Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 19.12.2012, Blaðsíða 33

Fréttir - Eyjafréttir - 19.12.2012, Blaðsíða 33
Eyjafréttir / Miðvikudagur 30. ágúst 2012 33 ° ° varla mennskir eftir að þeir væru komnir í búning. Eftir því sem leið á að koma sér í gallann, hengja á sig brjóstin og rassinn, þá fóru þau að verða gró t - eskari í orði og látbragði. Grýla ræskti sig og rak upp skræki annað lagið til að ná fram réttu röddinni fyrir gönguna. Leppalúði prufaði röddina sína stöku sinnum og svo hreyttu þau einhverju í hvort annað og aðra í umhverfi sínu. Þetta áttu ekki að verða neinar Disney-verur heldur gróteskar forynjur. Mér virtist þó sem þessi tvö, Grýla og Leppalúði, hafi haldið aftur af sér þetta árið þar sem þau höfðu rann - sakandi áhorf anda. Allir fóru að verða einbeittari og koma sér á rétta staði eftir því sem klukkan nálgaðist hálf sjö. Helstu og elstu tröllunum var komið upp á vagninn þar sem þau þurftu að standa þolinmóð þar til hann lagði af stað. Nokkrum litlum og stórum tröllum var ekið upp að Hánni þar sem þau komu sér fyrir upp í myrkvaðri fjalls hlíðinni með augun glóandi. Öðrum tröllum var komið fyrir í stórum vörubílum sem óku þeim upp á malarvöllinn. Þegar allt var að verða tilbúið var tími til að koma sér af stað upp að Hánni svo ég gæti verið á meðal fólksins þegar jólasveinarnir kæmu niður fjallið. Hlutverkin Í þessum kafla verður sagt meira frá þeim hlutverkum sem sýningin er samsett úr og bakgrunni þeirra, hvað þátttakendur fara í gegnum í hlut verkum sínum og hvaða þýðingu hlutverkin hafa fyrir þau. Eins og áður hefur verið sagt þá skipta þátttakendur með sér hlut - verkum á þrettándanum og allt vinna þeir í sjálfboðastarfi. Sérstak- lega athyglisvert er að flest þessara hlut verka hafa verið í höndum sömu aðil anna í áratug eða áratugi og skipta þá miklu máli. Flestir við - mælendur mínir höfðu verið þátt- takendur í 25-45 ár. Sumir vinna meira á bak við tjöldin á meðan önnur hlutverk eru meira sviðsett. Sviðsettu hlutverkin skiptast í jólasveina, tröll, þar á meðal Grýlu og Leppalúða, álfa og púka. Hlutverkin láta þátttakendur ekki svo fúslega af hendi þrátt fyrir flutn inga. Sérstaklega á þetta kannski við um jólasveinana því þeir verða aldrei nema þrettán en það má alltaf fjölga tröllunum. Í sameiginlega viðtali mínu við þá Vitta, Helga Lása og Gústa Ella Bergs segir Vitti einmitt frá því að hringt hafi verið í einn jólasveininn sem var fluttur upp á land, til að athuga hvort hann kæmist ekki örugglega til Eyja yfir þrettánd ann. Athyglisvert er að jólasveinn þessi er prestur og sá er hringdi hafði heyrt að það yrði heldur mikið að gera hjá prestinum um þetta leyti. Hann spurði því prestinn hvort það væri rétt að hann kæmist ekki sökum anna. Þá svaraði hann: „Heldur skila ég hempunni heldur en að sleppa þessu!