Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 19.12.2012, Síða 18

Fréttir - Eyjafréttir - 19.12.2012, Síða 18
18 Eyjafréttir / Miðvikudagur 30. ágúst 2012 ° ° hefur styrkst í gegnum árin. Þau eru samrýmd hjón og miklir vinir sem hafa stutt dyggilega við bakið á hvort öðru í gegnum tíðina.“ Simmi bakari Simmi og Dóra Hanna kaupa Tungu (Heimagötu 4) og Magnúsarbakarí af Magnúsi Bergssyni, föður Dóru Hönnu, fyrsta janúar 1957. Kaup - verðið var ein milljón og þrjú hund r uð þúsund krónur. Þá hafði Magnús starfað við brauðgerð sam- fellt frá 1914 eða í meira en 42 ár og þar af rekið bakarí um 34 ára skeið. Síðast á Vestmannabraut 37 þar sem fjölskyldan bjó á efri hæðinni. Sigmundur rak bakaríið við góðan orðstír til ársins 1979 eða í 22 ár. Þá taldi Sigmundur rétt að gefa sonum sínum tækifæri, leigði þeim Magn - úsar bakarí og dró sig til baka, 57 ára að aldri. Þar með lauk 33 ára sam- felldum bakstri hans í Vestmanna - eyjum og tæplega 37 ára samfelldum bakstri. Synir hans, Andrés og Bergur, tóku þá við rekstrinum og ráku þeir Magnúsarbakarí saman til ársins 1983. Frá 1983 rak Andrés Magn úsar bakarí einn þar til rekstri var hætt árið 2005. Nú er rekin verslun þar sem bakaríið var áður. Eldgos á 50 ára afmæli bakarísins Magnúsarbakarí var stofnað 23. janúar 1923 en gosið á Heimaey braust út á 50 ára afmælisdegi þess. Búið var að ræða ýmislegt sem gera átti í tilefni dagsins en eins og Sig- mundur segir: „En það var svo furðulegt að ekkert hafði verið fram - kvæmt af þessum áformum. Það var þó ekki okkar vani að framkvæma ekki það sem áður hafði verið ákveðið. Hvers vegna var þetta svona núna?“ Á meðan á gosinu á Heimaey stóð voru Sigmundur og Dóra Hanna með bakarí starfandi á Eyrarbakka. Þau höfðu skömmu áður keypt Litlu Háeyri á Eyrarbakka, fæðingarstað föður hans, og höfðu ætlað sér að nota það sem sumarbústað. Þangað flutti fjölskyldan meðan á gosinu stóð. Lítið pláss var fyrir vélar og tæki og kom hann fyrir aðeins litlum hluta af því sem var í Vestmanna - eyjum. Bakaríið á Eyrarbakka var á jarðhæð í húsinu Skjaldbreið og unnu þau hjónin tvö þar í sjö mánuði. Eyrbekkingar tóku nýja bakaríinu vel. Þetta var eina bakaríið í þorpinu og var því söknuður í hugum þeirra þegar fjölskyldan ákvað að snúa aftur til Vestmannaeyja eftir að gosi lauk. Fjölskyldan flutti aftur heim til Vestmannaeyja í byrjun september 1973 og bakaríið var opnað þann 16. október 1973. Esperanto – La bakisto Sigmundur var einn af stofnendum Esperantofélagsins í Vestmanna - eyjum „La Verda Insulo“. Haraldur Guðnason og hann kynntust fyrst þegar Esperantofélagið var stofnað í Vestmannaeyjum 1948 og segir Sig- mundur svo frá í minningargrein um Harald sem hann dagsetur 28.01.06: „Upphafsmenn voru þeir séra Halldór Kolbeins og Haraldur Guðna son, og þarna störfuðum við saman í mörg ánægjuleg ár, báðum til gagns og gleði. Þetta var okkar hugsjón að það yrði eitt alþjóða - tungumál sem notað yrði í framtíð heimsins! Það varð fljótlega mikill áhugi fyrir þessu félagi, og það voru fengnir hámenntaðir menn frá 3 lönd um til þess að halda hér nám - skeið og kynna málið... Árið 1949 var Alheimsmót Esperantista haldið í Kaupmannahöfn, og það var 30 manna hópur úr félaginu sem sótti þetta þing sem stóð yfir í viku. En hópurinn dvaldi í 3 vikur með heim- sóknum til Svíþjóðar, Þýskalands, Frakklands og Hollands þar sem esp erantistar tóku á móti okkur og greiddu götu okkar. Sögufélag Vestmannaeyja Sigmundur var virkur meðlimur í Sögufélagi Vestmannaeyja og einn af stofnendum þess félagsskapar. Hann ritaði greinar í hin ýmsu rit sem gefin voru út í Vestmannaeyjum eins og Dag skrá, Fréttir, Alþýðublaðið, Eyja - skinnu o.fl. Sigmundur hefur tekið saman sögu húsa á Eyrarbakka en þessu hefur hann hefur verið að safna saman í fjöldamörg ár. Þar er, fyrir sagn- fræðinga og þá sem hafa áhuga á sögu Eyrarbakka, vafalítið ýmislegt að finna. Kristján, bróðir Sigmundar, hefur þessa samantekt hjá sér og hefur sett inn myndir af hverju húsi og er þessi samantekt skemmtileg minn ing og minningabrot Sigmundar frá Eyrarbakka. Þá hefur hann sömuleiðis verið að skrifa sögu húsa í Vestmannaeyjum, hverjir bjuggu þar, hvenær og hvaða saga er á bak við það fólk sem í þeim húsum bjó. Það er verðugt verkefni að finna réttu aðilana til að fara yfir þessi rit hjá Sigmundi og koma til birtingar og sjá til þess að