjólfs síðast hækkuð 1. nóvember sama ár. 10% gjaldskrárhækkun Herjólfs um áramót: Fjögurra manna fjölskylda greiðir 38 þúsund :: Notast við ferjuvísitölu segir upplýsingafulltrúi Eimskips :: Bæjarráð mótmælir :: Hækkaði um 15% fyrir 14 mánuðum Herjólfur hefur ekkert siglt til Land eyjahafnar frá því að skipið kom úr viðgerð í byrjun síðustu viku og ekkert útlit fyrir að siglt verði til Landeyjahafnar á næstunni. Þannig kemur fram í tilkynningu frá Sigl ingastofnun að dýpi í höfninni sé ekki eins mikið og vonast hafði verið til. Dæluskipið Perlan var kölluð til baka úr dýpkunarfram - kvæmdum vegna versnandi veður- spár. Á facebooksíðu Herjólfs var síðan birt tilkynning þess efnis að siglt yrði til Þorlákshafnar og áætlun skipsins birt. Þar var einnig sagt orðrétt: „Eins og fram kemur í tilkynningu frá Siglingastofnun er dýpið í Land eyjahöfn of lítið til þess að Herjólfur geti siglt þangað og öldupsá óhag stæð til dýpkunar. Herjólfur mun því sigla til Þorláks - hafnar og er gert ráð fyrir að svo verði a.m.k. fram í mars mánuð.“ Ólafur William Hand, upplýsinga- fulltrúi Eimskips sagði í samtali við Eyjafréttir.is að margir óvissuþættir geri það að verkum að ekki sé hægt að sigla til Landeyjahafnar. M.a. segir hann að Rannsóknanefnd sjó - slysa sé að fara yfir óhappið þegar Herjólfur lenti á öðrum hafnar- garðinum en í kjölfarið hafi trygg - ingafélög sett fram kröfu um að vita hvað hefði gerst. Þá sé einnig beðið eftir niðurstöðu vinnuhóps um björgunaraðstæður í og við Land - eyja höfn, auk þess að ekki séu tiltækir varahlutir, ef skrúfa skipsins skemmist á ný. Þá vanti einnig straum mæli við höfnina. Eins og gefur að skilja er mikil óánægja meðal notenda skipsins, enda hafði Baldur siglt í Landeyja - höfn nánast sleitulaust á meðan Herjólfur var í viðgerð. Óvissa með Land - eyja höfn :: Ekki siglt þangað yfir hátíðarnar Fræðslu- og menn - ingarráð: Sagnheimar, Byggðasafn og geymslu- vandræði Fræðslu- og menningarráð ræddi húsnæðisvanda Sagnheima en eftir áramót mun þurfa að rýma geymslu rými sem safnið hefur haft í Miðstöðinni. Ráðið sagði brýnt að lausn verði fundin á geymsluhúsnæði byggða - safnsins sem allra fyrst, enda sam- félagsleg ábyrgð sveitarfélagsins að hlúa að sögulegum menningar - verðmætum. Ráðið fól menningar- fulltrúa í samstarfi við fram - kvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að koma málinu í ásættanlegan farveg. Eyjafréttir milli jóla og nýárs Næsta tölublað Eyjafrétta kemur út föstudaginn 28. desember. Auglýsendur eru vinsamlegast beðnir um að koma auglýsingum til skila í síðasta lagi fyrir hádegi fimmtudagsins 27. desember. JÚLÍUS G. INGASON julius@eyjafrettir. is Slíkar álögur á fjölskyldur í Vestmanna - eyjum er ekki á neinn máta eðlilegar og því mótmælir bæjarráð harðlega. Þingmenn suðurlands eru hvattir til að láta að sér kveða í þessu máli”

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.