“ Margar svona sögur eru til af því hvað menn leggja á sig til að halda hlutverkum sínum. Hlutverk jólasveinanna ganga líka oft í arf og þá eru þeir sem taka við kannski búnir að vera í læri síðan þeir voru unglingar. Synir viðmæl - enda minna, þeirra Vitta, Helga Lása og Gústa Ella Bergs, hafa allir tekið við jólasveinahlut verk unum af feðrum sínum. Yngri sonur Vitta hefur svo tekið við af eldri bróður sínum og þannig hefur hlutverk Stekkjarstaurs haldist innan fjöl- skyldunnar. Gústi þurfti síðar að finnan annan arftaka þar sem sonur hans flutti til útlanda. Hlutverkin komu hins vegar upphaflega í hendur viðmælanda minna því þeir voru liðsmenn Týs árið 1961 en þá varð Týr 40 ára. Allir töluðu þeir um hvað þeim þætti gaman að taka þátt. „Gaman“ er kannski lítilfjörlegt orð en það var síendurtekið. Gamanið er ekki bara bundið viðburðinum því eins og Ævar sagði þá hefur hann ekki séð hátíðahöldin sjálf í fjölda mörg ár. Gamanið er ekki síður tengt undir búningnum og því sem eftir fylgir. Ánægja þeirra af þátttökunni er augljós og útskýrir af hverju menn ílengjast svona í sjálfboða - vinnu sinni. Ánægja þátttakenda í hlutverkum sínum fer stundum út fyrir uppsetta dagskrá því það er þekkt að sumir fari grímuklæddir í heimahús. Grýla og Leppalúði fara þá og jafnvel ein- hver vættanna með þeim. Þetta fer þó ekki fram eins og gamli heim- sóknarsiðurinn heldur eru það hús - ráðend urnir sem óska eftir heim - sókninni í þeim tilgangi að hrekkja eða skemmta gestum sínum eða öðrum fjölskyldumeðlimum. Enginn þarf að geta hver sé þarna á ferð (eins og gerist á Norðurlönd - unum) og aðeins þessi hópur fer í einstök hús. Vissu lega er þetta þó vísun í gamlan sið, þótt ómeðvitað kannski sé. Að setja sig í tröllaham Fyrir flesta er tíminn, sem það tekur að klæða sig í búning, hluti af þeirra upphitun því þá klæða þeir sig í hlutverkið. Tröllin þurfa helst að undirbúa sig andlega fyrir það að bera þungar byrðar því búningar þeirra eru oft mjög þungir og óþægilegir. Þeir sem eru með grím - ur, eða stóra hausa á sér, þurfa ekki að tjá hlutverk sitt með svipbrigð - um og margir þeirra tala ekki mikið. Ástæða þess er kannski að munnur þeirra leikara er inni í pappahólki eða tunnu sem á að vera búkur tröllsins, því myndi ekki heyrast mikið í þeim. Þeirra perfor- mans er meira sviðsett með ásýnd þeirra, búninganna og grímanna. Performans jólasveinanna, Grýlu og Leppa lúða er í ásýnd þeirra, fram - komu og orðavali. Performansinn er svo auðvitað í takt við þekkingu þátttakenda og væntingar áhorf - enda. Biggi Gauja lýsti undir - búningi sínum svona: „Jú, jú, þetta er hlutverk, þetta er sold ið krefjandi sko og, já maður verður alveg að setja sig í gírinn sko og, maður má soldið passa sig að vera ekki of harðhentur sko. Það er málið og, maður þarf aðeins að að hérna æfa röddina og svona reyna að ná þessari þessari ekta grýlurödd sko. Það tekur svona hálftíma, og þetta tekur allt sinn tíma sko, koma sér í hlutverkið sko, og gera sig sold ið svona, soldið kvikindislegan sko…“ Það hefur komið fyrir að kvartað hafi verið undan Grýlu vegna harkalegrar meðferðar og hefur sumum þótt nóg um. Biggi hefur sinnt þessu hlutverki í rúm 40 ár og hefur ákveðnar skoðanir á því hvernig Grýla eigi að vera: „… þetta er bara partur af pró - gramminu sko að vera soldið kvik - indislegur og Grýla er soldið vond sko. Hún á ekkert að vera að koma upp að þér og klappa þér sko. Það er bara svoleiðis, hún verður að vera grimm […] Ég hef alla vega valið það að vera soldið kvikind - islegur og, og ég segi það alltaf, já, ok, ef þið viljið skipta um, þá er þetta allt í lagi. Þá fáið þið bara einhverja blíða og fína Grýlu. Ég tek ekki þátt í því, það er bara svoleiðis.