þau varð - veitist. Skákfélag Vestmannaeyja Frá því Sigmundur lærði mann - ganginn, sem strákur á Landspítal - anum, hefur skákáhugi hans verið mikill. Hann tefldi reglulega og á efri árum gerðist hann virkur meðlimur í Taflfélagi Vestmannaeyja. Þar gegndi hann stjórnarstörfum, tók við af höf - undi sem gjaldkeri og gegndi því starfi í fjöldamörg ár. Þá ritaði hann um áraraðir skákfréttir í eyjablöðin Fréttir og Dagskrá. Vikulega skrifaði hann helstu skákfréttir, úrslit skáka, skákmóta o.s.frv. Þá átti hann mikinn þátt í undirbúningi helgarskák- mótsins sem haldið var í Vestmanna - eyjum 26-28.05.89. Sigmundur er heiðursfélagi í Taflfélagi Vestmannaeyja síðan 1988. Fjarskák og Audi 100 Um tíma fór mikill tími í fjarskákir en Sigmundur var með allt upp í 5 fjarskákir í gangi í einu. Hann hafði mjög gaman af þessu en þetta þýddi margar og reglulegar ferðir upp á pósthús á hvítum Audi 100, V-850, sem Sigmundur keyrði í rúm 20 ár. Hann var hrifinn af þýska stálinu en bílinn flutti höfundur inn fyrir hann frá Þýskalandi árið 1985. Bílinn lét hann duga til ársins 2007. Flestir sem Sigmund þekkja grunar hvar hann stendur í pólitík og hefur hann aldrei farið leynt með stjórn- málaskoðanir sínar. Árið 1950 er Sigmundur m.a.s. á C lista Samein - ingarflokks alþýðu, Sósíalistaflokks fyrir bæjarstjórnarkosningar en D lista Sjálfstæðisflokksins leiddi tengda faðir hans Magnús Bergsson. Úrslit kosninganna voru þau að Sjálfstæðisflokkurinn fékk 4 menn en C listinn 2. Opinber afskipti Sig- mundar af pólitík urðu ekki meiri svo vitað sé og hefur honum oft fundist það vera skrýtin tík þessi pólitík. Spörvaskjól Sigmundur keypti húsið húsið Sædal við Vesturveg árið 1980 og gaf því nafnið Spörvaskjól. Þar stundaði hann ýmiss konar „búskap“ eins og fornbókaverslun, málverkasöfnun, uppboð á mál - verkum og síðustu árin bókband. Spörvaskjól var vinsæll viðkomu - staður ýmissa valinkunnra Vest - mannaeyinga sem vöndu þangað komur sínar í molakaffi og spjall. Það væri of langt mál að telja þá alla upp en hér verða þeir taldir upp sem höf undur veit að komu oft til hans: Doddi í olíunni, Dósentinn (Villi dósasafnari og sérlegur sendiboði Sigmundar og Dóru Hönnu), Fiddi í Valhöll, Guggi Matt – Guðgeir Matthíasson listmálari, Hermann Einarsson, Jói á Grundarbrekku, Muggur – Magnús Bjarnason, Hildar í Þorlaugargerði, Ómar Garðarsson á Fréttum, Dúddi múrari, Róbert Sig- urmundsson, Sigurjón Þorkelsson leigubílstjóri og skákfrömuður, Haraldur Guðnason, Óli Beyk, Manni í Sandprýði, Matti Spíkon o.fl. o.fl. Það hefði víst oft verið gaman að vera lítil fluga á vegg í Spörva - skjólinu þegar umræður stóðu hvað hæst. Stundum lá mönnum svo hátt rómur að fólk staldraði við fyrir utan til að hlusta á umræðurnar. Þá sagði einn viðmælandi höfundar að stund - um hefði verið rifist og einu sinni hefði einn þátttakandinn rokið út og skellt hurðinni svo harkalega á eftir sér að sést hefði á eftir skrúfunum úr hurðinni enda í þakrennunni á næsta húsi. Spörvaskjólið seldi Sigmundur síðan Róberti Sigurmundssyni sumarið 2007 en Róbert var jarðsett - ur á laugardaginn. Bókband Eftir að Sigmundur hætti störfum sem safnvörður fór hann að binda inn bækur en bókbandið lærði hann af vini sínum, Ingólfi í bankanum. Það gerði hann samviskusamlega bæði sér til ánægju og dægrastyttingar fyrir sínar eigin bækur en einnig fyrir einstaklinga og stofnanir. Eftir hann liggja margar og góðar bækur. Simmi málari Þetta viðurnefni festist nú aldrei við hann en árin eftir að hann hætti bakstri fór hann að leita að dægra - dvöl og byrjaði m.a. að mála. Hann málaði nokkuð mikið á tímabili. Helst voru það skútumyndir og hanga þær á flestum heimilum barna Sigmundur Andrésson, bakari, varð níræður fyrr á þessu ári og var þessi mynd tekin við það tækifæri, þegar haldin var afmælisveisla á Hraunbúðum. Með honum á myndinni er eiginkona hans, Dóra Hanna og börn þeirra, þau Óskar, Bergur, Dóra og Andrés. Frá því Sigmundur lærði mann ganginn sem strákur á Landspítal anum hefur skákáhugi hans verið mikill. Hann tefldi reglulega og á efri árum gerðist hann virkur meðlimur í Taflfélagi Vestmannaeyja. Þar gegndi hann stjórnarstörfum, tók við af höf undi sem gjaldkeri og gegndi því starfi í fjöldamörg ár. Þá ritaði hann um áraraðir skákfréttir í Eyjablöðin Fréttir og Dagskrá. ”

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.