“ Eins og Ásgeir segir þá eiga börnin að vera hrædd við tröllin. Þau eiga líka að vera ógeðsleg samkvæmt Obba. Tröllin, og Grýla og Leppa lúði í Vestmannaeyjum, eiga það þannig sameiginlegt með Krampus, nuuttipukki og julebukk á Norður löndunum að þetta eru gróteskar og mjög svo ónotalegur verur. Þær hafa verið barnafælur í gegnum tíðina eins og sagt hefur verið frá til að vara börn við hættum og ala þau til hlýðni. Lok sýningar: „Að taka af sér hausana“ Eftir gönguna mættu flestir í trölla - smiðjuna. Þar voru hálfklædd tröll og jólasveinar sem hlógu, töluðu mikið og hlógu. Þau fóru öll yfir kvöldið, hvernig hafði gengið, hvað hafði verið málið með blysin, hvaða tröll hafði dottið og hvernig það hafi verið leyst og fleira í þeim dúr. Það virtist sem þarna væri komið að þeirra persónulegu hátíðahöldum, andrúmsloftið var létt og menn gönt uðust. Þar í húsi fékk ég stað - festingu á orðrómi sem ég hafði heyrt en hann var á þá leið að til væri jólasveinn sem hefði fengið hlutverk sitt eftir sameiningu Týs og Þórs undir merkjum ÍBV þrátt fyrir að vera eiturharður Þórari. Var sá aðili sagður klæðast Þórs-bún - ingi innan undir jólasveinafötunum. En þarna var einmitt jólasveinninn, Kiddi Gogga (Kristján Georgsson), með leyst frá kápunni sinni og sást þá að hann var klæddur bláum Þórs- búningi. Síðar sagði hann mér að hann væri búinn að klæðast bún- ingnum innan undir í 8-10 ár og ekki hefðu menn verið sáttir fyrst: „Viðbrögðin í upphafi voru gríðar- lega hörð og voru sumir hverjir reiðir þó svo að aðrir hafi tekið þessu létt. Í dag eru menn ekkert að æsa sig yfir þessu, kannski fer þetta í taugarnar à einhverjum en flest- allir taka þessu lauflétt (Kristján Georgsson).“ Þessi atburður virðist því hafa raskað hópástandi Týsmanna til að byrja með. Hann undirstrikar einnig þann ríg sem virðist hafa haldist milli Þórs og Týs, þrátt fyrir sam - eining una. Því hefur verið tilvalið að hneppa frá sér að sýningu lokinni og stríða mannskapnum. Að stríðni undanskilinni þá sagði Biggi að þegar menn kæmu í hús þá: „… er bara afslöppun. Þá eru menn bara ánægðir með dagsverkið og og hérna, og svo er svona spjallað í svona klukkutíma þarna niður frá. Menn eru svona að koma sér úr búningunum og svona slappa af og, eftir þetta, og svo fara menn náttúr- lega bara heim í bað og beint á ball eða eitthvað. […] Oft er komið saman í einhverjum húsum og farið svo á dansleik eða bara verið hérna í gleðskap í einhverju húsi sko. Það er bara svoleiðis.“ Farið er í partý seinna um kvöldið þegar allir hafa baðað sig og gert sig klára. Þá hittist hver hópur fullorð inna fyrir sig í partýi áður en farið er á ball. Áður fyrr var eitt sameiginlegt ball fyrir alla þátttak- endur og hittust þá allir hópar sem var gott fyrir hópa starfið að sögn Jóa, því þá gátu menn farið yfir kvöldið og gert grín að hver öðrum. Síðar tóku partýin yfirhöndina og þá urðu hóparnir ekki aðeins aðskildir við undirbúning heldur líka við úrvinnsluna. Einar og Jói voru báðir sammála um að þetta þætti þeim miður. Það hefði verið mikið skemmtilegra áður fyrr þegar allir hittust saman. Því má ætla að samvera þeirra í húsinu eftir á sé mikilvæg til að viðhalda hópástand- inu og jöfnuðinum, til að leysa úr öllum málum sem upp koma og til að geta svo endurtekið atburðinn ári síðar. Samantekt Hátíðahöld þrettándans í Vest - manna eyjum frá 1960, eða frá því að tröllin, álfarnir og púkarnir voru innlimaðir, hafa ekki tekið miklum breytingum. Sú þróun hefur þó orðið að jólasveinarnir þurfa ekki lengur að bera uppi sönginn í göngunni heldur er tónlistin spiluð af bandi. Einnig er burður þeirra á blysunum orðinn léttari; tröllin, sem voru fá, eru orðin áttatíu; álfarnir eru ekki lengur full orðnir heldur börn; tónlistin er ekki á vegum kórs eða lúðrasveitar heldur einhverrar vinsællar hljómsveitar; ekki er haldið sérstaklega utan um aðkomu púkanna að hátíðinni; og flugelda - sýningin er alltaf að stækka. Þar að auki hafa verið gerðar lítil legar tilraunir með tímasetningar á hátíðinni og hvaða leið gangan fer. Aldrei hefur þó nein yfirgengileg breyting fengið að standa. Allar smábreytingar eru að mestu vegna auk inna þæginda og vegna þess að hátíðin hefur stækkað. Til stærstu breytinga telst breyting á dagsetn - ingu hátíðarinnar en hún fellur nú á nærliggjandi helgi við 6. janúar og hefur sú breyting haldist síðan 2008. Þeir þættir, sem skipta máli, eru táknrænir eða geta talist til mik- ilvægrar hefðar eða siðs, haldast þó allir: Hátíðin hefst við Hána, merki íþróttafélagsins er kveikt uppi á Molda, jólasveinarnir kveikja á blys unum í upphafi hátíðar, gangan fer upp á malarvöllinn þar sem vættirnar, í bland við gestina, ylja sér við brenn una og skemmta hvert öðru. Engar breytingar hafa orðið á hópa skiptingu þátttakenda en hún er áberandi þegar undirbúningur hátíð ar innar er kannaður. Hóparnir taka sig til á mismunandi stöðum og vita því lítið af hver öðrum fyrr en þeir svo hittast að lokinni hátíðinni í trölla smiðjunni. Hóp - ástandið er því sterkast innan hvers hóps. Hópástand hópsins sem heildar hefur aftur á móti veikst eftir að partýin tóku við af sam - eiginlegri samkomu eftir hátíðina, því tel ég að samveran í húsi eftir hátíðina sé einnig mikilvæg. Ofan á hópástandið þá er áberandi hjá viðmælendum mínum hvað þátttaka þeirra veitir þeim mikla gleði enda má greina það á starfs - aldri þeirra í þessu sjálfboðastarfi. Gleði þeirra er líklegast nátengd því frelsi sem þeir upplifa í hlutverkum sínum auk ánægjunnar að gefa af sér og skemmta öðrum. Eyjamenn er stoltir af hátíðahöldunum sínum og eru duglegir að taka þátt í þeim. „Jú jú, þetta er hlutverk, þetta er sold ið krefj - andi sko og, já maður verður alveg að setja sig í gírinn sko og, maður má soldið passa sig að vera ekki of harðhentur sko. Það er málið og, maður þarf aðeins að að hérna æfa röddina og svona reyna að ná þessari þessari ekta grýlurödd sko. Það tekur svona hálftíma, og þetta tekur allt sinn tíma sko, koma sér í hlutverkið sko, og gera sig sold ið svona, soldið kvikindislegan sko…“ ”

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.